Stefnumótabylting graða fólksins Atli Fannar Bjarkason skrifar 15. maí 2014 07:00 Ég hitti kærustuna mína í fyrsta skipti í raunheimum. Hún kom í vísindaferð í þáverandi vinnuna mína og ég addaði henni á Facebook daginn eftir. Hún samþykkti reyndar ekki vinarbeiðnina og nokkrum vikum síðar dró ég beiðnina til baka. Nokkru síðar fékk ég óvænt vinarbeiðni frá henni. Að sjálfsögðu reyndi ég að spila mig fjarlægan og dularfullan með því að leyfa henni að eiga fyrsta orðið. Ég hélt hins vegar út í sirka fimm mínútur og var búinn að segja „hæ“ áður en hún gat smellt á „turn on chat“. Það sem gerðist svo hefði alveg eins getað gerst árið 1975: Ég bauð henni út í ís, við fórum til New York, lifðum það af og núna liggur hún inni í svefnherberginu okkar og hrýtur. Lífá jörðinni hefur þróast mikið frá því að við kynntumst árið 2013. Í dag notar ungt fólk nefnilega allt aðrar aðferðir til að kynnast: Appið Tinder. Það er einfalt. Notendur byrja á að skrá sig inn í gegnum Facebook. Appið keyrir svo saman upplýsingar notendanna, raðar þeim upp eftir áhugasviðum ásamt því að nota GPS til að reikna út fjarlægðina á milli þeirra (án gríns). Notendur fletta svo í gegnum aðra notendur sem deila áhugamálum ásamt því að vera í hæfilegri fjarlægð og samþykkja þá eða hafna. Ef tveir notendur samþykkja hvor annan leiðir appið þá saman sjálfkrafa. Semsagt. Tæpu ári eftir að ég bauð stelpu út í ís, eins og hver annar Neanderdalsmaður, er búið að stytta leiðina niður í app sem virkar eins og Dominos-appið, nema með kynlíf í staðinn fyrir pitsur. Þetta er í raun fyrsta byltingin á sviði netstefnumóta því Ircið, MSN, Myspace og Facebook létu notandann sjá um skítverkin. Með hjálp Tinder hefur fyrsta og erfiðasta skrefinu verið eytt og gratt fólk þarf þannig séð ekki lengur að nota orð. Nú vantar bara einhvers konar smokkaapp því þetta Evrópumet í klamydíu haggast ekki ef fólk fer alltaf berfætt út í rigninguna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Atli Fannar Bjarkason Mest lesið Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason Skoðun
Ég hitti kærustuna mína í fyrsta skipti í raunheimum. Hún kom í vísindaferð í þáverandi vinnuna mína og ég addaði henni á Facebook daginn eftir. Hún samþykkti reyndar ekki vinarbeiðnina og nokkrum vikum síðar dró ég beiðnina til baka. Nokkru síðar fékk ég óvænt vinarbeiðni frá henni. Að sjálfsögðu reyndi ég að spila mig fjarlægan og dularfullan með því að leyfa henni að eiga fyrsta orðið. Ég hélt hins vegar út í sirka fimm mínútur og var búinn að segja „hæ“ áður en hún gat smellt á „turn on chat“. Það sem gerðist svo hefði alveg eins getað gerst árið 1975: Ég bauð henni út í ís, við fórum til New York, lifðum það af og núna liggur hún inni í svefnherberginu okkar og hrýtur. Lífá jörðinni hefur þróast mikið frá því að við kynntumst árið 2013. Í dag notar ungt fólk nefnilega allt aðrar aðferðir til að kynnast: Appið Tinder. Það er einfalt. Notendur byrja á að skrá sig inn í gegnum Facebook. Appið keyrir svo saman upplýsingar notendanna, raðar þeim upp eftir áhugasviðum ásamt því að nota GPS til að reikna út fjarlægðina á milli þeirra (án gríns). Notendur fletta svo í gegnum aðra notendur sem deila áhugamálum ásamt því að vera í hæfilegri fjarlægð og samþykkja þá eða hafna. Ef tveir notendur samþykkja hvor annan leiðir appið þá saman sjálfkrafa. Semsagt. Tæpu ári eftir að ég bauð stelpu út í ís, eins og hver annar Neanderdalsmaður, er búið að stytta leiðina niður í app sem virkar eins og Dominos-appið, nema með kynlíf í staðinn fyrir pitsur. Þetta er í raun fyrsta byltingin á sviði netstefnumóta því Ircið, MSN, Myspace og Facebook létu notandann sjá um skítverkin. Með hjálp Tinder hefur fyrsta og erfiðasta skrefinu verið eytt og gratt fólk þarf þannig séð ekki lengur að nota orð. Nú vantar bara einhvers konar smokkaapp því þetta Evrópumet í klamydíu haggast ekki ef fólk fer alltaf berfætt út í rigninguna.