Framleiðendastjórn ÓLafur Þ. Stephensen skrifar 15. maí 2014 06:30 Í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti, var í gær sagt frá því að landbúnaðarráðuneytið hefði enn á ný brugðizt hratt og vel við óskum framleiðenda í landbúnaði og gefið út opinn tollkvóta á lífrænni mjólk að beiðni Mjólkurbúsins KÚ. Ástæðan er að skortur er innanlands á lífrænni mjólk, sem mjólkurbúið notar við framleiðslu á osti. Þetta er sambærilegt við það þegar gefinn var út kvóti fyrir jólin svo að Mjólkursamsalan gæti flutt inn smjör, af því að skortur var á rjóma á innanlandsmarkaði. Myndin sem teiknast upp er alveg skýr; ef innflutningsfyrirtæki óska eftir því að fá tollkvóta á lægri tolli vegna skorts á búvörum innanlands, til að geta boðið neytendum betra vöruúrval og lægra verð, er það voða erfitt fyrir ráðuneytið, sem að lokum segir bara nei. Ef hins vegar hagsmunaaðilar í landbúnaði þurfa á tollkvóta að halda til að geta haldið áfram framleiðslu, er það afgreitt í hvelli. Félag atvinnurekenda gagnrýnir þessa ákvörðun á grundvelli þess að ekki sé eins farið með mismunandi umsóknir um innflutningskvóta á lægri tolli vegna skorts á vörunni innanlands. Hagar sóttu í febrúar um opinn tollkvóta fyrir osta úr mjólk sem ekki er til á Íslandi og fyrir lífrænan kjúkling, sem líka er ófáanlegur innanlands. Fyrirtækið fékk þá þvert nei. „Það er aldrei traustvekjandi þegar tvö sambærileg mál fá ósambærilega meðferð. Í öðru tilfellinu er brugðist við skorti með því að opna fyrir innflutning en í hinu er neytendum gefið langt nef og þeim sagt að borða eitthvað annað og þá helst eitthvað íslenskt,“ sagði Björg Ásta Þórðardóttir, lögfræðingur hjá FA, í Markaðnum í gær. Á þessu máli er önnur hlið; tollverndinni er í orði kveðnu haldið uppi meðal annars vegna fæðuöryggissjónarmiða; til að tryggja að Ísland sé sjálfu sér nógt um mat. En þegar innlendir framleiðendur bregðast ekki við þörfum markaðarins og varan er ekki til, kemur kerfið í veg fyrir að hægt sé að flytja hana inn á viðráðanlegu verði. Þannig er hvatinn til að gera betur, til dæmis með því að framleiða lífrænan kjúkling, enginn. Er það fæðuöryggi? Þessi afstaða landbúnaðarkerfisins á samt ekki að koma á óvart. Áratugum saman hafa landbúnaðarráðherrar, sama úr hvaða flokki þau koma, svínað markvisst á neytendum í þágu framleiðenda við ákvarðanir um tolla á landbúnaðarvörum. Í febrúar skipaði Sigurður Ingi Jóhannsson ráðherra starfshóp um tollamál í landbúnaði, þar sem bændur og framleiðendur á þeirra vegum áttu þrjá fulltrúa og launþegasamtök tvo, en Neytendasamtökin engan og innflytjendur engan. Eftir að þetta var gagnrýnt fengu samtök innflutningsfyrirtækja fulltrúa í hópnum, en Neytendasamtökin fengu eftir mikinn eftirrekstur bréf þann 6. maí um að þau ættu ekkert erindi í þennan starfshóp. „Stjórn Neytendasamtakanna getur með engu móti fallist á að launþegasamtök, bændasamtök og atvinnurekendur í starfshópnum gæti hagsmuna neytenda sérstaklega. Verður því að túlka svarið sem svo að ráðherra telji að endurskoðun á tollalöggjöf á sviði landbúnaðar komi neytendum ekkert við,“ skrifaði Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, í grein í Fréttablaðinu á laugardaginn. Það verður sögulegt þegar ríkisstjórn sezt að völdum á Íslandi sem gætir hagsmuna neytenda gagnvart ónýtu og alltof dýru landbúnaðarkerfi. Þessi stjórn ætlar augljóslega ekki að marka nein slík tímamót. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun
Í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti, var í gær sagt frá því að landbúnaðarráðuneytið hefði enn á ný brugðizt hratt og vel við óskum framleiðenda í landbúnaði og gefið út opinn tollkvóta á lífrænni mjólk að beiðni Mjólkurbúsins KÚ. Ástæðan er að skortur er innanlands á lífrænni mjólk, sem mjólkurbúið notar við framleiðslu á osti. Þetta er sambærilegt við það þegar gefinn var út kvóti fyrir jólin svo að Mjólkursamsalan gæti flutt inn smjör, af því að skortur var á rjóma á innanlandsmarkaði. Myndin sem teiknast upp er alveg skýr; ef innflutningsfyrirtæki óska eftir því að fá tollkvóta á lægri tolli vegna skorts á búvörum innanlands, til að geta boðið neytendum betra vöruúrval og lægra verð, er það voða erfitt fyrir ráðuneytið, sem að lokum segir bara nei. Ef hins vegar hagsmunaaðilar í landbúnaði þurfa á tollkvóta að halda til að geta haldið áfram framleiðslu, er það afgreitt í hvelli. Félag atvinnurekenda gagnrýnir þessa ákvörðun á grundvelli þess að ekki sé eins farið með mismunandi umsóknir um innflutningskvóta á lægri tolli vegna skorts á vörunni innanlands. Hagar sóttu í febrúar um opinn tollkvóta fyrir osta úr mjólk sem ekki er til á Íslandi og fyrir lífrænan kjúkling, sem líka er ófáanlegur innanlands. Fyrirtækið fékk þá þvert nei. „Það er aldrei traustvekjandi þegar tvö sambærileg mál fá ósambærilega meðferð. Í öðru tilfellinu er brugðist við skorti með því að opna fyrir innflutning en í hinu er neytendum gefið langt nef og þeim sagt að borða eitthvað annað og þá helst eitthvað íslenskt,“ sagði Björg Ásta Þórðardóttir, lögfræðingur hjá FA, í Markaðnum í gær. Á þessu máli er önnur hlið; tollverndinni er í orði kveðnu haldið uppi meðal annars vegna fæðuöryggissjónarmiða; til að tryggja að Ísland sé sjálfu sér nógt um mat. En þegar innlendir framleiðendur bregðast ekki við þörfum markaðarins og varan er ekki til, kemur kerfið í veg fyrir að hægt sé að flytja hana inn á viðráðanlegu verði. Þannig er hvatinn til að gera betur, til dæmis með því að framleiða lífrænan kjúkling, enginn. Er það fæðuöryggi? Þessi afstaða landbúnaðarkerfisins á samt ekki að koma á óvart. Áratugum saman hafa landbúnaðarráðherrar, sama úr hvaða flokki þau koma, svínað markvisst á neytendum í þágu framleiðenda við ákvarðanir um tolla á landbúnaðarvörum. Í febrúar skipaði Sigurður Ingi Jóhannsson ráðherra starfshóp um tollamál í landbúnaði, þar sem bændur og framleiðendur á þeirra vegum áttu þrjá fulltrúa og launþegasamtök tvo, en Neytendasamtökin engan og innflytjendur engan. Eftir að þetta var gagnrýnt fengu samtök innflutningsfyrirtækja fulltrúa í hópnum, en Neytendasamtökin fengu eftir mikinn eftirrekstur bréf þann 6. maí um að þau ættu ekkert erindi í þennan starfshóp. „Stjórn Neytendasamtakanna getur með engu móti fallist á að launþegasamtök, bændasamtök og atvinnurekendur í starfshópnum gæti hagsmuna neytenda sérstaklega. Verður því að túlka svarið sem svo að ráðherra telji að endurskoðun á tollalöggjöf á sviði landbúnaðar komi neytendum ekkert við,“ skrifaði Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, í grein í Fréttablaðinu á laugardaginn. Það verður sögulegt þegar ríkisstjórn sezt að völdum á Íslandi sem gætir hagsmuna neytenda gagnvart ónýtu og alltof dýru landbúnaðarkerfi. Þessi stjórn ætlar augljóslega ekki að marka nein slík tímamót.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun