Eldgos á Reykjanesskaga

Eldgos á Reykjanesskaga

Hrina eldgosa á Reykjanesskaga hófst í mars 2021 í Geldingadölum. Það níunda varð norðan Grindavíkur í ágúst 2024.

Fréttamynd

Grindvíkingurinn er maður ársins

Maður ársins hjá fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, er Grindvíkingurinn. Valið var ekki erfitt að þessu sinni. Hver og einn íbúi bæjarins á hlutdeild í útnefningunni.

Innlent
Fréttamynd

Lokun Bláa lónsins fram­lengd

Lokun Bláa lónsins sem tók gildi í kjölfar eldgossins við Sundhnúkagíga þann 18. desember síðastliðinn hefur verið framlengd til 3. janúar. Þetta kemur fram í tilkynningu á heimasíðu Bláa lónsins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ein­stæð móðir rukkuð um tvö­falda leigu

Kolbrún Jónsdóttir, einstæð móðir, hefur verið rukkuð um leigu janúarmánaðar fyrir íbúð sína í Grindavík. Líkt og aðrir íbúar bæjarins fór hún úr bænum þegar hann var rýmdur þann tíunda nóvember, en síðan hefur hún byrjað að leigja íbúð í Hafnarfirði. Hún situr því uppi með tvær rukkanir fyrir leigu í næsta mánuði.

Innlent
Fréttamynd

Svona mun varnargarðurinn við Grinda­vík líta út

Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra, hefur tilkynnt að ráðist verði í fyrsta áfanga varnargarða við Grindavík og er undirbúningur framkvæmdanna þegar hafin. Gert er ráð fyrir að garðurinn verði um 7 km að lengd og að hann muni liggja að mestu í hápunktum í landinu ofan og umhverfis Grindavík.

Innlent
Fréttamynd

Fannar þakkar fyrir skjót við­brögð

Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra tilkynnti að loknum ríkisstjórnarfundi að samhugur væri í ríkisstjórninni varðandi byggingu varnargarða við Grindavík og að undirbúningur hans væri þegar hafinn. Fannar Jónsson, bæjarstjóri í Grindavík, segir þetta vera ánægjulegar fréttir.

Innlent
Fréttamynd

Breytt hætta í Grinda­vík vegna mögu­legs hraunflæðis

Veðurstofan hefur gefið út uppfært hættumatskort sem er byggt á samtúlkun gagna á samráðsfundi vísindafólks sem var haldinn var í morgun, en mat á hættustigi innan svæðanna er óbreytt frá því síðast. Hins vegar hefur þó verið gerð breyting á þeim hættum sem eru mögulegar innan Grindavíkur. Þar hafa bæst við hættur vegna hugsanlegs hraunflæðis og gasmengunar.

Innlent
Fréttamynd

Koma upp nýju verk­lagi á lokunar­póstum

Lögregla á Suðurnesjum hefur tekið upp nýtt verklag á lokunarpóstum til Grindavíkur og þurfa þeir sem vilja komast í bæinn nú að gefa upp kennitölu, auk þess að bílnúmer er sérstaklega skráð niður.

Innlent
Fréttamynd

Nýjar sprungur í Grindavíkurvegi

Nýjar sprungur hafa myndast í Grindavíkurvegi, í nýrri viðgerð nærri Svartsengi. Vegagerðin segir talsverðan mun á veginum í dag miðað við í gær.

Innlent
Fréttamynd

Smáaurar í öllu sam­hengi

Kostnaður við uppbyggingu varnargarða norðan við Grindavíkurbæ er smáaurar miðað við þau verðmæti sem garðarnir verja að sögn bæjarstjóra Grindavíkur. Það sé mikilvægt fyrir þjóðarbúið að ráðist verði í uppbyggingu garðanna sem fyrst.

Innlent
Fréttamynd

Þraut­seigja Grind­víkinga

Föstudagskvöldið 10. nóvember var heilt bæjarfélag rýmt í skyndi eftir stanslausa skjálftahrinu. Eldgosið á Reykjanesskaga varði sögulega stutt og íbúar Grindavíkur vita lítið sem ekkert um framhaldið.

Innlent
Fréttamynd

Altjón við Víkurbraut þar sem boltar renna eftir gólfinu

Sigurður Óli Þórleifsson íbúi í Grindavík sýndi fréttamönnum TV2 í Noregi stöðuna á húsinu sínu við Víkurbraut í Grindavík á dögunum. Gólfið hallar svo mikið að boltar rúlla eftir því. Um er að ræða altjón samkvæmt Náttúruhamfaratryggingum Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Einn fárra sem heldur upp á jólin í Grinda­vík

Grindvíkingur sem ætlar að halda jól í bænum segir ekkert annað hafa verið í stöðunni en að fara heim um jólin. Síðustu dagar hafi verið algjör rússíbanareið. Fjölskyldan verður ein fárra sem dvelur í Grindavík um hátíðarnar eftir að bærinn var opnaður að fullu í gær.

Innlent
Fréttamynd

Ætlar ekki að gista í Grinda­vík

Landris við Svartsengi mun líklegast ná sömu hæð og fyrir gos eftir tvær til þrjár vikur. Bæjarstjóri Grindavíkur segir það vonbrigði að það gæti byrjað að gjósa á ný nærri bænum. Hann telur að fáir muni gista í Grindavík yfir hátíðarnar. 

Innlent
Fréttamynd

Í sömu hæð aftur eftir tvær til þrjár vikur

Landris heldur áfram við Svartsengi eftir að eldgosinu við Sundhnjúka lauk á dögunum. Það seig aftur á meðan á eldgosinu stóð en verður líklega aftur komið í sömu hæð eftir tvær til þrjár vikur.

Innlent
Fréttamynd

„Það rýmdi enginn Reykja­hlíð á sínum tíma“

Prófessor í eldfjallafræði segir það góða ákvörðun að leyfa Grindvíkingum að gista í bænum, nú þegar gosvirkni virðist hafa færst annað. Hann segir líkur á gosi fara vaxandi með auknu landrisi og telur tvær vikur í að það nái sömu hæð og það náði fyrir síðasta gos.

Innlent