Innlent

Grind­víkingar „eins og inn­flytj­endur í eigin landi“

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Hún segir að sem innflytjandi finni hún mikið til með Grindvíkingum.
Hún segir að sem innflytjandi finni hún mikið til með Grindvíkingum. Stöð 2

Hún Cortina frá Rúmeníu var komin upp að gosstöðvunum snemma í morgun þar sem hún á frí í vinnunni í dag. Hún segist finna til með Grindvíkingum sem innflytjenda og segir þá vera orðna eins konar innflytjenda í eigin landi.

Hún segir að þetta sé undur af náttúrunnar hendi en líkt og með svo mörg undur af náttúrunnar hendi sé það alltaf eins og hryllingsmynd þegar hún minnir á sig.

„Náttúruundur, Ísland. Það er það sem ég hef að segja um Ísland, náttúruundur. En á sama tíma eru þetta hamfarir. Þetta er eins konar hryllingsmynd fyrir þau sem eiga heima í Grindavík,“ segir Cortina.

Búsett í Kópavogi segist hún hafa brunað af stað um leið og hún varð vör við að eldgos væri hafið. Hún segist ekki vita hvort hún geti gert sér leið þangað aftur þannig um að gera að nýta tækifærið.

„Við biðjum fyrir þeim“

Hún hafi farið að gosstöðvarnar þegar gaus í Fagradalsfjalli og Meradölum en að hún hafi ekki komist að Litla-Hrúti þar sem hann var svo langt í burtu frá alfaraleið.

Cortina segist hafa hugsað mikið um Grindvíkinga undanfarna daga.

„Ég held að þau okkur alltaf hugarefni og við biðjum fyrir þeim. Ég er innflytjandi. Ég fór frá heimalandi mínu, ég fór frá heimili mínu og fjölskyldu. Það er ekki alveg eins en þau eru eins konar innflytjendur í eigin landi. Þau þurftu að yfirgefa heimili sín og allar eignir til að fara eitthvað annað. Auðvitað hugsa ég um þau,“ segir hún.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×