Innlent

„Þetta virðist ekki vera jafn­mikill ofsi“

Árni Sæberg skrifar
Kristín Jónsdóttir er hópstjóri náttúruvár hjá Veðurstofu Íslands.
Kristín Jónsdóttir er hópstjóri náttúruvár hjá Veðurstofu Íslands. Vísir/Vilhelm

Hópstjóri náttúruvár hjá Veðurstofu Íslands segir yfirstandandi eldgos vera minna en það síðasta. Hluti hraunsins renni innan varnargarða við Grindavík en meirihluti þess renni í suðvestur, „réttu megin“ við garðana.

„Hraun úr stærstum hluta af gossprungunni rennur til suðurs og til vesturs meðfram og réttu megin við varnargarðana. En auðvitað ef þetta heldur áfram þá stefnir hraunið í átt að Grindavík,“ segir Kristín Jónsdóttir í samtali við Vísi.

Hún segir að magn hraunflæðis úr gossprungunni hafi ekki enn verið staðfest. Fyrstu tölur frá jarðvísindamönnum í morgun bentu til þess að hraunflæðið væri um hundrað rúmmetrar á sekúndu. Í gosinu sem hófst 18. desember síðastliðinn var hraunflæði allt að 300 rúmmetrar á sekúndu.

„Þetta er ekki alveg jafnlöng sprunga og þá þannig að þetta virðist ekki vera jafnmikill ofsi.“

Byggðin í hættu

Kristín segir að byggð í Grindavík sé í hættu. Grindvíkingar og viðbragðsaðilar hafi fengið ágætan fyrirvara áður en eldgosið hófst klukkan 07:57 í morgun.

„Það var mikil skjálftavirkni í aðdragandanum og okkar viðvörunarkerfi stóðst og það var hægt að kalla í almannavarnir og vísindafólk. Allt kerfið brást í rauninni mjög hratt við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×