Innlent

„Þetta hraun mun því miður flæða hratt í átt að nyrstu byggð“

Árni Sæberg og Bjarki Sigurðsson skrifa
Kristín Jónsdóttir er náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni.
Kristín Jónsdóttir er náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni. Vísir/Vilhelm

Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvár hjá Veðurstofu Íslands, segir aðeins fimmtíu til hundrað metra í nyrstu byggð í Grindavík frá sprungunni sem opnaðist innan varnargarða skömmu eftir klukkan 12.

Hún segir nýju sprunguna sýna fram á það hversu grunnt er niður á kviku við og undir bænum. Ljóst sé að full ástæða var til þess að rýma bæinn í nótt. „Hlutirnir gerast hratt og þetta hraun mun því miður flæða hratt í átt að nyrstu byggð.“

Nýja sprungan sé framhald á sprungunni sem opnaðist klukkan 07:57, en hún telst framhald af sprungunni sem opnaðist þann 18. desember.

Þá segir hún að sprungan sé um það bil eitt hundrað metra löng og að krafturinn í henni sé svipaður og í hinni sprungunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×