Innlent

Al­manna­varnir boða til upplýsingafundar

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Upplýsingafundinum verður streymt í beinni á Vísi.
Upplýsingafundinum verður streymt í beinni á Vísi. Vísir/Arnar

Upplýsingafundur almannavarna verður haldinn klukkan 19:00 í dag og fer fram í Skógarhlíðinni.

Í tilkynningu um fundinn kemur fram að samhæfingarstöð almannavarna hafi verið virkjuð vegna yfirvofandi eldgoss nærri Grindavík sem hófst svo skömmu fyrir klukkan átta í morgun. Neyðarstigi almannavarna hefur verið lýst yfir.

Víðir Reynisson sviðsstjóri almannavarna mun stýra fundinum og á honum verður farið yfir atburði dagsins. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra verður á fundinum ásamt fulltrúa frá Veðurstofu Íslands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×