Dómsmál

Dómsmál

Fréttir af málum sem rata fyrir dómstóla.

Fréttamynd

Vill 85 milljónir í bætur vegna frelsissviptingar föður síns

Arnar Þór Vatnsdal, blóðsonur Tryggva Rúnars Leifssonar, hefur farið fram á 85 milljónir króna í miskabætur frá ríkinu vegna ólögmætrar frelsissviptingar föður síns. Kröfuna byggir hann á nýjum lögum um heimild forsætisráðherra til að greiða bætur vegna sýknu í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu.

Innlent
Fréttamynd

Stuðningsfulltrúinn dæmdur í fimm ára fangelsi

Fyrrverandi stuðningsfulltrúi hjá Barnavernd Reykjavíkur var í gær dæmdur í fimm ára fangelsi af Landsrétti fyrir kynferðisbrot. Hann var ákærður fyrir að hafa brotið á fjórum börnum og einum ungum pilti en var sýknaður fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.

Innlent
Fréttamynd

Íslenska ríkið braut ekki á Carli vegna hatursorðræðudóms

Mannréttindadómstóll Evrópu hefur vísað frá máli Carls Jóhanns Lilliendahl gegn íslenska ríkinu. Hann taldi íslenska ríkið hafa brotið á mannréttindum sínum er hann var sakfelldur fyrir hatursorðræðu. Dómstólinn telur að ummæli Carls hafi falið í sér hatursorðræðu.

Innlent
Fréttamynd

Dæmdur í 238 milljóna sekt fyrir skatt- og skilasvik

Landsréttur staðfesti tveggja ára skilorðsbundinn fangelsisdóm og 238 milljóna króna sekt yfir Ágústi Alfreð Snæbjörnssyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra lithásks verktakafyrirtækis, fyrir skatt- og skilavik í gær. Fyrri stjórnandi annars verktakafélags sem Ágúst Alfreð stýrði var sýknaður af ákæru um hlutdeild í brotum.

Innlent
Fréttamynd

Þórhallur „miðill“ í 18 mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot

Landsréttur staðfesti í dag átján mánaða fangelsisdóm yfir Þórhalli „miðli“ Guðmundssyni vegna kynferðisbrots gegn skjólstæðingi sem kom til hans í heilunarmeðferð fyrir tíu árum. Þórhallur neitaði allri sök í málinu en tekið var tillit til hversu langan tíma málið dróst þegar refsing hans var ákvörðuð.

Innlent
Fréttamynd

Laganna vörður hafði betur gegn Verði

Tryggingafélagið Vörður var í gær dæmt af Héraðsdómi Reykjavíkur til að greiða lögreglumanni bætur eftir að hann slasaðist við störf sín í október árið 2014 þegar ekið var í veg fyrir lögreglubifreið sem hann ók.

Innlent
Fréttamynd

Lagði VÍS í bumbuboltabaráttu

Karlmaður á fimmtugsaldri hafði betur í baráttu við Vátryggingafélag Íslands sem neitaði að viðurkenna bótaskyldu eftir slys í hádegiskörfubolta vinnufélaga í febrúar 2018. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær.

Innlent
Fréttamynd

Mál Elínar og Sigurjóns fara aftur fyrir Hæstarétt

Hæstiréttur hefur hafnað frávísunarkröfu ákæruvaldsins varðandi endurupptöku mála þeirra Sigurjóns Þ. Árnasonar, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, og Elínar Sigfúsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs bankans.

Innlent
Fréttamynd

Dæmdur fyrir stór­fellt brot gegn barns­móður sinni

„Segðu henni að vera ekki með þetta fokking kjaftæði. Það er ekki ég sem er að eyðileggja þetta allt það er hún, ha. Og hún skal bara fokking koma með drengina í dag eða ég fokking stúta henni, ég er ekki að fokking djóka,“ var meðal þess sem maðurinn sagði í símtali við vinkonu brotaþola.

Innlent