Dómsmál

Dómsmál

Fréttir af málum sem rata fyrir dómstóla.

Fréttamynd

Ragnheiður Elín þarf ekki að fella aspirnar á Arnarnesi

Héraðsdómur Reykjaness hefur sýknað Ragnheiði Elínu Clausen, fyrrum sjónvarpsþulu til margra ára, í máli sem nágrannar hennar á Arnarnesi í Garðabæ höfðuðu gegn henni vegna tveggja stórra aspa og annars gróðurs á lóð hennar sem þau telja skerða útsýni þeirra úr fasteign sinni.

Innlent
Fréttamynd

Krafa um flýtimeðferð á borði Símonar dómstjóra

Lögmaður egypsku Khedr-fjölskyldunnar lagði í dag fram stefnu og beiðni um flýtimeðferð í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir hönd egypsku fjölskyldunnar. Þetta staðfestir lögmaðurinn Magnús Davíð Norðdahl í samtali við Vísi.

Innlent
Fréttamynd

Bóta­kröfur vegna brunans hlaupi á tugum milljóna

Bæði þau sem urðu fyrir líkams- eða eignatjóni vegna brunans á Bræðraborgarstíg í sumar og aðstandendur þeirra þriggja sem létust hafa farið fram á skaða- eða miskabætur frá manninum sem hefur nú verið ákærður fyrir að valda brunanum.

Innlent
Fréttamynd

Talinn hafa þrengt að hálsi eiginkonu sinnar sem lést

Karlmaður á sextugsaldri, sem hefur verið ákærður fyrir manndráp með því að hafa banað eiginkonu sinni á heimili þeirra í Sandgerði í lok mars, er talinn hafa þrengt svo að hálsi hennar að hún lést af völdum köfnunar.

Innlent
Fréttamynd

Hótaði að drepa Kamillu og fjöl­skyldu hennar ef hún færi

Kamilla Ívarsdóttir hefur þurft að þola gróft ofbeldi af hendi fyrrverandi kærasta síns. Hann var í mars á þessu dæmdur í 12 mánaða fangelsi fyrir fólskulega líkamsárás á hana í október síðastliðinn. Kamilla var þá 17 ára. Hún hefur nú kært hann fyrir aðra árás.

Innlent
Fréttamynd

131 milljón króna til Jóns Óttars

Af þeim 306 milljónum króna sem Samherji krefst þess að Seðlabanki Íslands greiði fyrirtækinu í skaðabætur vegna kostnaðar sem féll til við rannsókns bankans á Samherja eru rúmlega 130 milljónir vegna launa til Jóns Óttars Ólafssonar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Segir Bryndísi hafa beðist fyrirgefningar á atvikinu

Kona sem kærði Jón Baldvin Hannibalsson fyrrverandi utanríkisráðherra fyrir kynferðisbrot segir að eiginkona hans hafi beðið fyrirgefningar á atvikinu á sínum tíma. Lögmaður Jóns Baldvins segir að ásakanirnar eigi ekki við rök að styðjast.

Innlent
Fréttamynd

Harma að gerðardómur hafi ekki leiðrétt launin

Rúmlega milljarður króna sem gerðardómur ákvað að ríkið skuli fá heilbrigðisstofnunum til að bæta kjör hjúkrunarfræðinga dugar ekki til að leiðrétta launin til samræmis við viðmiðunarstéttir að mati stjórnar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.

Innlent