Nauðgaði samstarfskonu sem hafði búið um hann á sófanum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. mars 2021 16:59 Dómur var kveðinn upp í Landsrétti í dag. Vísir/Vilhelm Þröstur Thorarensen, þrítugur karlmaður, hefur verið dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir nauðgun. Þá var honum gert að greiða fórnarlambinu tvær milljónir króna í miskabætur. Landsréttur staðfesti með öllu fyrri dóm yfir Þresti úr héraði. Þröstur var dæmdur fyrir að nauðga konu í apríl 2016. Þar hefði hann haft samræði við konu þar sem hún lá sofandi í rúminu sínu. Hún hefði ekki getað spornað við samræðinu sökum svefndrunga og ölvunar. Þá hefði Þröstur beitt konuna ólögmætri nauðung eftir að hún vaknaði og meðal annars haft samfarir við hana í endaþarm án samþykkis, meðal annars með því að halda henni fastri. Málið var kært sumarið 2019 eða þremur árum eftir að nauðgunin átti sér stað. Konan lýsti því að hafa farið í starfsmannagleði á nýjum stað og boðið Þresti gistingu að henni lokinni þar sem hann þyrfti langan veg að fara. Hún hefði búið um hann í sófanum en sjálf farið að sofa. Svo hefði hún vaknað við að hann var að hafa við hana samræði um leggöng. Hún hefði beðið hann um að hætta en það hefði hann ekki gert. Þau unnu áfram saman á vinnustað eftir nauðgunina. Henni hefði liðið illa en ekki ákveðið að kæra fyrr en Þröstur höfðaði mál á hendur henni. Þá höfðu skapast umræður í hóp á Facebook um Þröst þar sem hann var sakaður um kynferðisbrot. Leiddu ásakanirnar til þess að Þresti var sagt upp störfum. Í desember 2017 ákvað konan að tilkynna málið til lögreglu ef hún skyldi síðar ákveða að kæra. Sem hún og gerði. Landsréttur mat það svo að brotaþoli hefði frá upphafi verið samkvæm sjálfri sér. Trúverðugur framburður hennar fengi stoð í framburði vitna og vottorðum sem renndu stoðum undir það að atvikið hefði valdið henni mikilli vanlíðan. Aftur á móti væri framburður Þrastar um að kynmökin hefðu átt sér stað með samþykki hennar metinn ótrúverðugur, enda samræmist hann síður atvikum málsins eins og þau teldust sönnuð eða óumdeild. Var framburður konunnar því lagður til grundvallar og dæmt í málinu. Dóm Landsréttar má lesa hér Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Þröstur var dæmdur fyrir að nauðga konu í apríl 2016. Þar hefði hann haft samræði við konu þar sem hún lá sofandi í rúminu sínu. Hún hefði ekki getað spornað við samræðinu sökum svefndrunga og ölvunar. Þá hefði Þröstur beitt konuna ólögmætri nauðung eftir að hún vaknaði og meðal annars haft samfarir við hana í endaþarm án samþykkis, meðal annars með því að halda henni fastri. Málið var kært sumarið 2019 eða þremur árum eftir að nauðgunin átti sér stað. Konan lýsti því að hafa farið í starfsmannagleði á nýjum stað og boðið Þresti gistingu að henni lokinni þar sem hann þyrfti langan veg að fara. Hún hefði búið um hann í sófanum en sjálf farið að sofa. Svo hefði hún vaknað við að hann var að hafa við hana samræði um leggöng. Hún hefði beðið hann um að hætta en það hefði hann ekki gert. Þau unnu áfram saman á vinnustað eftir nauðgunina. Henni hefði liðið illa en ekki ákveðið að kæra fyrr en Þröstur höfðaði mál á hendur henni. Þá höfðu skapast umræður í hóp á Facebook um Þröst þar sem hann var sakaður um kynferðisbrot. Leiddu ásakanirnar til þess að Þresti var sagt upp störfum. Í desember 2017 ákvað konan að tilkynna málið til lögreglu ef hún skyldi síðar ákveða að kæra. Sem hún og gerði. Landsréttur mat það svo að brotaþoli hefði frá upphafi verið samkvæm sjálfri sér. Trúverðugur framburður hennar fengi stoð í framburði vitna og vottorðum sem renndu stoðum undir það að atvikið hefði valdið henni mikilli vanlíðan. Aftur á móti væri framburður Þrastar um að kynmökin hefðu átt sér stað með samþykki hennar metinn ótrúverðugur, enda samræmist hann síður atvikum málsins eins og þau teldust sönnuð eða óumdeild. Var framburður konunnar því lagður til grundvallar og dæmt í málinu. Dóm Landsréttar má lesa hér
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira