Beitti barnsmóður sína ofbeldi er hún hélt á níu mánaða syni þeirra Sylvía Hall skrifar 19. mars 2021 17:56 Landsréttur staðfesti fangelsisdóm yfir manninum í dag. Vísir/Vilhelm Landsréttur staðfesti í dag átján mánaða fangelsisdóm Héraðsdóms Norðurlands eystra yfir karlmanni sem réðst á barnsmóður sína í október árið 2018. Maðurinn var meðal annars fundinn sekur um brot í nánu sambandi, brot gegn barninu sem og umferðarlagabrot. Maðurinn hafði kynnst konunni seinni hluta ársins 2016 og eignuðust þau barn saman í lok árs 2017. Á meðan sambandi þeirra stóð hafi þau oft rifist, einna helst eftir að maðurinn sakaði hana um framhjáhald eða kenndi henni um að ekki hafi verið til kannabis. Í eitt skipti, þegar hún gekk með barn þeirra, maðurinn grýtt glasi í átt að konunni með þeim afleiðingum að það fór í vegg og splundraðist. Hlaut konan marga skurði á og í kringum hægra eyra en þau sammæltust um að leyna málsatvikum fyrir heilbrigðisstarfsmönnum. Ofbeldisbrot en ekki brot í nánu sambandi Konan sleit sambandi sínu við manninn snemma árs 2018 en hann flutti til hennar um haustið til þess að aðstoða hana við að annast barn þeirra. Mánuði eftir að hann flutti inn hafi hann ráðist að henni, kýlt hana í síðuna hægra megin, sparkað í hægri mjöðm og hrækt framan í hana á meðan hún hélt á níu mánaða syni þeirra í fanginu. Var hann dæmdur fyrir brotið gegn konunni sem og brot gegn barninu, með því að hafa sýnt af sér vanvirðandi háttsemi. Ólíkt héraðsdómi taldi Landsréttur þó brotið ekki falla undir ákvæði hegningarlaga um brot í nánu sambandi, þar sem ekki þótti sýnt fram á að ákærði hefði orðið uppvís að háttsemi sem hafi staðið yfir í lengri eða skemmri tíma þannig að viðvarandi ógnarástand hafi skapast líkt og ákvæðið tilgreinir. Degi eftir árásina hafði konan leitað skjóls hjá vinum sínum. Hún kveðst hafa fengið símtal þar sem var varað við því að maðurinn væri á leiðinni og hringdu þau í neyðarlínuna. Hann hafi staðið fyrir utan og hótað að drepa þau öll. Var hann dæmdur fyrir hótanir gegn konunni vegna þessa sem og hinum íbúunum. Sömu nótt var stöðvaður af lögreglu undir áhrifum fíkniefna og sviptur ökurétti. Var refsing ákveðin átján mánuðir og maðurinn jafnframt sviptur ökurétti ævilangt. Honum var gert að greiða tæplega 2,7 milljónir í sakarkostnað. Dómsmál Heimilisofbeldi Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Maðurinn hafði kynnst konunni seinni hluta ársins 2016 og eignuðust þau barn saman í lok árs 2017. Á meðan sambandi þeirra stóð hafi þau oft rifist, einna helst eftir að maðurinn sakaði hana um framhjáhald eða kenndi henni um að ekki hafi verið til kannabis. Í eitt skipti, þegar hún gekk með barn þeirra, maðurinn grýtt glasi í átt að konunni með þeim afleiðingum að það fór í vegg og splundraðist. Hlaut konan marga skurði á og í kringum hægra eyra en þau sammæltust um að leyna málsatvikum fyrir heilbrigðisstarfsmönnum. Ofbeldisbrot en ekki brot í nánu sambandi Konan sleit sambandi sínu við manninn snemma árs 2018 en hann flutti til hennar um haustið til þess að aðstoða hana við að annast barn þeirra. Mánuði eftir að hann flutti inn hafi hann ráðist að henni, kýlt hana í síðuna hægra megin, sparkað í hægri mjöðm og hrækt framan í hana á meðan hún hélt á níu mánaða syni þeirra í fanginu. Var hann dæmdur fyrir brotið gegn konunni sem og brot gegn barninu, með því að hafa sýnt af sér vanvirðandi háttsemi. Ólíkt héraðsdómi taldi Landsréttur þó brotið ekki falla undir ákvæði hegningarlaga um brot í nánu sambandi, þar sem ekki þótti sýnt fram á að ákærði hefði orðið uppvís að háttsemi sem hafi staðið yfir í lengri eða skemmri tíma þannig að viðvarandi ógnarástand hafi skapast líkt og ákvæðið tilgreinir. Degi eftir árásina hafði konan leitað skjóls hjá vinum sínum. Hún kveðst hafa fengið símtal þar sem var varað við því að maðurinn væri á leiðinni og hringdu þau í neyðarlínuna. Hann hafi staðið fyrir utan og hótað að drepa þau öll. Var hann dæmdur fyrir hótanir gegn konunni vegna þessa sem og hinum íbúunum. Sömu nótt var stöðvaður af lögreglu undir áhrifum fíkniefna og sviptur ökurétti. Var refsing ákveðin átján mánuðir og maðurinn jafnframt sviptur ökurétti ævilangt. Honum var gert að greiða tæplega 2,7 milljónir í sakarkostnað.
Dómsmál Heimilisofbeldi Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira