Of ung til að átta sig á að hún væri í ofbeldissambandi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 27. mars 2021 13:08 Kamilla var gestur hlaðvarpsins Eigin konur. Þar ræddi hún ítarlega upplifun sína af grófu ofbeldissambandi sem hófst snemma á unglingsárum hennar. Skjáskot Kamilla Ívarsdóttir þurfti að þola gróft ofbeldi af hendi fyrrverandi kærasta síns. Hún var fyrsti gestur nýs hlaðvarpsþáttar, Eigin konur, sem er í umsjón Eddu Falak og Fjólu Sigurðardóttur. Í þættinum ræðir Kamilla ítarlega um ofbeldissamband sem hófst snemma á táningsárum hennar. Þegar fram líða stundir vill hún hjálpa konum í sömu sporum. Í hlaðvarpinu ræðir Kamilla aðdragandann að ofbeldissambandinu og hvernig hún kynntist fyrrverandi kærasta sínum í kring um 14 ára aldurinn. Maðurinn sem um ræðir var í mars á síðasta ári dæmdur í 12 mánaða fangelsi fyrir fólskulega líkamsárás á Kamillu í október 2019. Kamilla var þá 17 ára, en ofbeldismaðurinn er þremur árum eldri. Kamilla segir að ofbeldið hafi hafist um tveimur mánuðum eftir að þau byrjuðu saman. Hann hafi þá ýtt henni harkalega í jörðina, en í viðtali við Kastljós á síðasta ári greindi Kamilla frá því að atvikið hafi átt sér stað á Ljósanótt í Reykjanesbæ árið 2018. „Við hættum svo saman í einhvern tíma eftir það, tveim vikum eftir það,“ segir Kamilla. Hún segist ekki hafa áttað sig á því að um ofbeldissamband hafi verið að ræða, enda afar ung að árum. Hún segir þá að þau hafi aldrei rætt atvikið sérstaklega. „Við töluðum aldrei um þetta. Ég var ekkert að pæla í þessu og áttaði mig ekki á því að þetta væri eitthvað sem hann ætti ekki að vera að gera,“ segir Kamilla, sem kveðst lítið muna eftir atvikinu. Hún hafi löngu síðar áttað sig á alvarleika atviksins, sem var undanfari mikils ofbeldis í sambandinu, sem hún ræðir ítarlega í hlaðvarpinu. Vill nýta hræðilega reynslu til góðs Kamilla, sem nú er í endurhæfingu og vinnur í að byggja sjálfa sig upp eftir ofbeldið, segist hafa tekið stórt skref í september á síðasta ári, þegar hún ákvað að opna sig um ofbeldið sem hún hafði orðið fyrir. Í kjölfarið fór saga hennar á flug í fjölmiðlum, en Kamilla kveðst hafa verið í samskiptum við manninn eftir það. „Besta lýsingin á því hvernig þetta er með ofbeldismenn, og af hverju ég fór alltaf aftur, er að þetta er eins og alkóhólismi. Þú ert alltaf að fara að falla allavega tvisvar. Þetta er bara fíkn fyrir mér, í rauninni,“ segir Kamilla. Hún segir að það síðasta sem hún vilji gera sé að halda áfram samskiptum við manninn. „Það er það síðasta sem mig langar að gera, því ég veit að ef ég held áfram að gera þetta þá á það eftir að enda þannig að þið eruð að fara að koma í jarðarförina mína,“ segir Kamilla, sem segist alltaf vör um sig. Hún þjáist af áfallastreituröskun eftir allt sem hún hefur upplifað. „Þegar ég er búin að ná góðum bata og er komin á aðeins betri stað ætla ég að nýta mér alla þessa lífsreynslu í allt sem ég get,“ segir Kamilla. Hún vilji hjálpa öðrum konum sem lent hafi í því sama. Viðtalið úr Eigin konum við Kamillu má sjá í spilara hér ofar í fréttinni. Heimilisofbeldi Dómsmál Tengdar fréttir Tólf mánaða fangelsi fyrir lífshættulega árás á sautján ára stúlku 21 árs karlmaður hefur verið dæmdur í tólf mánaða fangelsi fyrir hótanir í garð barnsmóður sinnar annars vegar og afar grófar líkamsárásir á fyrrverandi kærustu hins vegar. 14. apríl 2020 16:52 Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila bridge“ Sjá meira
Í hlaðvarpinu ræðir Kamilla aðdragandann að ofbeldissambandinu og hvernig hún kynntist fyrrverandi kærasta sínum í kring um 14 ára aldurinn. Maðurinn sem um ræðir var í mars á síðasta ári dæmdur í 12 mánaða fangelsi fyrir fólskulega líkamsárás á Kamillu í október 2019. Kamilla var þá 17 ára, en ofbeldismaðurinn er þremur árum eldri. Kamilla segir að ofbeldið hafi hafist um tveimur mánuðum eftir að þau byrjuðu saman. Hann hafi þá ýtt henni harkalega í jörðina, en í viðtali við Kastljós á síðasta ári greindi Kamilla frá því að atvikið hafi átt sér stað á Ljósanótt í Reykjanesbæ árið 2018. „Við hættum svo saman í einhvern tíma eftir það, tveim vikum eftir það,“ segir Kamilla. Hún segist ekki hafa áttað sig á því að um ofbeldissamband hafi verið að ræða, enda afar ung að árum. Hún segir þá að þau hafi aldrei rætt atvikið sérstaklega. „Við töluðum aldrei um þetta. Ég var ekkert að pæla í þessu og áttaði mig ekki á því að þetta væri eitthvað sem hann ætti ekki að vera að gera,“ segir Kamilla, sem kveðst lítið muna eftir atvikinu. Hún hafi löngu síðar áttað sig á alvarleika atviksins, sem var undanfari mikils ofbeldis í sambandinu, sem hún ræðir ítarlega í hlaðvarpinu. Vill nýta hræðilega reynslu til góðs Kamilla, sem nú er í endurhæfingu og vinnur í að byggja sjálfa sig upp eftir ofbeldið, segist hafa tekið stórt skref í september á síðasta ári, þegar hún ákvað að opna sig um ofbeldið sem hún hafði orðið fyrir. Í kjölfarið fór saga hennar á flug í fjölmiðlum, en Kamilla kveðst hafa verið í samskiptum við manninn eftir það. „Besta lýsingin á því hvernig þetta er með ofbeldismenn, og af hverju ég fór alltaf aftur, er að þetta er eins og alkóhólismi. Þú ert alltaf að fara að falla allavega tvisvar. Þetta er bara fíkn fyrir mér, í rauninni,“ segir Kamilla. Hún segir að það síðasta sem hún vilji gera sé að halda áfram samskiptum við manninn. „Það er það síðasta sem mig langar að gera, því ég veit að ef ég held áfram að gera þetta þá á það eftir að enda þannig að þið eruð að fara að koma í jarðarförina mína,“ segir Kamilla, sem segist alltaf vör um sig. Hún þjáist af áfallastreituröskun eftir allt sem hún hefur upplifað. „Þegar ég er búin að ná góðum bata og er komin á aðeins betri stað ætla ég að nýta mér alla þessa lífsreynslu í allt sem ég get,“ segir Kamilla. Hún vilji hjálpa öðrum konum sem lent hafi í því sama. Viðtalið úr Eigin konum við Kamillu má sjá í spilara hér ofar í fréttinni.
Heimilisofbeldi Dómsmál Tengdar fréttir Tólf mánaða fangelsi fyrir lífshættulega árás á sautján ára stúlku 21 árs karlmaður hefur verið dæmdur í tólf mánaða fangelsi fyrir hótanir í garð barnsmóður sinnar annars vegar og afar grófar líkamsárásir á fyrrverandi kærustu hins vegar. 14. apríl 2020 16:52 Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila bridge“ Sjá meira
Tólf mánaða fangelsi fyrir lífshættulega árás á sautján ára stúlku 21 árs karlmaður hefur verið dæmdur í tólf mánaða fangelsi fyrir hótanir í garð barnsmóður sinnar annars vegar og afar grófar líkamsárásir á fyrrverandi kærustu hins vegar. 14. apríl 2020 16:52