Mál ferðafélagans fer aftur fyrir Landsrétt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. mars 2021 15:57 Norræna við bryggju á Seyðisfirði. Vísir/JóiK Hæstiréttur hefur ómerkt fimm ára dóm yfir Jerzy Wlodzimierz Lubaszka sem féll í Landsrétti í desember 2019. Hæstiréttur telur að Landsréttur hafi farið á svig við reglu um milliliðalausa sönnunarfærslu og því í ósamræmi við áskilnað um réttláta málsmeðferð eins og kveðið er á um í stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu. Lubaszka var dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot við annan mann í október 2017. Um var að ræða smygl á 11,5 lítrum af amfetamínbasa með Norrænu. Lubaszka var sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur í maí 2018 þar sem ekki taldist sannað að hann hefði vitað af efnunum í bílnum. Jerzy Arkadiusz Ambrozy, ferðafélagi Lubaszka, hlaut sex og hálfs árs dóm á sama tíma. Lubaszka kaus að tjá sig ekki um ákæruefnið fyrir Landsrétti en vísaði til fyrri framburðar hjá lögreglu og fyrir héraðsdómi. Hæstiréttur vísaði til þess að í ljósi þess að Lubaszka kaus ekki að tjá sig hefði eina sönnunarfærslan fyrir Landsrétti verið símaskýrsla úr héraðsdómi af lögreglumanni sem ók bifreiðinni með fíkniefnunum frá Seyðisfirði til Egilsstaða. „Þrátt fyrir þetta endurskoðaði Landsréttur sönnunargildi munnlegra framburða og komst að þeirri niðurstöðu að skýringar ákærða og meðákærða um að tilgangur ferðarinnar hefði í og með verið atvinnuleit væru mjög óljósar og ótrúverðugar,“ segir í niðurstöðu Hæstaréttar. Ófullnægjandi aðferð við sönnunarmat Þessi aðferð við sönnunarmat Landsréttar hafi brotið í bága við regluna um milliliðalausa sönnunarfærslu og því í ósamræmi við áskilnað um réttláta málsmeðferð, sbr. 1. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar og 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu. Þar sem aðferð við sönnunarmatið var að þessu leyti ófullnægjandi taldi Hæstiréttur að ómerkja ætti dóm Landsréttar og vísa málinu aftur þangað til löglegrar meðferðar. Þá benti Hæstiréttur á að Lubaszka væri saksóttur fyrir brot gegn 173. gr. a almennra hegningarlaga. Ekki yrði refsað fyrir slíkt brot nema ásetningur hafi staðið til þess enda hefði ákvæðið ekki að geyma sérstaka heimild til að refsa fyrir gáleysisbrot, sbr. 18. grein laganna. Ekkert um gáleysi í lagagreininni sem ákært var fyrir brot á Í dómi Landsréttar hafi komið fram að miðað við málsvörn Lubaszka, þess efnis að honum hefði verið alls ókunnugt um að fíkniefni væru falin í eldsneytistanki bifreiðarinnar, réðist niðurstaða málsins af mati á því hvort hann hafi „mátt vita“ eða að líklegt væri að tilgangur fararinnar til Íslands væri að flytja ólögleg fíkniefni til landsins. Jafnframt sagði í dómi Landsréttar að gögn málsins gæfu tilefni til að ætla að Lubaszka hefði hlotið að vita eða „mátt vita“ eða „mátt gera sér grein fyrir“ að fíkniefnin gætu verið falin í bifreiðinni. Þá sagði í héraðsdómi að ekkert benti til að Lubaszka hefði vitað eða „mátt vita“ að fíkniefni væru falin í bifreiðinni. Hæstiréttur taldi þessa röksemdafærsla lýta öðrum þræði að gáleysi sem grundvelli saknæmis en það ætti ekki við um brot gegn 173. gr. a almennra hegningarlaga. Dómsmál Norræna Smygl Tengdar fréttir Ferðafélaginn slapp ekki í Landsrétti og fékk fimm ár Jerzy Wlodzimierz Lubaszka var í Landsrétti í dag dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot við annan mann í október 2017. Um var að ræða smygl á 11,5 lítrum af amfetamínbasa með Norrænu. 20. desember 2019 16:36 Sex og hálft ár fyrir fíkniefnasmygl en ferðafélaginn sleppur Jerzy Arkadiusz Ambrozy, pólskur ríkisborgari á sextugsaldri, hefur verið dæmdur í sex og hálfs árs fangelsi vegna innflutnings á 11,5 lítrum af amfetamínbasa 3. maí 2018 16:17 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Hæstiréttur telur að Landsréttur hafi farið á svig við reglu um milliliðalausa sönnunarfærslu og því í ósamræmi við áskilnað um réttláta málsmeðferð eins og kveðið er á um í stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu. Lubaszka var dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot við annan mann í október 2017. Um var að ræða smygl á 11,5 lítrum af amfetamínbasa með Norrænu. Lubaszka var sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur í maí 2018 þar sem ekki taldist sannað að hann hefði vitað af efnunum í bílnum. Jerzy Arkadiusz Ambrozy, ferðafélagi Lubaszka, hlaut sex og hálfs árs dóm á sama tíma. Lubaszka kaus að tjá sig ekki um ákæruefnið fyrir Landsrétti en vísaði til fyrri framburðar hjá lögreglu og fyrir héraðsdómi. Hæstiréttur vísaði til þess að í ljósi þess að Lubaszka kaus ekki að tjá sig hefði eina sönnunarfærslan fyrir Landsrétti verið símaskýrsla úr héraðsdómi af lögreglumanni sem ók bifreiðinni með fíkniefnunum frá Seyðisfirði til Egilsstaða. „Þrátt fyrir þetta endurskoðaði Landsréttur sönnunargildi munnlegra framburða og komst að þeirri niðurstöðu að skýringar ákærða og meðákærða um að tilgangur ferðarinnar hefði í og með verið atvinnuleit væru mjög óljósar og ótrúverðugar,“ segir í niðurstöðu Hæstaréttar. Ófullnægjandi aðferð við sönnunarmat Þessi aðferð við sönnunarmat Landsréttar hafi brotið í bága við regluna um milliliðalausa sönnunarfærslu og því í ósamræmi við áskilnað um réttláta málsmeðferð, sbr. 1. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar og 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu. Þar sem aðferð við sönnunarmatið var að þessu leyti ófullnægjandi taldi Hæstiréttur að ómerkja ætti dóm Landsréttar og vísa málinu aftur þangað til löglegrar meðferðar. Þá benti Hæstiréttur á að Lubaszka væri saksóttur fyrir brot gegn 173. gr. a almennra hegningarlaga. Ekki yrði refsað fyrir slíkt brot nema ásetningur hafi staðið til þess enda hefði ákvæðið ekki að geyma sérstaka heimild til að refsa fyrir gáleysisbrot, sbr. 18. grein laganna. Ekkert um gáleysi í lagagreininni sem ákært var fyrir brot á Í dómi Landsréttar hafi komið fram að miðað við málsvörn Lubaszka, þess efnis að honum hefði verið alls ókunnugt um að fíkniefni væru falin í eldsneytistanki bifreiðarinnar, réðist niðurstaða málsins af mati á því hvort hann hafi „mátt vita“ eða að líklegt væri að tilgangur fararinnar til Íslands væri að flytja ólögleg fíkniefni til landsins. Jafnframt sagði í dómi Landsréttar að gögn málsins gæfu tilefni til að ætla að Lubaszka hefði hlotið að vita eða „mátt vita“ eða „mátt gera sér grein fyrir“ að fíkniefnin gætu verið falin í bifreiðinni. Þá sagði í héraðsdómi að ekkert benti til að Lubaszka hefði vitað eða „mátt vita“ að fíkniefni væru falin í bifreiðinni. Hæstiréttur taldi þessa röksemdafærsla lýta öðrum þræði að gáleysi sem grundvelli saknæmis en það ætti ekki við um brot gegn 173. gr. a almennra hegningarlaga.
Dómsmál Norræna Smygl Tengdar fréttir Ferðafélaginn slapp ekki í Landsrétti og fékk fimm ár Jerzy Wlodzimierz Lubaszka var í Landsrétti í dag dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot við annan mann í október 2017. Um var að ræða smygl á 11,5 lítrum af amfetamínbasa með Norrænu. 20. desember 2019 16:36 Sex og hálft ár fyrir fíkniefnasmygl en ferðafélaginn sleppur Jerzy Arkadiusz Ambrozy, pólskur ríkisborgari á sextugsaldri, hefur verið dæmdur í sex og hálfs árs fangelsi vegna innflutnings á 11,5 lítrum af amfetamínbasa 3. maí 2018 16:17 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Ferðafélaginn slapp ekki í Landsrétti og fékk fimm ár Jerzy Wlodzimierz Lubaszka var í Landsrétti í dag dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot við annan mann í október 2017. Um var að ræða smygl á 11,5 lítrum af amfetamínbasa með Norrænu. 20. desember 2019 16:36
Sex og hálft ár fyrir fíkniefnasmygl en ferðafélaginn sleppur Jerzy Arkadiusz Ambrozy, pólskur ríkisborgari á sextugsaldri, hefur verið dæmdur í sex og hálfs árs fangelsi vegna innflutnings á 11,5 lítrum af amfetamínbasa 3. maí 2018 16:17