Hafa áhyggjur af takmörkuðum framförum Íslands í mansalsmálum Íslenska ríkið ætti að bera betur kennsl á fórnarlömb mansals, rannsaka slík mál betur og lögsækja fleiri sem grunaðir eru um slík brot. Þetta kemur fram í nýjustu úttekt sérfræðihóps Evrópuráðsins um aðgerðir gegn mansali, GRETA. Innlent 26. október 2023 08:02
Svona komst lögreglan á snoðir um skútuna Rannsóknarlögreglumaður, sem stjórnaði rannsókninni á skútumálinu svokallaða, útskýrði fyrir dómi á þriðjudag hvernig lögregla komst á snoðir um skútuna sem í fundust tæplega 160 kíló af hassi. Mennirnir voru handteknir í júní á þessu ári við Garðskagavita á Reykjanesi. Innlent 25. október 2023 23:17
Flutningi þriggja íslenskra drengja til Noregs frestað Flytja átti þrjá íslenska drengi til föður síns í Noregi í kvöld. Hann fer með forsjá þeirra samkvæmt úrskurði íslenskra og norskra dómstóla. Fjölmennt lögreglulið var á vettvangi í kvöld á vegum sýslumanns og nokkuð umstang. Móðir drengjanna var handtekin en síðar sleppt og aðgerðinni frestað. Innlent 25. október 2023 20:11
Settist upp í hjá ökumanni í vímu sem bakkaði á ógnarhraða Kona hefur verið dæmd til þess að bera helming tjóns síns, sem hún hlaut eftir umferðarslys, sjálf. Hún settist upp í bíl hjá ökumanni sem var undir áhrifum fíkniefna og bakkaði á ríflega fimmtíu kílómetra hraða. Innlent 25. október 2023 16:36
Skútumálið: Tapaði öllu með því að fara til Íslands Jonaz Rud Vodder, einn sakborninga í skútumálinu svokallaða, segist sjá eftir því að hafa farið í verkefni til Íslands þar sem hann var beðinn um að kaupa og afhenda vistir til skipverjanna sem voru í skútunni sem var að flytja tæplega 160 kíló af hassi til Grænlands í júní á þessu ári. Innlent 25. október 2023 11:08
Felldi tár aðspurður út í gengi sem hefur elt hann á röndum „Fingraför Pouls í málinu eru alveg ótrúlega mörg,“ fullyrti rannsóknarlögreglumaður sem var yfir rannsókn á skútumálinu svokallaða í aðalmeðferð þess í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Innlent 24. október 2023 18:55
Ók á 150 kílómetra hraða og marga hringi í hringtorgum Karlmaður hefur verið dæmdur til fjögurra mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir fíkniefna- og umferðarlagabrot. Hann ók á 150 kílómetra hraða á klukkustund og beitti ýmsum brögðum til þess að komast undan laganna vörðum. Þá hrækti hann framan í lögregluþjón. Innlent 24. október 2023 17:09
Sprautaði spritti framan í opinberan starfsmann og sló hann í andlitið Karlmaður hefur verið ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni með því að hafa veist með ofbeldi að konu, sem var við skyldustörf sín sem opinber starfsmaður. Innlent 24. október 2023 12:29
Svara til saka í enn einu skútumálinu við Íslandsstrendur Þrír danskir ríkisborgarar svara í dag til saka í einu stærsta fíkniefnamáli sem komið hefur upp hér á landi. Tæplega 160 kíló af hassi fundust í borð í skútu nærri Garðskagavita í júní. Innlent 24. október 2023 11:02
Ákærður fyrir tilraun til manndráps við Breiðholtslaug Maður hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps með því að stinga annan mann með hnífi. Samkvæmt heimildum Vísis átti árásin sér stað við Breiðholtslaug árið 2021. Innlent 24. október 2023 07:00
Slösuð fyrir lífstíð eftir harkalegan árekstur í Ölfusi Rúmlega sjötugur bandarískur karlmaður búsettur vestan hafs sætir ákæru fyrir að hafa sumarið 2021 ekið bíl Mazda CX-30 bíl í veg fyrir Chevrolet Malibu bíl á gatnamótum Eyrarbakkavegar og Þorlákshafnarvegar án þess að virða forgang sem gefin var til kynna með stöðvunarmerki. Innlent 23. október 2023 17:53
Hryðjuverkamálið aftur í hérað: „Eins og handrit að Groundhog Day tvö“ Landsréttur hefur fellt úr gildi ákvörðun Héraðsdóms Reykjavíkur um að vísa frá ákæru í hryðjuverkamálinu. Þetta staðfestir Sveinn Andri Sveinsson verjandi eins af tveimur sakborningum málsins í samtali við Vísi. Innlent 23. október 2023 17:18
Talinn hafa stefnt fólki í lífshættu með því að aka vísvitandi á annan bíl Framhald aðalmeðferðar fer fram í Héraðsdómi Suðurlands í dag í máli manns sem er grunaður um að keyra bíl sínum vísvitandi á annan bíl og lagt líf fólks sem var í þeim bíl í hættu. Innlent 23. október 2023 14:11
Sýknaður af káfi í bústaðarferð þar sem var orð gegn orði Karlmaður hefur verið sýknaður af því að hafa þuklað á og kysst stúlku gegn vilja hennar í sumarbústaðarferð árið 2020. Fram kemur í dómi héraðsdóms Reykjavíkur að frásagnir beggja hafi verið trúverðugar en að ekki hafi tekist að færa nógu góðar sönnur fyrir brotinu og um væri að ræða orð gegn orði. Innlent 23. október 2023 08:34
Himinhá sekt og fangelsisdómur fyrir skattsvik Ragnar Már Svansson Michelsen hefur veruð dæmdur til tveggja ára fangelsisvistar, sem er skilorðsbundin að langmestu leyti, og greiðslu tæplega 134 milljóna króna sektar fyrir stórfellt skattalagabrot. Innlent 22. október 2023 08:07
Sex mánaða skilorð fyrir hundrað byssur og 34 þúsund skot Karlmaður hefur verið dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir vopnalagabrot. Maðurinn var gripinn með tæplega hundrað byssur og 34 þúsund byssuskot í vörslum sínum. Hann taldi geymslu vopnanna fullnægjandi. Innlent 21. október 2023 13:20
Datt úr hárgreiðslustól og krafðist skaðabóta Kona sem datt úr hárgreiðslustól og slasaðist fær engar skaðabætur frá tryggingafélagi hárgreiðslustofunnar. Atvikið var talið óhappatilvik og þar af leiðandi enginn talinn bera ábyrgð á slysinu. Innlent 20. október 2023 19:49
Sýknaður af ákæru um að brjóta á dóttur sinni yfir átta ára tímabil Landsréttur staðfesti í dag sýknudóm Héraðsdóms Austurlands yfir manni sem var gefið að sök að nauðga og brjóta kynferðislega á dóttur sinni í nokkur skipti á árunum 2010 til 2018, þegar hún var sex til fjórtán ára gömul. Þessi brot áttu að hafa verið framin á heimili þeirra og í sumarbústað. Innlent 20. október 2023 16:44
Grunaði sjálfan sig um græsku vegna leynihólfs Einn þriggja danskra sakborninga sem er ákærður fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot með innflutning á hassi með skútu, segist hafa grunað að fíkniefni væru í skútunni, þar sem hann hafi tekið eftir því að búið væri að útbúa leynihólf í hana. Hann hafi þó ekki vitað af þeim. Innlent 20. október 2023 14:13
Steinar Þór mátti smala saman vitnum í Lindarhvolsmálinu Úrskurðarnefnd lögmanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að Steinar Þór Guðgeirsson lögmaður hafi ekki brotið gegn siðareglum lögmanna þegar hann kallaði saman hóp vitna í Lindarhvolsmálinu. Innlent 20. október 2023 10:09
Sagðist hafa verið að sækja sígarettur en fékk dóm fyrir ölvunarakstur Karlmaður sem hlaut nýverið dóm fyrir ölvunarakstur þvertók fyrir að hafa ekið og sagðist aðeins verið að sækja sígarettur í bílinn sinn, sem hann hafði skilið eftir kvöldið áður. Héraðsdómari taldi söguna ekki halda vatni og dæmdi manninn í fangelsi. Innlent 19. október 2023 22:29
Grunaður um nauðgun á gangstétt Héraðssaksóknari hefur ákært karlmann fyrir nauðgun sem átti sér stað um nótt árið 2021. Málið verður til umfjöllunar í Héraðsdómi Suðurlands. Innlent 19. október 2023 20:47
Spánverji lagði hundruð milljóna króna inn á þrjár íslenskar konur Þrjár íslenskar konur eru sakaðar um að hafa þegið samanlagt á þriðja hundrað milljóna króna frá erlendum karlmanni og ekki gefið upp. Ein kvennanna segir að um lán hafi verið að ræða sem þegar hafi verið endurgreitt. Innlent 19. október 2023 11:38
Deila um girðingu fyrir Hæstarétt Hæstiréttur hefur samþykkt að taka fyrir deilu um kostnaðarþáttöku Borgarbyggðar í byggingu girðingar, sem kostaði um sjö milljónir króna. Innlent 19. október 2023 10:43
Ákærður fyrir að nauðga konu sem hlaut lífshættulega áverka Héraðssaksóknari hefur ákært karlmann fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás og nauðgun en málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness. Innlent 19. október 2023 07:01
Grunaður um að brjóta á systurdóttur og elta hana þegar hún komst undan Karlmaður hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn barni og fíkniefnalagabrot. Það er héraðssaksóknari sem höfðar málið sem verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness. Innlent 18. október 2023 21:54
Grímur viðurkennir mistök lögreglu Yfirlögregluþjónn viðurkennir að mistök hafi orðið þegar lögregla fann ekki blóðugan hníf, sem er líklegt morðvopn í manndrápsmáli sem varð í Drangahrauni þann sautjánda júní. Hnífurinn fannst í gær af dóttur hins látna á heimili þeirra, þar sem morðið var framið. Innlent 18. október 2023 18:09
Deila um leigutekjur Hreyfils fyrir Hæstarétt Hæstiréttur hefur samþykkt beiðni þriggja félaga sem eiga lóðina Fellsmúla 24-30 í Reykjavík í sameign með Hreyfli svf. um áfryjunarleyfi. Málið snýr að deilu félaganna um leigutekjur Hreyfils vegna hluta lóðarinnar, þar sem eldsneytisstöð Orkunnar hefur staðið um árabil. Innlent 18. október 2023 15:56
Barði mann í hausinn með bjórglasi og þarf að borga honum milljón Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið sakfelldur fyrir stórfellda líkamsárás, með því að hafa slegið mann í höfuðið með glerglasi á skemmtistaðnum Hvíta húsinu á Selfossi í apríl í fyrra. Innlent 18. október 2023 11:10
Kveikti í IKEA-geitinni og sér ekki eftir neinu Kona sem kveikti í IKEA-geitinni árið 2016 segist ekki sjá eftir neinu. Við ræddum við konuna í Íslandi í dag í gær - og fórum yfir eldfima sögu jólageitarinnar í Kauptúni. Lífið 18. október 2023 10:03