Ríkið greiði borginni rúmlega 3,3 milljarða Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. desember 2023 21:14 Borgin krafði ríkið um 5,4 milljarða fyrir fjórum árum. Héraðsdómur hefur nú dæmt ríkið til að greiða borginni 3,37 milljarða. Vísir/Vilhelm Ríkið hefur verið dæmt til að greiða Reykjavíkurborg tæplega 3,4 milljarða króna vegna ógreiddra framlaga þess fyrrnefnda úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur um þetta féll í dag en borgin stefndi ríkinu í lok árs 2020 og krafðist 5,4 milljarða króna. Það er upphæð sem borgin hefði fengið úthlutað úr sjóðinum ef ekki hefði komið til reglugerðarákvæða sem útilokuðu borgina frá því að fá úthlutanir úr sjóðinum. Hlutverk jöfnunarsjóðsins er að jafna mismunandi útgjaldaþörf og skatttekjur sveitarfélaga með fjárframlögum. Höfnuðu kröfum borgarinnar alfarið Þann 20. desember 2019 sendu fulltrúar borgarinnar kröfubréf á ríkið, þar sem vísað var til niðurstöðu Hæstaréttar í máli Grímsnes- og Grafningshrepps vegna framlaga úr sjóðnum. Fallist var á kröfu sveitarfélagsins, en Hæstiréttur vísaði til þess að ekki væri heimilt að fella niður tekjustofna sveitarfélaga í heild eða að hluta nema með lögum. Því fæliu reglugerðarákvæði þar sem sveitarfélög væru útilokuð frá framlögum úr sjóðnum í sér of víðtækt framsal lagasetningarvalds. Í bréfinu krafðist borgin fyrrnefndra 5,4 milljarða króna vegna reksturs grunnskóla og framlaga til nýbúafræðslu fyrir árin 2015 til 2018, auk þess sem þess var krafist að borgin nyti framvegis framlaga úr Jöfnunarsjóði, þar með talið fyrir árið 2019 sem þá var að líða undir lok. Fjármála- og efnahagsráðuneytið vísaði málinu til meðferðar ríkislögmanns, sem hafnaði öllum kröfum borgarinnar alfarið. Borgin ítrekaði þá kröfu sína og vísaði til þess að mál yrði höfðað ef greiðsluskylda ríkisins gagnvart borginni yrði ekki viðurkennd. Stjórnvöld hafi mátt vita betur Héraðsdómari taldi að endingu að ákvæði reglugerðar sem útilokuðu framlög úr Jöfnunarsjóð til borgarinnar vera ólögmæt, þar sem þau gengju gegn lagaáskilnaðarreglu stjórnarskrárinnar. Stjórnvöldum hafi mátt vera ljóst að lagaheimild til að setja slík ákvæði hafi brostið. Því hafi borgin átt rétt á framlögum úr sjóðinum svo framarlega sem jákvæður mismunur væri á heildarútgjaldaþörf annars vegar og þeim hluta útsvarstekna hins vegar sem runnu til borgarinnar vegna reksturs grunnskóla. Það sama ætti við um framlög til nýbúafræðslu. Því væri skilyrðum skaðabótareglna uppfyllt og ríkinu gert að greiða Reykjavíkurborg 3,37 milljarða króna með vöxtum og dráttarvöxtum. Dómsmál Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Grunnskólar Skóla - og menntamál Íslensk tunga Innflytjendamál Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Sjá meira
Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur um þetta féll í dag en borgin stefndi ríkinu í lok árs 2020 og krafðist 5,4 milljarða króna. Það er upphæð sem borgin hefði fengið úthlutað úr sjóðinum ef ekki hefði komið til reglugerðarákvæða sem útilokuðu borgina frá því að fá úthlutanir úr sjóðinum. Hlutverk jöfnunarsjóðsins er að jafna mismunandi útgjaldaþörf og skatttekjur sveitarfélaga með fjárframlögum. Höfnuðu kröfum borgarinnar alfarið Þann 20. desember 2019 sendu fulltrúar borgarinnar kröfubréf á ríkið, þar sem vísað var til niðurstöðu Hæstaréttar í máli Grímsnes- og Grafningshrepps vegna framlaga úr sjóðnum. Fallist var á kröfu sveitarfélagsins, en Hæstiréttur vísaði til þess að ekki væri heimilt að fella niður tekjustofna sveitarfélaga í heild eða að hluta nema með lögum. Því fæliu reglugerðarákvæði þar sem sveitarfélög væru útilokuð frá framlögum úr sjóðnum í sér of víðtækt framsal lagasetningarvalds. Í bréfinu krafðist borgin fyrrnefndra 5,4 milljarða króna vegna reksturs grunnskóla og framlaga til nýbúafræðslu fyrir árin 2015 til 2018, auk þess sem þess var krafist að borgin nyti framvegis framlaga úr Jöfnunarsjóði, þar með talið fyrir árið 2019 sem þá var að líða undir lok. Fjármála- og efnahagsráðuneytið vísaði málinu til meðferðar ríkislögmanns, sem hafnaði öllum kröfum borgarinnar alfarið. Borgin ítrekaði þá kröfu sína og vísaði til þess að mál yrði höfðað ef greiðsluskylda ríkisins gagnvart borginni yrði ekki viðurkennd. Stjórnvöld hafi mátt vita betur Héraðsdómari taldi að endingu að ákvæði reglugerðar sem útilokuðu framlög úr Jöfnunarsjóð til borgarinnar vera ólögmæt, þar sem þau gengju gegn lagaáskilnaðarreglu stjórnarskrárinnar. Stjórnvöldum hafi mátt vera ljóst að lagaheimild til að setja slík ákvæði hafi brostið. Því hafi borgin átt rétt á framlögum úr sjóðinum svo framarlega sem jákvæður mismunur væri á heildarútgjaldaþörf annars vegar og þeim hluta útsvarstekna hins vegar sem runnu til borgarinnar vegna reksturs grunnskóla. Það sama ætti við um framlög til nýbúafræðslu. Því væri skilyrðum skaðabótareglna uppfyllt og ríkinu gert að greiða Reykjavíkurborg 3,37 milljarða króna með vöxtum og dráttarvöxtum.
Dómsmál Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Grunnskólar Skóla - og menntamál Íslensk tunga Innflytjendamál Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Sjá meira