Strætóbílstjóri dæmdur fyrir að verða konu að bana Jón Þór Stefánsson skrifar 3. janúar 2024 18:02 Frá vettvangi slyssins á mótum Gnoðarvogs og Skeiðarvogs í nóvember. Vísir/Vilhelm Kristinn Eiðsson strætóbílstjóri hefur hlotið tveggja mánaða fangelsisdóm, skilorðsbundinn til tveggja ára, í Héraðsdómi Reykjavíkur og verið sviptur ökuréttindum í sex mánuði vegna manndráps af gáleysi. Honum var gefið að sök að hafa ekið strætisvagni sínum á konu sem hlaut bana af. Atvikið átti sér stað í Reykjavík í nóvember 2021. Í ákæru segir að Kristinn hafi verið að aka bílnum suðvestur Skeiðarvog og beygt til hægri norðvestur Gnoðarvog. Í sömu andrá hafi konan, sem var gangandi vegfarandi, farið yfir gangbraut á grænu ljósi, en strætóbíllinn hafnað á henni. Fram kemur að konan hafi fallið við og lent undir öðru framhjóli vagnsins og látið lífið nær samstundis. Myndband sýnir konuna forða sér Myndbandsupptaka af atvikinu var notað við úrlausn málsins. Í dómnum segir að í henni megi sjá konuna leggja af stað yfir Gnoðarvog í sömu mund og bílstjórinn beygi í átt að henni. Þrátt fyrir það sjáist bílstjórinn aka óhikað að konunni, og hún sjáist lyfta höndum og reyna án árangurs að koma sér undan vagninum. Hún hafi sést falla í götuna og í kjölfarið hverfa úr mynd undir vagninn. Kristinn neitaði sök og bar fyrir sig að hann hefði ekki séð konuna í aðdraganda slyssins. Hann sagði ástæður þess margþættar. Bæði hafi verið dimmt og rigning úti, og þá sagði hann að ljós hafa speglast af öryggisgleri við ökumannssætið. Ók ógætilega Dómurinn féllst ekki á rök Kristins um að aðstæðurnar hefðu orðið til þess að hann hafi ekki séð konuna. Þvert á móti hefðu aðstæðurnar átt að verða til þess að bílstjórinn hefði átt að aka með aukinni aðgát. Að mati héraðsdóms er ljóst að Kristinn hafi ekið ógætilega og ekki gengið úr skugga um að gangandi vegfarendur væru að fara yfir götuna. Eiginmaður konunnar og dóttir hennar kröfðust hvort um sig þriggja milljóna króna í miskabætur. Dómurinn féllst á að Kristinn skyldi greiða þeim tvær milljónir hvoru. Kristinn opnaði sig um atvikið í viðtali við fréttastofu í desember 2022, en þar kom fram að eiginkona hans hafi látist tveimur mánuðum eftir að slysið varð. Hægt er að lesa viðtalið við Kristinn hér. Banaslys við Gnoðarvog Dómsmál Strætó Reykjavík Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Sjá meira
Atvikið átti sér stað í Reykjavík í nóvember 2021. Í ákæru segir að Kristinn hafi verið að aka bílnum suðvestur Skeiðarvog og beygt til hægri norðvestur Gnoðarvog. Í sömu andrá hafi konan, sem var gangandi vegfarandi, farið yfir gangbraut á grænu ljósi, en strætóbíllinn hafnað á henni. Fram kemur að konan hafi fallið við og lent undir öðru framhjóli vagnsins og látið lífið nær samstundis. Myndband sýnir konuna forða sér Myndbandsupptaka af atvikinu var notað við úrlausn málsins. Í dómnum segir að í henni megi sjá konuna leggja af stað yfir Gnoðarvog í sömu mund og bílstjórinn beygi í átt að henni. Þrátt fyrir það sjáist bílstjórinn aka óhikað að konunni, og hún sjáist lyfta höndum og reyna án árangurs að koma sér undan vagninum. Hún hafi sést falla í götuna og í kjölfarið hverfa úr mynd undir vagninn. Kristinn neitaði sök og bar fyrir sig að hann hefði ekki séð konuna í aðdraganda slyssins. Hann sagði ástæður þess margþættar. Bæði hafi verið dimmt og rigning úti, og þá sagði hann að ljós hafa speglast af öryggisgleri við ökumannssætið. Ók ógætilega Dómurinn féllst ekki á rök Kristins um að aðstæðurnar hefðu orðið til þess að hann hafi ekki séð konuna. Þvert á móti hefðu aðstæðurnar átt að verða til þess að bílstjórinn hefði átt að aka með aukinni aðgát. Að mati héraðsdóms er ljóst að Kristinn hafi ekið ógætilega og ekki gengið úr skugga um að gangandi vegfarendur væru að fara yfir götuna. Eiginmaður konunnar og dóttir hennar kröfðust hvort um sig þriggja milljóna króna í miskabætur. Dómurinn féllst á að Kristinn skyldi greiða þeim tvær milljónir hvoru. Kristinn opnaði sig um atvikið í viðtali við fréttastofu í desember 2022, en þar kom fram að eiginkona hans hafi látist tveimur mánuðum eftir að slysið varð. Hægt er að lesa viðtalið við Kristinn hér.
Banaslys við Gnoðarvog Dómsmál Strætó Reykjavík Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Sjá meira