Lögregla hafi farið langt yfir eðlileg mörk með handtöku lögmanns Árni Sæberg skrifar 22. desember 2023 14:40 Hildur Sólveig Pétursdóttir var handtekin í tengslum starfa hennar fyrir Eddu Björk. Vísir Lögmenn á Landi lögmönnum, lögmannsstofu sem þrír lögreglumenn mættu á í gær og handtóku einn lögmann, segja engan vafa leika í huga þeirra á því að lögreglan hafi með aðgerðum sínum farið langt yfir eðlileg og málefnaleg mörk og hugsanlega gerst brotleg við lög. Þetta segir í yfirlýsingu Lands lögmanna en tilefnið er handtaka Hildar Sólveigar Pétursdóttur, lögmanns Eddu Bjarkar Arnardóttur. Hún var handtekin í gær ásamt systur Eddu Bjarkar eftir að synir Eddu Bjarkar fundust. Synir Eddu Bjarkar fóru þrír til Noregs í gær í fylgd með föður þeirra. Í tilkynningu frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sem barst laust fyrir klukkan 15 í dag, segir að fjórir hafi verið handteknir í heildina í tengslum við aðgerðir lögreglu í gær. Þeir hafi verið fluttir til skýrslutöku en sleppt að þeim loknum. Ekki sé hægt að veita frekari upplýsingar um málið. Heimildir Vísis herma að Karl Udo Luckas, maki Eddu Bjarkar, hafi verið meðal þeirra handteknu en ekki liggur fyrir hver sá fjórði er. Hafa farið vel yfir atvik Í yfirlýsingu lögmannsstofunnar segir að handtökuna megi rekja til þess að umræddur lögmaður hafi gætt hagsmuna móður sem staðið hefur í harðri deilu við barnsföður sinn í Noregi vegna afhendingar þriggja barna þeirra og málið hafi ratað ítrekað í fjölmiðla. „Eftir að hafa farið vel yfir atvik gærdagsins og störf lögmannsins í þágu umbjóðanda síns, meðal annars með hliðsjón af þeirri trúnaðarskyldu sem lögmenn hafa lögum samkvæmt við alla umbjóðendur sína, leikur enginn vafi á því í huga samstarfsmanna lögmannsins að lögreglan hefur með aðgerðum sínum farið langt yfir eðlileg og málefnaleg mörk og hugsanlega gerst brotleg við lög.“ Harkalegar aðgerðir Samkvæmt 22. grein laga um lögmenn beri lögmaður þagnarskyldu um hvaðeina sem honum er trúað fyrir í starfi sínu. „Í því ljósi beri að skoða þessar harkalegu aðgerðir lögreglunnar gegn lögmanni, sem rækir starfa sinn innan ramma laganna og eftir þeim leiðum sem lögin heimila.“ Lögreglan þekki þessar mikilvægu skyldur vel. Þar af leiðandi verði ekki komist hjá því að draga þá ályktun að með aðgerðum sínum hafi lögreglan hugsanlega ætlað að tryggja að umræddur lögmaður gæti ekki sinnt starfi sínu og skyldum, í þágu umbjóðanda síns, meðan synir umbjóðandans voru teknir með lögregluvaldi og fluttir úr landi, á sama tíma og lögmaðurinn var í haldi. „Lögmæti þessara aðgerða lögreglunnar verður að skoða og vinnubrögðin kunna að hafa afleiðingar. Munu lögmenn stofunnar standa þétt við bakið á lögmanninum í þeim skrefum sem verða tekin í framhaldinu.“ Fréttin var uppfærð eftir að tilkynning barst frá lögreglu. Lögreglumál Lögreglan Dómsmál Mál Eddu Bjarkar Lögmennska Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Þetta segir í yfirlýsingu Lands lögmanna en tilefnið er handtaka Hildar Sólveigar Pétursdóttur, lögmanns Eddu Bjarkar Arnardóttur. Hún var handtekin í gær ásamt systur Eddu Bjarkar eftir að synir Eddu Bjarkar fundust. Synir Eddu Bjarkar fóru þrír til Noregs í gær í fylgd með föður þeirra. Í tilkynningu frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sem barst laust fyrir klukkan 15 í dag, segir að fjórir hafi verið handteknir í heildina í tengslum við aðgerðir lögreglu í gær. Þeir hafi verið fluttir til skýrslutöku en sleppt að þeim loknum. Ekki sé hægt að veita frekari upplýsingar um málið. Heimildir Vísis herma að Karl Udo Luckas, maki Eddu Bjarkar, hafi verið meðal þeirra handteknu en ekki liggur fyrir hver sá fjórði er. Hafa farið vel yfir atvik Í yfirlýsingu lögmannsstofunnar segir að handtökuna megi rekja til þess að umræddur lögmaður hafi gætt hagsmuna móður sem staðið hefur í harðri deilu við barnsföður sinn í Noregi vegna afhendingar þriggja barna þeirra og málið hafi ratað ítrekað í fjölmiðla. „Eftir að hafa farið vel yfir atvik gærdagsins og störf lögmannsins í þágu umbjóðanda síns, meðal annars með hliðsjón af þeirri trúnaðarskyldu sem lögmenn hafa lögum samkvæmt við alla umbjóðendur sína, leikur enginn vafi á því í huga samstarfsmanna lögmannsins að lögreglan hefur með aðgerðum sínum farið langt yfir eðlileg og málefnaleg mörk og hugsanlega gerst brotleg við lög.“ Harkalegar aðgerðir Samkvæmt 22. grein laga um lögmenn beri lögmaður þagnarskyldu um hvaðeina sem honum er trúað fyrir í starfi sínu. „Í því ljósi beri að skoða þessar harkalegu aðgerðir lögreglunnar gegn lögmanni, sem rækir starfa sinn innan ramma laganna og eftir þeim leiðum sem lögin heimila.“ Lögreglan þekki þessar mikilvægu skyldur vel. Þar af leiðandi verði ekki komist hjá því að draga þá ályktun að með aðgerðum sínum hafi lögreglan hugsanlega ætlað að tryggja að umræddur lögmaður gæti ekki sinnt starfi sínu og skyldum, í þágu umbjóðanda síns, meðan synir umbjóðandans voru teknir með lögregluvaldi og fluttir úr landi, á sama tíma og lögmaðurinn var í haldi. „Lögmæti þessara aðgerða lögreglunnar verður að skoða og vinnubrögðin kunna að hafa afleiðingar. Munu lögmenn stofunnar standa þétt við bakið á lögmanninum í þeim skrefum sem verða tekin í framhaldinu.“ Fréttin var uppfærð eftir að tilkynning barst frá lögreglu.
Lögreglumál Lögreglan Dómsmál Mál Eddu Bjarkar Lögmennska Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira