Bergrós stimplaði sig inn á fyrsta deginum með stóru stelpunum Hin sextán ára gamla Bergrós Björnsdóttir er í 26. sæti eftir fyrri daginn á Wodapalooza CrossFit mótinu í Miami. Sport 12. janúar 2024 08:17
Suðurlandið heldur uppi merki Íslands á Wodapalooza mótinu í Miami Ísland á þrjá flotta keppendur í meistaraflokki á Wodapalooza CrossFit stórmótinu í ár, einn í einstaklingskeppninni og tvo í liðakeppni og þeir eiga eitt sameiginlegt. Að auki keppa síðan tveir aðrir Íslendingar á mótinu. Sport 11. janúar 2024 14:01
Hafa enga trú á okkar konu á Wodapalooza Íslendingar eiga einn fulltrúa í einstaklingskeppninni á Wodapalooza CrossFit mótinu í Miami í Bandaríkjunum. Bergrós Björnsdóttir þáði boð um að færa sig úr unglingakeppninni yfir í keppni kvenna. Sport 9. janúar 2024 11:01
Sara eyðir klukkutíma á dag í súrefnisklefa Íslenska CrossFit konan Sara Sigmundsdóttir leitar þessa dagana allra ráða og allra leiða til að ná sér góðri af meiðslum sínum áður en nýtt tímabil hefst með CrossFit Open í næsta mánuði. Sport 8. janúar 2024 09:01
CrossFit krakkarnir fá allan hagnaðinn af sölu „Þeir fiska sem róa“ bolanna Bergrós Björnsdóttir og Tindur Eliasen eru bæði á leiðinni til Miami í Bandaríkjunum seinna í þessum mánuði til að keppa á stóru CrossFit móti. Sport 5. janúar 2024 14:00
Katrín Tanja þremur sætum ofar en Anníe Mist Íslensku CrossFit konurnar Katrín Tanja Davíðsdóttir og Anníe Mist Þórisdóttir eru báðar meðal efstu kvenna á uppgjörslista fyrir heimsleikaárin í Madison. Sport 4. janúar 2024 08:31
Björgvin Karl einn af þeim stóru á Madison árunum Íslenski CrossFit kóngurinn Björgvin Karl Guðmundsson hefur verið táknmynd fyrir stöðugleika undanfarin áratug og staða hans á uppgjörslista fyrir heimsleikaárin í Madison sýnir það svart á hvítu. Sport 3. janúar 2024 08:30
Sara þakkar meiðslunum fyrir að ná að endurnýja kynnin við vinina Verður árið 2024 árið sem við sjáum íslensku CrossFit konuna Söru Sigmundsdóttur komast aftur á heimsleikana og í hóp bestu kvenna í sinni íþróttagrein? Fáar íþróttakonur hafa glímt við erfiðari tíma en Suðurnesjamærin frá því að hún meiddist alvarlega nánast kvöldið fyrir 2021 tímabilið. Sport 2. janúar 2024 08:31
Jólasmákökustríð hjá Anníe Mist og Katrínu Tönju Íslensku CrossFit drottningarnar Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir eru kannski ekki þekktar fyrir afrek sín í eldhúsinu en þær ákváðu engu að síður að bjóða upp á keppni í bakstri um þessi jól. Sport 28. desember 2023 11:31
Styrktarþjálfari Liverpool reddaði Söru fundinum með Klopp og Van Dijk Heimir Hallgrímsson og styrktarþjálfari Liverpool komu við sögu þegar við fengum útskýringu á því hvernig ein besta CrossFit kona Íslands fékk aðgengi að knattspyrnustjóra og fyrirliða Liverpool strax eftir stórleikinn við erkifjendurna frá Manchester. Enski boltinn 19. desember 2023 09:30
Sara Sigmunds hitti Klopp og Van Dijk: „Klípið mig tvisvar“ Íslenska CrossFit konan Sara Sigmundsdóttir er á heimleið frá Ástralíu með viðkomu í Dúbæ en hún stoppaði líka á öðrum góðum stað á leið sinni heim til Íslands. Enski boltinn 18. desember 2023 09:01
Senda hörðustu prinsessu Íslands í baráttuna um krúnuna Bergrós Björnsdóttir er fyrir löngu byrjuð að skapa sér nafn í CrossFit heiminum og gott dæmi um það er boð hennar í Crown CrossFit keppnina. Sport 14. desember 2023 08:30
Keppnisferð Söru breyttist í mikla ævintýraferð Það þarf ekki að koma neinum á óvart að Sara Sigmundsdóttir hafi gert gott úr ferðinni til Ástralíu þrátt fyrir mótlæti og enn ein vonbrigðin. Sport 12. desember 2023 08:30
Íslendingaliðið fagnaði sigri á CrossFit Showdown mótinu Bandaríska CrossFit konan Danielle Brandon valdi það að hafa tvo íslenska CrossFit íþróttamenn í sínu liði á Pro CrossFit Showdown mótinu og það var greinilega mjög góð ákvörðun hjá henni því lið hennar fagnaði sigri á mótinu í Birmingham í Englandi um helgina. Sport 11. desember 2023 08:30
Leið Íslendinga á heimsleikana í CrossFit 2024 liggur í gegnum Frakkland Nýtt ár nálgast og um leið nýtt tímabil hjá CrossFit fólki heimsins. Draumurinn um að komast á heimsleikana lifur góðu lífi hjá mörgum og nú vitum við meira um það hvernig leiðin liggur þangað. Sport 8. desember 2023 08:31
Katrín Tanja um Anníe Mist: Alltaf vitað það Anníe Mist Þórisdóttir var eini íþróttamaðurinn sem var tilnefndur sem einn af framúrskarandi ungum Íslendingum í ár en þetta eru verðlaun eru veitt árlega af JCI á Íslandi. Sport 7. desember 2023 08:31
„Líkamsímynd er algjör t*k“ Íslenska CrossFit goðsögnin Anníe Mist Þórisdóttir byrjar nýjustu færslu sína með fullyrðingu sem flestir þekkja eflaust vel á þessum tímum útlitsdýrkunar. Hún er nú í barnsburðarleyfi og keppir því ekki á heimsleikunum á næsta ári. Sport 4. desember 2023 08:31
Lofsamar Katrínu Tönju og setur aðeins eina fyrir ofan hana Katrín Tanja Davíðsdóttir hefur ekki orðið heimsmeistari í sjö ár en hún hefur samt verið í heimklassa allan þennan tíma. Austin Heaton hjá Morning Chalk tók okkar konu fyrir og fór yfir magnaðan stöðugleika íslensku CrossFit drottningarinnar. Sport 1. desember 2023 08:31
Sara Sigmunds komin alla leið til Ástralíu en getur ekki keppt Ekkert verður að því að Sara Sigmundsdóttir keppi á Down Under Championship CrossFit mótinu í Ástralíu í byrjun næsta mánaðar. Sport 28. nóvember 2023 08:30
Ísland á fimm CrossFit konur meðal þeirra tvö hundruð bestu í heimi Laura Horvath er heimsmeistari í CrossFit íþróttinni síðan í ágúst en hún er samt ekki í efsta sætinu á nýjum lista yfir tvö hundruð bestu CrossFit konur heims. Sport 23. nóvember 2023 08:30
Ólétt Anníe Mist lyfti 150 kílóum sex sinnum í röð eins og ekkert væri Anníe Mist Þórisdóttir er ekki hætt að lyfta og æfa þótt að hún eigi von á sínu öðru barni á næsta ári. Sport 20. nóvember 2023 08:31
Anníe Mist: Konur fara á blæðingar og við þurfum að ræða það Anníe Mist Þórisdóttir hefur sterka rödd innan CrossFit samfélagsins og vill meðal annars berjast fyrir að íþróttakonur fái ráð sem eru hönnuð og hugsuð fyrir þær en ekki útfærslu á ráðum fyrir íþróttakarla. Sport 16. nóvember 2023 08:31
Katrín Tanja sefur undir stjörnunum í ævintýraferð Íslenska CrossFit konan Katrín Tanja Davíðsdóttir hefur leyft sér að hlaða aðeins batteríin eftir heimsleikana í CrossFit síðasta haust og þá er gott að eiga mikinn ævintýramann fyrir kærasta. Sport 10. nóvember 2023 10:01
Erfiðara fyrir íslenska CrossFit fólkið að komast í undanúrslitin 2024 CrossFit samtökin hafa tilkynnt fyrirkomulagið í undankeppni heimsleikanna á næsta ári og það er nokkuð um breytingar frá því hvernig hlutirnir gengu fyrir sig á þessu ári. Sport 9. nóvember 2023 08:31
Valdi tvo reynslubolta frá Íslandi í CrossFit liðið sitt Bandaríska CrossFit konan Danielle Brandon vildi hafa íslenska CrossFit íþróttamenn í sínu liði á Pro CrossFit Showdown mótinu sem fer fram í desember í Birmingham í Englandi. Sport 8. nóvember 2023 08:31
Katrín Tanja fann sig vel í nýju hlutverki á Rogue mótinu: Elskar að lýsa Katrín Tanja Davíðsdóttir þáði ekki boð um að keppa á Rogue Invitational CrossFit mótinu í ár en mætti engu að síður til Texas og var auðvitað mjög vel tekið enda ein vinsælasta CrossFit kona heims. Sport 3. nóvember 2023 08:30
Sólveig sýnir að glíman við tíðahringinn er íþróttakonum oft erfið Íslenska CrossFit konan Sólveig Sigurðardóttir vakti á dögunum athygli á einu sem er kannski of lítið talað um en getur samt sem áður haft mikil áhrif á undirbúning íþróttakvenna. Sport 2. nóvember 2023 08:31
Anníe Mist agndofa yfir endurkomu Tiu Anníe Mist Þórisdóttir sýndi CrossFit heiminum hvernig á að koma til baka eftir barnsburð og nú hefur Ástralinn Tia-Clair Toomey fetað í fótspor hennar. Sport 1. nóvember 2023 08:31
Björgvin Karl: Ekki úrslitin sem ég var að vonast eftir Íslenski CrossFit kappinn Björgvin Karl Guðmundsson endaði í tólfta sæti á Rogue Invitational stórmótinu sem fór fram í Texas um helgina. Sport 31. október 2023 08:30
Skyndiákvörðun Anníe og Katrínar Tönju vakti mikla lukku Dave Castro, einn af hæstráðendum í CrossFit samtökunum, gefur okkur oft forvitnilegt innlit á bak við tjöldin á CrossFit mótum og hann sagði skemmtilega sögu af okkar konum á Rogue Invitational mótinu um helgina. Sport 30. október 2023 08:31