Næstbestur í heimi í CrossFit Open en ætlar að fella risann af stallinum í haust Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. mars 2024 10:30 Breki Þórðarson hefur sett stefnuna á heimsmeistaratitil í haust. @brekibjola Íslenski CrossFit kappinn Breki Þórðarson fagnar góðum árangri sínum í opna hluta undankeppni heimsleikanna í CrossFit. Þriðju og síðustu vikunni af CrossFit Open er lokið og allir þátttakendur hafa skilað inn sínum æfingum. Breki var með á síðustu heimsleikum en hann keppir í flokki fatlaðra. Hann endaði í fimmta sæti í sínum flokki á heimsleikunum en byrjað nýtt tímabil af krafti. Breki náð næstbestum árangri í heimi í sínum fötlunarflokki og heldur því áfram að hækka sig. Hann varð fjórði besti á CrossFit Open í fyrra og í ellefta sætinu á sínu fyrsta CrossFit Open árið 2022. Breki fæddist með sjaldgæfan fæðingargalla og er einhentur en lætur það ekki stoppa sig að ná markmiðum sínum. „The Open er nú að baki og ég náði mínum besta árangri frá upphafi með því að taka annað sætið. Mjög ánægður með það,“ skrifaði Breki Þórðarson á samfélagsmiðla sína. „Ég hef verið frekar stefnulaus í æfingum mínum síðustu mánuði. Eftir að ég náði markmiðum mínum að komast inn á heimsleikana þá var ég ekki viss um hvert næstu skref yrðu hjá mér,“ skrifaði Breki. „Ég hef aftur á móti ákveðið það núna að setja það sem mitt markmið að fella risann Casey Acree af stalli. Hann hefur kennt mér svo mikið um þessa íþrótt en ég ætla að vinna hann og verða sá hraustasti í heimi í september,“ skrifaði Breki. „Ég þarf auðvitað að byrja á því að komast á heimsleikana. Ég ætla því að byrja á því að einbeita mér að því,“ skrifaði Breki. Það má sjá færslu hans hér fyrir neðan. Ef hún birtist ekki er gott ráð að endurhlaða fréttinni. View this post on Instagram A post shared by Breki Þo rðarson (@brekibjola) CrossFit Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Fleiri fréttir Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sjá meira
Þriðju og síðustu vikunni af CrossFit Open er lokið og allir þátttakendur hafa skilað inn sínum æfingum. Breki var með á síðustu heimsleikum en hann keppir í flokki fatlaðra. Hann endaði í fimmta sæti í sínum flokki á heimsleikunum en byrjað nýtt tímabil af krafti. Breki náð næstbestum árangri í heimi í sínum fötlunarflokki og heldur því áfram að hækka sig. Hann varð fjórði besti á CrossFit Open í fyrra og í ellefta sætinu á sínu fyrsta CrossFit Open árið 2022. Breki fæddist með sjaldgæfan fæðingargalla og er einhentur en lætur það ekki stoppa sig að ná markmiðum sínum. „The Open er nú að baki og ég náði mínum besta árangri frá upphafi með því að taka annað sætið. Mjög ánægður með það,“ skrifaði Breki Þórðarson á samfélagsmiðla sína. „Ég hef verið frekar stefnulaus í æfingum mínum síðustu mánuði. Eftir að ég náði markmiðum mínum að komast inn á heimsleikana þá var ég ekki viss um hvert næstu skref yrðu hjá mér,“ skrifaði Breki. „Ég hef aftur á móti ákveðið það núna að setja það sem mitt markmið að fella risann Casey Acree af stalli. Hann hefur kennt mér svo mikið um þessa íþrótt en ég ætla að vinna hann og verða sá hraustasti í heimi í september,“ skrifaði Breki. „Ég þarf auðvitað að byrja á því að komast á heimsleikana. Ég ætla því að byrja á því að einbeita mér að því,“ skrifaði Breki. Það má sjá færslu hans hér fyrir neðan. Ef hún birtist ekki er gott ráð að endurhlaða fréttinni. View this post on Instagram A post shared by Breki Þo rðarson (@brekibjola)
CrossFit Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Fleiri fréttir Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sjá meira