Úrslit kvöldsins í Dominos-deild kvenna Keflavík og Snæfell eru áfram jöfn á toppi Dominos-deildar kvenna eftir leiki kvöldsins. Bæði lið unnu sína leiki í kvöld. Körfubolti 24. nóvember 2013 21:18
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Grindavík 73-64 | Valur sigldi fram úr í fjórða leikhluta Valur vann Grindavík í Dominos deild kvenna í körfubolta í kvöld. Leikurinn var jafn og spennandi en ótrúleg hitni Vals um miðbik fjórða leikhluta skildi á milli þegar yfir lauk. Grindavík var einu stigi yfir í hálfleik 34-33. Körfubolti 24. nóvember 2013 12:14
Pálína: Ég er bara eins og gömul kona Pálína Gunnlaugsdóttir, besti leikmaður úrvalsdeildar kvenna undanfarin tvö tímabil, veit ekki enn hversu alvarleg hnémeiðslin eru sem hún varð fyrir í leik á móti Ásvöllum á miðvikudagskvöldið. Körfubolti 22. nóvember 2013 06:00
Pálína flutt í burtu í sjúkrabíl Pálína Gunnlaugsdóttir, besti leikmaður úrvalsdeildar kvenna undanfarin tvö tímabil og núverandi leikmaður Grindavíkur, meiddist illa á hné þegar Grindavík tapaði 68-86 á móti Haukum í Dominos-deild kvenna í körfubolta í kvöld. Körfubolti 20. nóvember 2013 21:53
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - Grindavík 86-68 | Haukastúlkur upp í 3. sæti Haukastúlkur tryggðu sér 3. sætið í Dominos-deild kvenna með, 86-68, sigri á Grindavík í kvöld. Heimastúlkur voru sterkari aðilinn allan leikinn og Grindavík komst lítið áfram. Frábær vörn og hraðar sóknir skiluðu þessum tveimur punktum í hús fyrir Hauka. Lele Hardy átti mjög góðan leik fyrir Hauka. Körfubolti 20. nóvember 2013 18:30
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Valur 73-76 | Úrslit kvöldsins Valur gerði góða ferð til Keflavíkur og vann þar þriggja stiga sigur í Domino's-deild kvenna í kvöld. Körfubolti 17. nóvember 2013 18:26
Frábær seinni hálfleikur hjá Keflvíkingum | Úrslit kvöldsins Bryndís Guðmundsdóttir fór á kostum í liði Keflavíkur sem lagði Grindavík með tuttugu stiga mun í Domino's-deild kvenna í körfubolta í kvöld. Körfubolti 13. nóvember 2013 21:23
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Snæfell | 74-77 Snæfell sigraði Val, 77-74, í 9. umferð Dominos-deildar kvenna í Vodafonehöllinni í kvöld. Gestirnir voru yfir allan leikinn en Valskonur hleyptu spennu í lokamínúturnar. Jaleesa Butler fékk tækifæri að jafna leikinn á lokasekúndunni en skotið geigaði. Körfubolti 13. nóvember 2013 15:03
Tvöfaldur slagur Keflavíkur og Grindavíkur Það verður sannkallaður risaslagur í 16-liða úrslitum Powerade-bikars karla í körfubolta þegar Keflavík fær Grindavík í heimsókn. Körfubolti 5. nóvember 2013 14:12
Fyrsti útisigur Grindavíkurkvenna á tímabilinu Grindavík vann sinn fyrsta útisigur á tímabilinu þegar liðið heimsótti botnlið KR í DHL-höllina í kvöld í 7. umferð Dominos-deild kvenna í körfubolta. Grindavík hafði tapað tveimur fyrstu útileikjum tímabilsins en vann nokkuð öruggan tíu stiga sigur á Kanalausu KR-liði í Frostaskjólinu, 79-69. Körfubolti 3. nóvember 2013 21:11
Hardy í miklum ham á móti Hamri Haukar stöðvuðu tveggja leikja sigurgöngu Hamars með því að vinna sex stiga sigur, 86-80, í Hveragerði í kvöld í 7. umferð Dominos-deild kvenna í körfubolta. Körfubolti 3. nóvember 2013 20:49
Keflavíkurkonur með sjöunda sigurinn í röð Keflavík er komið með fjögurra stiga forskot á toppi Dominos-deildar kvenna í körfubolta eftir eins stigs sigur á Snæfelli í kvöld, 69-68, í uppgjöri tveggja efstu liða deildarinnar í Stykkishólmi. Körfubolti 3. nóvember 2013 18:49
Langþráður sigur hjá Valskonum Jaleesa Butler var með þrennu þegar Valur vann níu stiga sigur á Njarðvík, 92-83, í Ljónagryfjunni í Njarðvík í leik liðanna í Dominos-deild kvenna í körfubolta í dag. Butler var með 24 stig, 13 fráköst og 11 stoðsendingar í leiknum. Körfubolti 2. nóvember 2013 17:46
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - Snæfell 66-67 | Dominos-deild kvenna Snæfell vann dramatískan sigur á Haukum á Ásvöllum í kvöld í Dominos-deild kvenna en leikurinn var spennandi frá upphafi til enda. Körfubolti 30. október 2013 20:00
Haukar og Snæfell mætast tvisvar á fjórum klukkutímum - frítt inn Það verður tvíhöfði í Schenkerhöllinni á Ávöllum í kvöld þegar Haukar og Snæfell mætast bæði í Domnios-deild karla og Domnios-deild kvenna í körfubolta. Það er ekki á hverjum degi sem sömu lið mætast tvisvar á fjórum klukkutímum. Körfubolti 30. október 2013 10:45
Úrslit kvöldsins í Dominos-deild kvenna | Keflavík á toppnum Þrír leikir fóru fram í Dominos-deild kvenna í kvöld. Keflavík er enn með fullt hús stiga á toppnum eftir sigur á nágrönnum sínum í Njarðvík. Körfubolti 27. október 2013 21:04
Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Snæfell 57-80 | Auðvelt hjá Snæfelli Snæfell vann öruggan sigur á Kanalausum KR stelpum í Dominos deild kvenna í kvöld 80-57. Leikurinn var í raun aldrei spennandi en 23 stigum munaði í hálfleik 46-23. Körfubolti 27. október 2013 13:09
Lele Hardy sá um Valsstúlkur Haukastúlkur sóttu góðan sigur í Vodafonehöllina í dag er þær unnu öruggan sigur á Val í Dominos-deild kvenna. Körfubolti 26. október 2013 17:48
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Keflavík 85-86 | Meistararnir höfðu betur gegn meistaraefnunum Íslandsmeistarar Keflavíkur eru enn ósigraðar í Dominos deild kvenna í körfubolta eftir eins stigs sigur á meistaraefnunum í Val 86-85 í Vodafone höllinni. Valur var tveimur stigum yfir í hálfeik 40-38. Körfubolti 16. október 2013 11:47
Sigrar hjá KR og Njarðvík - öll úrsltin í kvennakörfunni KR-stúlkur og Njarðvíkurstúlkur unnu bæði sína leiki í Domino´s-deild kvenna í körfuknattleik í kvöld. Njarðvík gerði góða ferð í Hafnarfjörðinn og vann Hauka 83-97. KR skellti Hamri á heimavelli 62-60. Körfubolti 13. október 2013 21:40
Létu forskotið ekki af hendi Eftir svekkjandi tap gegn Grindavík í fyrstu umferð Domino´s-deildar kvenna í körfuknattleik lögðu stúlkurnar af Snæfellsnesinu Valskonur 72-60 í kvöld. Körfubolti 13. október 2013 18:45
Auðveldur sigur hjá Keflavíkurkonum gegn nágrönnunum | Umfjöllun og viðtöl Keflavík átti ekki í miklum vandræðum með nágranna sína úr Grindavík í Domino´s-deild kvenna í kvöld. Lokatölur leiksins voru 84-67. Körfubolti 13. október 2013 18:45
Úrslit kvöldsins í Dominos-deild kvenna Dominos-deild kvenna hófst í kvöld með fjórum leikjum. Keflavík hóf titilvörn sína með því að leggja Hauka í hörkuleik. Körfubolti 9. október 2013 21:14
KR og Val spáð Íslandsmeistaratitlunum í körfunni KR og Valur verða Íslandsmeistarar í körfubolta næsta vor ef marka má spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna sem var kynnt rétt áðan á árlegum kynningarfundi KKÍ fyrir Dominosdeildir karla og kvenna. Á kynningarfundinum var skrifað undir samstarfssamning við Stöð 2 sport um stóraukna umfjöllun um Domino's deildirnar í vetur. Körfubolti 8. október 2013 14:03
Ágúst fyrstur til að gera tvö félög að meisturum Ágúst Björgvinsson, gerði Valskonur að Lengjubikarmeisturum í körfubolta í gær og vann um leið sinn þriðja Fyrritækjabikar sem þjálfari. Hann er fyrsti þjálfarinn sem vinnur Fyrirtækjabikar kvenna með tveimur félögum. Körfubolti 30. september 2013 15:15
Umfjöllun og viðtöl: Valur Lengjubikarmeistari kvenna Valur varð í dag Lengjubikarmeistari kvenna í körfubolta. Valur lagði þá Hauka í hörkuleik sem fram fór í Ljónagryfjunni í Njarðvík. Körfubolti 29. september 2013 00:01
Keflavík mun sakna Ingunnar Emblu Ingunn Embla Kristínardóttir, leikmaður kvennaliðs Keflavíkur í körfuknattleik, verður frá keppni í vetur. Körfubolti 27. september 2013 16:30
Grindvíkingar án lykilmanns í vetur "Þetta spyrst fljótt út hérna,“ segir Petrúnella Skúladóttir, leikmaður Grindavíkur. Hinar gulklæddu þurfa að venjast lífinu án framherjans í eitt tímabil því Petrúnella er barnshafandi. Hún hefur ekki áhyggjur af liðinu. Körfubolti 27. september 2013 00:01
Valskonur í úrslitaleikinn í Lengjubikarnum Valur tryggði sér sæti í úrslitaleik Lengjubikars kvenna í körfubolta eftir 84-74 stiga útisigur á Grindavík í Röstinni í kvöld en þetta var hreinn úrslitaleikur um sigur í riðlinum og þar með sæti í úrslitaleiknum á móti Haukum á sunnudaginn kemur. Körfubolti 23. september 2013 20:55
Hardy með tröllatvennu í sigri á Hólmurum Lele Hardy fór á kostum í kvöld þegar Haukar unnu 87-70 sigur á Snæfelli á Ásvöllum í Lengjubikar kvenna en Haukakonur stigu stórt skref í átt að úrslitaleik keppninnar með þessum flotta sigri. Körfubolti 19. september 2013 21:29