Keflavík kjöldróg KR | Annar sigur Hamarskvenna Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. nóvember 2014 18:39 Tyson-Thomas fór á kostum í DHL-höllinni í dag. Vísir/vilhelm Þrír leikir fóru fram í Domino's deild kvenna í körfubolta í dag. Snæfell vann góðan útisigur á Val, 79-88, eins og lesa má um hér. Carmen Tyson-Thomas fór á kostum þegar Keflavík vann öruggan sigur á KR í DHL-höllinni. Hún skoraði alls 35 stig, tók 15 fráköst og stal boltanum fjórum sinnum. Keflavíkurkonur tóku völdin strax í byrjun leiks og leiddu með 22 stigum eftir fyrsta leikhluta, 10-32. Munurinn jókst í öðrum leikhluta og Keflavík leiddi með 32 stigum að honum loknum, 22-54. KR-konur bitu aðeins frá sér í seinni hálfleik, en þegar yfir lauk var munurinn 29 stig, 58-87. Tyson-Thomas var sem áður sagði atkvæðamest hjá Keflavík, en annars dreifðist stigaskorið vel. Keflavík hafði gríðarlega yfirburði undir körfunni í leiknum, en liðið tók 30 fleiri fráköst en KR (36-66). Björg Guðrún Einarsdóttir stóð upp úr í liði KR með 23 stig, átta fráköst og fimm stolna bolta. Með sigrinum komst Keflavík aftur í toppsæti deildarinnar en liðið hefur unnið níu af tíu deildarleikjum sínum á tímabilinu. KR er hins vegar í 7. og næstneðsta sæti með aðeins tvö stig.Tölfræði leiksins:KR-Keflavík 58-87 (10-32, 12-22, 16-19, 20-14)KR: Björg Guðrún Einarsdóttir 23/8 fráköst/5 stolnir, Simone Jaqueline Holmes 15/4 fráköst/3 varin skot, Bergþóra Holton Tómasdóttir 14, Perla Jóhannsdóttir 3, Sólrún Sæmundsdóttir 2/4 fráköst, Sara Mjöll Magnúsdóttir 1/8 fráköst/5 varin skot, Þórkatla Dagný Þórarinsdóttir 0, Anna María Ævarsdóttir 0, Elín Þóra Helgadóttir 0, Gunnhildur Bára Atladóttir 0, Þorbjörg Andrea Friðriksdóttir 0/7 fráköst, Aníta Eva Viðarsdóttir 0.Keflavík: Carmen Tyson-Thomas 35/15 fráköst, Ingunn Embla Kristínardóttir 11, Sara Rún Hinriksdóttir 10/9 fráköst, Sandra Lind Þrastardóttir 10/8 fráköst/5 stolnir, Bríet Sif Hinriksdóttir 8, Marín Laufey Davíðsdóttir 6/16 fráköst, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 4/7 fráköst, Thelma Dís Ágústsdóttir 3/4 fráköst, Lovísa Falsdóttir 0, Hallveig Jónsdóttir 0, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 0, Elfa Falsdottir 0. Hamar krækti í sinn annan sigur í vetur þegar liðið lagði Breiðablik að velli í Smáranum, 50-66. Blikakonur áttu í mestu vandræðum í sókninni í dag og til marks um það skoraði liðið aðeins sex stig í 2. og 4. leikhluta. Heimakonur leiddu þó, 20-12, eftir 1. leikhluta en eftir hann tóku Hvergerðingar völdin og tryggðu sér mikilvægan sigur í botnbaráttunni. Sydnei Moss fór fyrir Hamarskonum með 25 stig, tólf fráköst og sex stolna bolta. Arielle Wideman og Jóhanna Björk Sveinsdóttir skoruðu 14 stig hvor fyrir Breiðablik sem er í 8. og neðsta sæti deildarinnar með tvö stig, jafnmörg og KR.Tölfræði leiksins:Breiðablik-Hamar 50-66 (20-12, 6-16, 18-22, 6-16)Breiðablik: Arielle Wideman 14/8 fráköst, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 14/10 fráköst, Unnur Lára Ásgeirsdóttir 8/13 fráköst, Elín Sóley Hrafnkelsdóttir 5/4 fráköst, Kristbjörg Pálsdóttir 3/5 fráköst, Ingunn Erla Kristjánsdóttir 2/4 fráköst, Berglind Karen Ingvarsdóttir 2/5 fráköst, Isabella Ósk Sigurðardóttir 2, Aníta Rún Árnadóttir 0, Elín Kara Karlsdóttir 0, Hlín Sveinsdóttir 0, Alexandra Sif Herleifsdóttir 0.Hamar: Sydnei Moss 25/12 fráköst/6 stolnir, Þórunn Bjarnadóttir 11, Kristrún Rut Antonsdóttir 9/4 fráköst/5 stoðsendingar, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 8/9 fráköst/4 varin skot, Heiða B. Valdimarsdóttir 6/6 fráköst, Sóley Guðgeirsdóttir 5/10 fráköst, Helga Vala Ingvarsdóttir 2, Vilborg Óttarsdóttir 0, Jóna Sigríður Ólafsdóttir 0, Jóhanna Herdís Sævarsdóttir 0, Erika Mjöll Jónsdóttir 0. Dominos-deild kvenna Mest lesið Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Enduðu árið með stæl Enski boltinn Dómari blóðugur eftir slagsmál Sport Strákarnir komnir í úrslit Handbolti Kærkominn sigur City Enski boltinn Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Körfubolti Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Enski boltinn Ófarir Spurs halda áfram Enski boltinn Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Fleiri fréttir Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Sjá meira
Þrír leikir fóru fram í Domino's deild kvenna í körfubolta í dag. Snæfell vann góðan útisigur á Val, 79-88, eins og lesa má um hér. Carmen Tyson-Thomas fór á kostum þegar Keflavík vann öruggan sigur á KR í DHL-höllinni. Hún skoraði alls 35 stig, tók 15 fráköst og stal boltanum fjórum sinnum. Keflavíkurkonur tóku völdin strax í byrjun leiks og leiddu með 22 stigum eftir fyrsta leikhluta, 10-32. Munurinn jókst í öðrum leikhluta og Keflavík leiddi með 32 stigum að honum loknum, 22-54. KR-konur bitu aðeins frá sér í seinni hálfleik, en þegar yfir lauk var munurinn 29 stig, 58-87. Tyson-Thomas var sem áður sagði atkvæðamest hjá Keflavík, en annars dreifðist stigaskorið vel. Keflavík hafði gríðarlega yfirburði undir körfunni í leiknum, en liðið tók 30 fleiri fráköst en KR (36-66). Björg Guðrún Einarsdóttir stóð upp úr í liði KR með 23 stig, átta fráköst og fimm stolna bolta. Með sigrinum komst Keflavík aftur í toppsæti deildarinnar en liðið hefur unnið níu af tíu deildarleikjum sínum á tímabilinu. KR er hins vegar í 7. og næstneðsta sæti með aðeins tvö stig.Tölfræði leiksins:KR-Keflavík 58-87 (10-32, 12-22, 16-19, 20-14)KR: Björg Guðrún Einarsdóttir 23/8 fráköst/5 stolnir, Simone Jaqueline Holmes 15/4 fráköst/3 varin skot, Bergþóra Holton Tómasdóttir 14, Perla Jóhannsdóttir 3, Sólrún Sæmundsdóttir 2/4 fráköst, Sara Mjöll Magnúsdóttir 1/8 fráköst/5 varin skot, Þórkatla Dagný Þórarinsdóttir 0, Anna María Ævarsdóttir 0, Elín Þóra Helgadóttir 0, Gunnhildur Bára Atladóttir 0, Þorbjörg Andrea Friðriksdóttir 0/7 fráköst, Aníta Eva Viðarsdóttir 0.Keflavík: Carmen Tyson-Thomas 35/15 fráköst, Ingunn Embla Kristínardóttir 11, Sara Rún Hinriksdóttir 10/9 fráköst, Sandra Lind Þrastardóttir 10/8 fráköst/5 stolnir, Bríet Sif Hinriksdóttir 8, Marín Laufey Davíðsdóttir 6/16 fráköst, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 4/7 fráköst, Thelma Dís Ágústsdóttir 3/4 fráköst, Lovísa Falsdóttir 0, Hallveig Jónsdóttir 0, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 0, Elfa Falsdottir 0. Hamar krækti í sinn annan sigur í vetur þegar liðið lagði Breiðablik að velli í Smáranum, 50-66. Blikakonur áttu í mestu vandræðum í sókninni í dag og til marks um það skoraði liðið aðeins sex stig í 2. og 4. leikhluta. Heimakonur leiddu þó, 20-12, eftir 1. leikhluta en eftir hann tóku Hvergerðingar völdin og tryggðu sér mikilvægan sigur í botnbaráttunni. Sydnei Moss fór fyrir Hamarskonum með 25 stig, tólf fráköst og sex stolna bolta. Arielle Wideman og Jóhanna Björk Sveinsdóttir skoruðu 14 stig hvor fyrir Breiðablik sem er í 8. og neðsta sæti deildarinnar með tvö stig, jafnmörg og KR.Tölfræði leiksins:Breiðablik-Hamar 50-66 (20-12, 6-16, 18-22, 6-16)Breiðablik: Arielle Wideman 14/8 fráköst, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 14/10 fráköst, Unnur Lára Ásgeirsdóttir 8/13 fráköst, Elín Sóley Hrafnkelsdóttir 5/4 fráköst, Kristbjörg Pálsdóttir 3/5 fráköst, Ingunn Erla Kristjánsdóttir 2/4 fráköst, Berglind Karen Ingvarsdóttir 2/5 fráköst, Isabella Ósk Sigurðardóttir 2, Aníta Rún Árnadóttir 0, Elín Kara Karlsdóttir 0, Hlín Sveinsdóttir 0, Alexandra Sif Herleifsdóttir 0.Hamar: Sydnei Moss 25/12 fráköst/6 stolnir, Þórunn Bjarnadóttir 11, Kristrún Rut Antonsdóttir 9/4 fráköst/5 stoðsendingar, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 8/9 fráköst/4 varin skot, Heiða B. Valdimarsdóttir 6/6 fráköst, Sóley Guðgeirsdóttir 5/10 fráköst, Helga Vala Ingvarsdóttir 2, Vilborg Óttarsdóttir 0, Jóna Sigríður Ólafsdóttir 0, Jóhanna Herdís Sævarsdóttir 0, Erika Mjöll Jónsdóttir 0.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Enduðu árið með stæl Enski boltinn Dómari blóðugur eftir slagsmál Sport Strákarnir komnir í úrslit Handbolti Kærkominn sigur City Enski boltinn Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Körfubolti Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Enski boltinn Ófarir Spurs halda áfram Enski boltinn Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Fleiri fréttir Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Sjá meira