Körfubolti

Grindavíkurkonur gáfu í eftir hálfleiksræðuna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
María Ben Erlingsdóttir.
María Ben Erlingsdóttir.
Grindavík varð fyrsta liðið til að vinna tvo leiki í Dominos-deild kvenna í körfubolta eftir öruggan 23 stiga sigur á nýliðum Breiðabliks, 80-57, í fyrsta leiknum í 2. umferð í Smáranum í kvöld.

Rachel Tecca, bandaríski framherjinn í liði Grindavíkur, er flottur leikmaður og var með 28 stig, 15 fráköst og 5 stolna fyrir Grindavík í kvöld. María Ben Erlingsdóttir var stigahæst af íslensku leikmönnum liðsins með 15 stig.

Kristbjörg Pálsdóttir skoraði 13 stig en þau komu öll í fyrri hálfleiknum. Jóhanna Björk Sveinsdóttir var með 11 stig og 9 fráköst og Unnur Lára Ásgeirsdóttir skoraði 10 stig og tók 14 fráköst.

Breiðablikskonur héldu í við Grindavíkurliðið í fyrri hálfleiknum þar sem liðið skoraði meðal annars sex þriggja stiga körfur. Grindavíkurkonur fengu greinilega orð í eyra frá Sverri Þór Sverrissyni þjálfari í hálfleik því þær spiluðu allt aðra og betri vörn í seinni hálfleiknum.

Grindavík var fimm stigum yfir í hálfleik, 43-38, en stakk af í þriðja leikhlutanum sem liðið vann 22-8. Eftir það var sigur Grindavíkurliðsins aldrei í hættu.

Grindavíkurliðið hefur þar með unnið tvo fyrstu leiki sína í deildinni en Blikakonur hafa aftur á móti tapað sínum tveimur leikjum.



Breiðablik-Grindavík 57-80 (22-22, 16-21, 8-22, 11-15)

Breiðablik: Kristbjörg Pálsdóttir 13/7 fráköst, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 11/9 fráköst, Unnur Lára Ásgeirsdóttir 10/14 fráköst, Arielle Wideman 7/8 fráköst/6 stoðsendingar, Berglind Karen Ingvarsdóttir 5/4 fráköst, Ingunn Erla Kristjánsdóttir 4, Elín Sóley Hrafnkelsdóttir 4, Aníta Rún Árnadóttir 3.

Grindavík: Rachel Tecca 28/15 fráköst/5 stolnir, María Ben Erlingsdóttir 15, Pálína Gunnlaugsdóttir 10/7 fráköst, Jeanne Lois Figeroa Sicat 9, Petrúnella Skúladóttir 8/5 fráköst, Guðlaug Björt Júlíusdóttir 8, Ásdís Vala Freysdóttir 2, Elsa Katrín Eiríksdóttir 0, Julia Lane Figueroa Sicat 0, Jóhanna Rún Styrmisdóttir 0/3 varin skot, Ingibjörg Jakobsdóttir 0/6 stoðsendingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×