Körfubolti

KR og Keflavík verða Íslandsmeistarar næsta vor

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
KR vann Íslandsmeistaratitilinn síðastan vor og á að verja hann á þessu tímabili samkvæmt árlegri spá.
KR vann Íslandsmeistaratitilinn síðastan vor og á að verja hann á þessu tímabili samkvæmt árlegri spá. Vísir/Andri Marinó
KR og Keflavík var spáð Íslandsmeistaratitlinum í körfubolta körfuboltanum á árlegum kynningarfundi fyrir Dominos-deildirnar sem haldin var í Laugardalshöllinni í hádeginu.

Fyrirliðar, þjálfarar og forráðamenn spáðu fyrir um lokaröð liðanna eins og venjan er á fundi sem þessum en Domnios-deildirnar hefjast í þessari viku, stelpurnar á morgun og strákarnir á fimmtudaginn.

Kvennaliði Keflavíkur er spáð Íslandsmeistaratitlinum hjá konunum en liðið spilar nú á nýjan leik undir stjórn Sigurðar Ingimundarsonar sem gerði Keflavíkurkonur að Íslands- og bikarmeisturum þegar hann þjálfaði þær síðast 2012-13.

Fjögur af átta liðum deildarinnar komast í úrslitakeppnina og þar verða samkvæmt spánni Snæfell, Grindavík og Valur ásamt Keflavík.

Hamar er spáð falli úr deildinni en Blikastúlkur, sem eru nýliðar í deildinni í vetur, er spáð sjöunda sæti.

 

Karlalið KR vann Íslandsmeistaratitilinn síðasta vor og þótt að liðið hafi misst leikmann ársins (Martin Hermannsson) til Bandaríkjanna þá er valinn maður í hverju rúmi og í vetur spilar auk þess með liðinu Michael Craion, besti erlendi leikmaður Domino´s deild karla á síðustu leiktíð.

Hin þrjú liðin sem verða með heimavallarrétt í átta liða úrslitum úrslitakeppninnar verða samkvæmt spánni Grindavík, Stjarnan og Njarðvík.

ÍR og Skallagrími er spáð falli úr deildinni en nýliðum Tindastóls er aftur á móti spáð fimmta sæti. Tindastóll teflir fram í vetur reynsluboltunum Darrel (Keith Lewis ) og Darrell (Flake) sem báðir eru með íslenskt vegabréf.



Spáin fyrir Dominos-deild kvenna:

1. Keflavík 174 stig

2. Snæfell 146 stig

3. Grindavík 138 stig

4. Valur 138 stig

5. Haukar 100 stig

6. KR 72 stig

7. Breiðablik 49 stig

8. Hamar 47 stig



Spáin fyrir Dominos-deild karla:

1. KR 425 stig

2. Grindavík 342 stig

3. Stjarnan 340 stig

4. Njarðvík 318 stig

5. Tindastóll 282 stig

6. Haukar 275 stig

7. Keflavík 221 stig

8. Snæfell 165 stig

9. Þór Þorlákshöfn 154 stig

10. Fjölnir 117 stig

11. ÍR 101 stig

12. Skallagrímur 68 stig


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×