Körfubolti

Lele með tvo tröllaleiki í röð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lele Hardy.
Lele Hardy. Vísir/Daníel
Lele Hardy, bandaríski leikmaður kvennaliðs Hauka, hefur farið mikinn í síðustu leikjum í Dominos-deild kvenna en Haukaliðið hefur unnið þá báða í framlengingu og heldur því sigurgöngu sinni áfram.

Lele Hardy var með 40 stig og 29 fráköst (61 í framlagi) í sigri á KR í gær og var með 36 stig og 25 fráköst í sigri á Val í leiknum á undan. Haukaliðið vann báða leikina eftir mikla spennu og framlengingu.

Það kallast tröllatvenna að ná tveimur tölfræðiþáttum yfir tuttugu og það hefur þessi öflugi leikmaður nú gert í tveimur leikjum í röð.

Lele Hardy er efst í deildinni í bæði stigum og fráköstum og á mjög mikinn þátt í því að Haukaliðið er búið að vinna sex leiki í röð í deildinni.

Lele er með 29,3 stig og 20,7 fráköst að meðaltali eða tröllatvennu að meðaltali í leik. Lele er einnig í 5. sæti í stoðsendingum með 4,7 í leik auk þess að vera efst í stolnum boltum með 5,14 að meðaltali í leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×