Keflavíkurkonur fá góða heimsókn í janúar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. nóvember 2014 18:00 Jennifer Boucek fagnar hér sigri með Keflavíkurliðinu. Með henni á myndinni eru Erla Þorsteinsdóttir og Erla Reynisdóttir. Vísir/Brynjar Gauti Jennifer Boucek, fyrrum aðalþjálfari og núverandi aðstoðarþjálfari í WNBA-deildinni í körfubolta, er á leiðinni til Íslands og mun stýra æfingabúðum í Keflavík í janúar. Æfingabúðirnar eru fyrir stúlkur fæddar árið 2006 eða fyrr en það er Kvennaráð Keflavíkur sem stendur fyrir komu Jenny Boucek aftur til Íslands. Flestar þeirra ef ekki allar spiluðu með Boucek á sínum tíma. Jenny Boucek átti flottan feril og spilaði meðal annars á fyrsta tímabilinu í WNBA-deildinni áður en hún kom til Íslands tímabilið 1997 til 1998 þar sem hún tapaði varla leik í búningi Keflavíkurliðsins. Boucek var frábær varnarmaður og mikill leiðtogi á velli. Boucek hjálpaði þá Keflavík að vinna tvöfalt. Hún var með 18,2 stig og 3,2 stoðsendingar að meðaltali í úrslitakeppninni þar sem Keflavíkurliðið vann 5 af 6 leikjum sínum og þá var Boucek með 27 stig í sigri Keflavíkur í bikarúrslitaleiknum. Boucek varð að leggja skóna á hilluna árið eftir vegna bakmeiðsla en hefur síðan unnið sem þjálfari. Boucek var meðal annars aðalþjálfari Sacramento Monarchs WNBA-liðsins frá 2007 til 2009 en hefur lengstum verið aðstoðarþjálfari Seattle Storm. Jenny Boucek náði því að verða fyrst allra til að vera leikmaður, aðstoðarþjálfari og þjálfari í WNBA-deildinni. Auk þess að þjálfa í WNBA-deildinni þá hefur hún unnið fyrir NBA-lið. Hún vann sem njósnari fyrir Seattle Supersonics og var þá fyrsta konan til að fá það starf. Nú síðast vann Boucek í æfingabúðum fyrir núverandi tímabil hjá Dallas Mavericks en hún og þjálfarinn Rick Carlisle þekkjast síðan þau voru saman í University of Virginia háskólanum. Dominos-deild kvenna NBA Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Sjá meira
Jennifer Boucek, fyrrum aðalþjálfari og núverandi aðstoðarþjálfari í WNBA-deildinni í körfubolta, er á leiðinni til Íslands og mun stýra æfingabúðum í Keflavík í janúar. Æfingabúðirnar eru fyrir stúlkur fæddar árið 2006 eða fyrr en það er Kvennaráð Keflavíkur sem stendur fyrir komu Jenny Boucek aftur til Íslands. Flestar þeirra ef ekki allar spiluðu með Boucek á sínum tíma. Jenny Boucek átti flottan feril og spilaði meðal annars á fyrsta tímabilinu í WNBA-deildinni áður en hún kom til Íslands tímabilið 1997 til 1998 þar sem hún tapaði varla leik í búningi Keflavíkurliðsins. Boucek var frábær varnarmaður og mikill leiðtogi á velli. Boucek hjálpaði þá Keflavík að vinna tvöfalt. Hún var með 18,2 stig og 3,2 stoðsendingar að meðaltali í úrslitakeppninni þar sem Keflavíkurliðið vann 5 af 6 leikjum sínum og þá var Boucek með 27 stig í sigri Keflavíkur í bikarúrslitaleiknum. Boucek varð að leggja skóna á hilluna árið eftir vegna bakmeiðsla en hefur síðan unnið sem þjálfari. Boucek var meðal annars aðalþjálfari Sacramento Monarchs WNBA-liðsins frá 2007 til 2009 en hefur lengstum verið aðstoðarþjálfari Seattle Storm. Jenny Boucek náði því að verða fyrst allra til að vera leikmaður, aðstoðarþjálfari og þjálfari í WNBA-deildinni. Auk þess að þjálfa í WNBA-deildinni þá hefur hún unnið fyrir NBA-lið. Hún vann sem njósnari fyrir Seattle Supersonics og var þá fyrsta konan til að fá það starf. Nú síðast vann Boucek í æfingabúðum fyrir núverandi tímabil hjá Dallas Mavericks en hún og þjálfarinn Rick Carlisle þekkjast síðan þau voru saman í University of Virginia háskólanum.
Dominos-deild kvenna NBA Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“