Helena Ólafsdóttir hætt hjá FH Helena Ólafsdóttir er hætt þjálfun meistaraflokksliðs kvenna í knattspyrnu hjá FH. Þetta kemur fram í sameiginlegri yfirlýsingu hennar og meistaraflokksráðs Fimleikafélagsins sem birt var á heimasíðu félagsins í dag. Íslenski boltinn 16. júlí 2012 18:38
Danskur landsliðsmaður til Vals Danski framherjinn Johanna Rasmussen er gengin í raðir Valskvenna á láni frá Kristianstad í Svíþjóð. Fótbolti.net greinir frá þessu í dag. Íslenski boltinn 16. júlí 2012 18:00
Serbneskar landsliðskonur semja við KR Botnlið KR í Pepsi-deild kvenna hefur fengið liðsstyrk fyrir seinni hluti mótsins því tvær serbneskar landsliðskonur hafa samið við félagið. Íslenski boltinn 14. júlí 2012 11:30
Stjarnan í undanúrslit - myndir Íslandsmeistarar Stjörnunnar komust í undanúrslit Borgunarbikars kvenna í kvöld með glæsilegum 1-3 sigri á Blikum á Kópavogsvelli í kvöld. Íslenski boltinn 13. júlí 2012 22:45
Hlynur: Það þorir ekkert lið að spila fótbolta gegn okkur "Við erum svekkt með að vera dottinn út úr þessari skemmtilegu keppni en ég held að við höfum gefið Stjörnunni frábæran leik. Við göngum þannig séð sátt frá þessum leik. Við spiluðum virkilega vel og erum ofan á allan leikinn. Við gleymum okkur í tvö skipti í fyrri hálfleik þar sem Stjarnan refsar okkur vel og það eru góð lið sem þurfa ekki fleiri færi en þetta til að klára leiki. Markið sem þær skora í seinni hálfleik er einstakt,“ sagði Hlynur Svan Eiríksson, þjálfari Breiðabliks, eftir tapið gegn Stjörnunni í Borgunarbikarnum í kvöld. Íslenski boltinn 13. júlí 2012 22:03
Sandra María skaut Þór/KA í undanúrslit Besti leikmaður fyrri umferðar Pepsi-deildar kvenna, Sandra María Jessen, skaut liði Þór/KA í undanúrslit Borgunarbikarsins í kvöld. Íslenski boltinn 13. júlí 2012 19:55
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Stjarnan 1-3 | Valur og KR líka áfram Stjarnan tryggði sér sæti í undanúrslitum Borgunar bikarsins með góðum 3-1 sigri á Breiðabliki á útivelli í kvöld. Breiðablik byrjaði leikinn betur og skoraði fyrsta markið en Stjarnan var mun beinskeyttari í leik sínum og eftir að liðið skoraði tvö mörk á þremur mínútum um miðbik fyrri hálfleiks var aldrei spurning hvort liðið færi með sigur af hólmi. Íslenski boltinn 13. júlí 2012 14:34
Danka Podovac: Erum með besta liðið í deildinni Danka Podovac, serbneski miðjumaður Eyjakvenna í Pepsi-deildinni, var valin í úrvalslið fyrri hluta mótsins sem tilkynnt var í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar í gær. Íslenski boltinn 13. júlí 2012 09:00
Sandra María: Mættu í hjólabuxum í bandarísku fánalitunum Sandra María Jessen, leikmaður Þórs/KA, var himinlifandi að hafa verið kosin besti leikmaður fyrri hluta Íslandsmóts kvenna í knattspyrnu. Íslenski boltinn 12. júlí 2012 16:30
Sandra María Jessen besti leikmaður fyrstu níu umferðanna Sandra María Jessen, leikmaður Þór/KA í Pepsi-deild kvenna, var í dag útnefnd besti leikmaður fyrstu níu umferðanna. Þá var þjálfari hennar hjá Þór/KA, Jóhann Kristinn Gunnarsson, valinn þjálfari umferðanna. Íslenski boltinn 12. júlí 2012 15:00
Félagaskiptaglugginn opnar á sunnudaginn Sunnudaginn 15. júlí opnar félagaskiptaglugginn fyrir leikmenn meistaraflokka í knattspyrnu og samningsbundna leikmenn yngri flokka. Þetta kemur fram á heimasíðu Knattspyrnusambands Íslands. Íslenski boltinn 12. júlí 2012 11:15
Markvörður KR valinn í Ólympíuhóp Breta Norður-Írinn Emma Higgins, sem varið hefur mark KR-inga í Pepsi-deild kvenna í sumar, hefur verið valin í landslið Breta sem leikur á Ólympíuleikunum í London í sumar. Þetta kemur fram á heimasíðu KR. Íslenski boltinn 12. júlí 2012 09:15
Danka Podovac og Guðrún Arnardóttir hlutu verðlaun Danka Podovac, miðjumaður ÍBV, og Guðrún Arnardóttir, varnarmaður Breiðabliks, voru í gær verðlaunaðar af Félagi áhugafólks um kvennaknattspyrnu fyrir frammistöðu sína í júnímánuði. Íslenski boltinn 12. júlí 2012 06:00
Eyjakonur hvíldu lykilmenn í sigri á KR | Myndasyrpa ÍBV vann 2-0 sigur á KR í viðureign liðanna í Pepsi-deild kvenna í Vesturbæ Reykjavíkur í kvöld. Íslenski boltinn 10. júlí 2012 22:45
Sandra María með tvö í öruggum sigri Þór/KA á Fylki Þór/KA heldur efsta sæti Pepsi-deildar kvenna að loknum níu leikjum en liðið lagði Fylki að velli 4-0 norðan heiða í dag. Íslenski boltinn 10. júlí 2012 20:36
Umfjöllun og viðtöl: KR - ÍBV 0-2 | KR enn án sigurs ÍBV vann þægilegan 2-0 sigur á KR í viðureign liðanna í 9. umferð Pepsi-deildar kvenna í Vesturbæ Reykjavíkur í dag. Íslenski boltinn 10. júlí 2012 20:01
Ótrúleg endurkoma FH-inga gegn Blikum | Ashley og Harpa með þrennu Nýliðar FH komu heldur betur á óvart og unnu 3-2 sigur á Breiðabliki í viðureign liðanna í 9. umferð Pepsi-deildar kvenna á Kaplakrikavelli í kvöld. Íslenski boltinn 10. júlí 2012 15:40
Afturelding skellti bikarmeisturum Vals Afar óvænt úrslit urðu í 9. umferð Pepsi-deildar kvenna þegar Afturelding lagði bikarmeistara Vals að velli á Hlíðarenda 1-0. Íslenski boltinn 9. júlí 2012 21:05
Blikakonur unnu dýrmætan sigur á Val - myndir Breiðablik komst upp í 2. sæti Pepsi-deildar kvenna eftir 1-0 sigur á Val á Kópavogsvellinum í kvöld. Blikakonur unnu þarna langþráðan og mikilvægan sigur en Valsliðið var búið að vinna síðustu sjö deildar- og bikarleiki liðanna. Íslenski boltinn 3. júlí 2012 22:01
Afturelding sendi KR niður í botnsætið - öll úrslit kvöldsins hjá stelpunum Heil umferð fór fram í Pepsi-deild kvenna í kvöld. Þór/KA nýtti sér jafntefli ÍBV og Stjörnunnar í Eyjum og náði tveggja stiga forskoti á toppi deildarinnar. Blikakonur fóru upp í annað sætið eftir sigur á Val. Afturelding vann sinn fyrsta sigur í sumar og komst upp úr botnsætið með sigri á KR. Íslenski boltinn 3. júlí 2012 21:26
Sandra María með tvö og Þór/KA með tveggja stiga forskot á toppnum Hin 17 ára gamla Sandra María Jessen skoraði tvö mörk fyrir topplið Þór/KA sem vann 6-2 sigur á Selfossi í 8. umferð Pepsi-deildar kvenna í kvöld. Þór/KA komst í 2-0 í upphafi leiks en Selfoss tókst að jafna fyrir hlé. Þór/KA var síðan sterkara í seinni hálfleiknum. Íslenski boltinn 3. júlí 2012 19:51
Stjörnukonur misstu niður 2-0 forskot í Eyjum - Danka með tvö fyrir ÍBV ÍBV og Stjarnan gerðu 2-2 jafntefli í toppslag í 8. umferð Pepsi-deild kvenna í kvöld en bæði lið hafa verið að ná góðum úrslitum í undanförnum leikjum sínum. Stjarnan komst í 2-0 í fyrri hálfleik en ÍBV-liðinu tókst að tryggja sér eitt stig í þeim síðari. Danka Podovac var hetja Eyjaliðsins en hún skoraði tvö mörk í seinni hálfleiknum. Íslenski boltinn 3. júlí 2012 17:30
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - Valur 1-0 Rakel Hönnudóttir skoraði eina markið þegar Breiðablik vann Val 1-0 í 8. umferð Pepsi-deildar kvenna í kvöld en þetta er þriðja deildartap Valsliðsins í sumar. Blikakonur eru eftir sigurinn tveimur stigum á eftir toppliði Þór/KA en Valskonur eru aftur á móti sex stigum frá toppsætinu. Íslenski boltinn 3. júlí 2012 16:37
Fylkir, FH og KR unnu stórsigra í bikarnum Pepsi-deildarlið Fylkis, FH og KR áttu ekki í vandræðum með að leggja andstæðinga sína að velli í 16-liða úrslitum Borgunarbikarsins í knattspyrnu í kvöld. Íslenski boltinn 29. júní 2012 21:47
Valskonur rúlluðu yfir Hött Bikarmeistarar Vals eru komnar í átta liða úrslit Borgunarbikars kvenna í knattspyrnu eftir 7-0 sigur á 1. deildarliði Hattar frá Egilsstöðum. Íslenski boltinn 29. júní 2012 20:39
Fanndís Friðriksdóttir: Ég hélt að flugmaðurinn ætlaði inn í markið "Það var flugeldasýning, listflug, skrúðganga, lúðrasveit, þrjú rauð spjöld, framlenging, vítaspyrnukeppni. Blóð sviti og tár. Það var allt að gerast," sagði Fanndís Friðriksdóttir leikmaður Blika þegar hún var spurð hvað hefði eiginlega verið í gangi í Eyjum í kvöld. Íslenski boltinn 28. júní 2012 21:40
Dramatískur Blikasigur eftir vítaspyrnukeppni í Eyjum Breiðablik er komið í átta liða úrslit Borgunarbikars kvenna í knattspyrnu eftir sigur á Eyjakonum í vítaspyrnukeppni. Staðan að loknum venjulegum leiktíma var 3-3 og 4-4 að lokinni framlengingu. Íslenski boltinn 28. júní 2012 17:46
Þjálfari Fylkis áminntur fyrir ummæli um dómara og félagið sektað Jón Páll Pálmason, þjálfari Fylkis í efstu deild kvenna í knattspyrnu, hefur verið áminntur af aga- og úrskurðarnefnd Knattspyrnusambands Íslands vegna niðrandi ummæla um dómara. Íslenski boltinn 28. júní 2012 15:32
Blikakonur án bikarsigurs í þrjú ár - mæta ÍBV í Eyjum í kvöld Stórleikur sextán liða úrslita Borgunarbikars kvenna fer fram á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum í kvöld þegar ÍBV tekur á móti Breiðabliki en leikurinn hefst klukkan 17.00. Þarna eru að mætast liðin í 3. og 4. sæti Pepsi-deildar kvenna en hinir sjö leikirnir verða síðan spilaðir á föstudag og laugardag. Íslenski boltinn 28. júní 2012 14:45
Þjálfari Þórs/KA: Við vorum kærulausar og lélegar ÍBV vann frábæran sigur á Þór/KA, 4-1, á Þórsvellinum í gær og varð því fyrsta liðið til að leggja topplið Þórs/KA að velli í sumar. Eyjastúlkur réðu lögum og lofum í leiknum og var sigurinn aldrei í hættu. Íslenski boltinn 25. júní 2012 06:30