Íslenski boltinn

Framherji til Stjörnunnar

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Lið Seattle Sounders. Manthey er neðst til vinstri á myndinni. Kate Daines, sem lék með Stjörnunni í fyrra, er þriðja í efri röð frá hægri og Veronica Perez fyrir miðju í neðri röð
Lið Seattle Sounders. Manthey er neðst til vinstri á myndinni. Kate Daines, sem lék með Stjörnunni í fyrra, er þriðja í efri röð frá hægri og Veronica Perez fyrir miðju í neðri röð Mynd/Sounderswomen.com
Stjarnan hefur fengið til sín liðsstyk fyrir átökin í Pepsi-deild kvenna í sumar. Megan Manthey, 24 ára bandarískur framherji, er gengin í raðir félagsins.

Ashley Bares mun ekki spila með Stjörnunni í sumar. Ætla má að Manthey eigi að fylla í skarð Bares sem var markadrottning Íslandsmótsins sumarið 2011 þegar Stjarnan varð Íslandsmeistari.

Manthey kom til landsins fyrir helgi en hún á þó við meiðsli að stríða. Þorlákur Árnason, þjálfari Stjörnunnar, segist eiga von á því að hún verði klár í 3. eða 4. umferð mótsins.

„Það var löngu búið að ganga frá þessu," segir Þorlákur varðandi þá stöðu að Manthey hafi verið meidd við komuna. Manthey var áður á mála hjá Seattle Sounders í Bandaríkjunum en þaðan fékk Stjarnan Kate Daines síðasta sumar.

Stjarnan hefur misst Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur, Eddu Maríu Birgisdóttur, Kate Daines, Veronicu Perez auk framherjans Ashley Bares. Liðið hefur hins vegar fengið til sín Dönku Podovac frá ÍBV og Rúnu Sif Stefánsdóttur frá Fylki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×