Íslenski boltinn

Sandra laus við hækjurnar

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mynd/Daníel
Landsliðskonan Sandra María Jessen var ekki í leikmannahópi Þórs/KA gegn Stjörnunni í gær. Sandra meiddist á hné í upphafi apríl og hefur verið á hækjum síðan.

„Hún fer aftur í segulómun þann 12. maí. Þá getum við farið að meta hvenær hún verður klár,“ segir Jóhann Kristinn, þjálfari Þórs/KA.

Hann segir álagið á Söndru Maríu hafa verið mikið á undirbúningstímabilinu. Bæði hafi hún farið með íslenska A-landsliðinu til Algarve og svo farið utan í æfingaferð með Þór/KA. Svo hafi hún verið valin í U19 ára landsliðið sem fór til La Manga og þar meiddist Sandra.

Sandra María skoraði 18 mörk í deildinni síðastliðið sumar. Ljóst er að meistararnir verða án hennar í fyrstu leikjum sumarsins. - ktd




Fleiri fréttir

Sjá meira


×