Íslenski boltinn

Aldís Kara til liðs við Breiðablik

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Aldís Kara komin í Blikabúninginn.
Aldís Kara komin í Blikabúninginn. Mynd/Eva Björk
Knattspyrnukonan Aldís Kara Lúðvíksdóttir hefur skrifað undir tveggja ára samning við Breiðablik. Aldís er uppalinn í FH og lék með liðinu í efstu deild síðastliðið sumar.

Aldís Kara, sem fædd er árið 1994, hefur mætt á æfingar hjá Breiðabliki undanfarnar vikur og líkur taldar á að hún myndi ganga til liðs við Kópavogsfélagið sem raunin er orðin.

Aldís er 18 ára gömul en hefur þrátt fyrir það leikið 54 leiki með meistaraflokki kvenna hjá FH. Markahlutfall Aldísar nálgast mark að meðaltali í leik enda hefur hún skorað 53 mörk.

Aldís á að baki 15 leiki með U17 ára landsliði Íslands og skoraði hún í þeim 18 mörk. Þá á hún einnig að baki átta leiki með U19 ára landsliði Íslands og þykir ein sú efnilegasta á landinu.

Ljóst er að koma Aldísar Köru til Breiðabliks er mikill liðstyrkur enda var Aldís Kara jafnbesti leikmaður FH síðastliðið sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×