Skorti heildarmynd í Landsbankamálinu Fjárlaganefnd hefur enn ekki fengið svör frá Fjármálaráðuneytinu um hver samskipti þess og Bankasýslu ríkisins voru í aðdraganda kaupa Landsbankans á TM. Nefndarmaður er svartsýnn á að þau berist. Heildarmynd í málinu liggi enn ekki fyrir. Viðskipti innlent 15. apríl 2024 13:30
Fordæmi Katrínar Tveir forsetar lýðveldisins voru þingmenn þegar þeir buðu sig fram til að gegna embættinu og höfðu auk þess báðir verið ráðherrar áður, þeir Ólafur Ragnar Grímsson og Ásgeir Ásgeirsson. Hvorugur þeirra sagði af sér þingmennsku fyrr en fyrir lá að þeir hefðu náð kjöri. Skoðun 15. apríl 2024 08:31
Landsbankinn ekki seldur á þessu kjörtímabili Forsætisráðherra sér ekki fram á að hlutir í Landsbankanum verði seldir á þessu kjörtímabili en það gæti þó orðið á því næsta. Þá hugnast honum ágætlega að Landsbankinn losi sig við tryggingarfélagið TM. Innlent 14. apríl 2024 13:40
Harðari orðræða um útlendinga stilli VG upp við vegg Harðari orðræða formanns Sjálfstæðisflokksins í garð útlendinga, sér í lagi hælisleitenda, stillir Vinstri grænum upp við vegg. Þetta segir Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor að loknum opnum fundi Sjálfstæðisflokksins í kjölfar hrókeringa innan ríkisstjórnar. Innlent 13. apríl 2024 20:05
Vill raunsærri stefnu í útlendingamálum Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir mikilvægt að taka stjórn á landamærum Íslands. Hann ætlar að leggja áherslu á útlendingamálin út kjörtímabilið og boðar raunsæja stefnu í þeim og harðari reglur. Innlent 13. apríl 2024 18:30
Að óbreyttu endi málið með lögsóknum Framkvæmdastjóri félags atvinnurekenda segir vonbrigði að nýr matvælaráðherra vilji ekkert aðhafast vegna nýrra og afar umdeildra búvörulaga. Hann hefði talið að betur færi á því að friður ríkti um greinina í stað ósættis og málaferla næstu árin. Innlent 12. apríl 2024 19:57
Hafa sterkar skoðanir á hrókeringum og nýrri ríkisstjórn Fyrsti fundur nýrrar ríkisstjórnar undir forystu Bjarna Benediktssonar fór fram í morgun. Þjóðin hefur eitt og annað við breytingarnar að athuga og flestir sem fréttastofa ræddi við voru ófeimnir við að segja sína skoðun á málunum. Innlent 12. apríl 2024 19:45
Bjarkey sögð standa vörð um grímulausa sérhagsmuni Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir nýbakaður matvælaráðherra er milli steins og sleggju, nýkomin í ráðuneytið. Fjöldi manna hefur gagnrýnt harðlega nýsett lög sem Bjarkey vill verja en hún sat í meirihluta nefndarinnar sem samþykkti þessi sömu lög. Innlent 12. apríl 2024 13:56
Málið sé afgreitt og þar við sitji Nýr matvælaráðherra ætlar ekki að aðhafast neitt vegna þeirrar gagnrýni sem komið hefur fram vegna málsmeðferðar á nýsamþykktum búvörulögum, og meðal annars frá sérfræðingum í hennar ráðuneyti. Hún segir að málið hafi verið afgreitt í þinginu og þar við sitji. Innlent 12. apríl 2024 11:54
Góðar aðgerðir skila árangri, en meira þarf til Í gær mælti Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra, fyrir frumvarpi sem veitir lífeyrissjóðum heimild til að fjárfesta í félögum þar sem meginstarfsemin er langtímaleiga íbúðarhúsnæðis til einstaklinga. Skoðun 12. apríl 2024 11:01
Örvæntingaróp frá sautján ára dreng í felum Lögreglan á Suðurnesjum lýsti eftir sautján ára dreng í gær en það fylgdi ekki sögunni að líklega stendur til að vísa honum af landi brott. Hann er í felum. Innlent 12. apríl 2024 10:23
Til hamingju, verðsamráð er núna löglegt Kapítalismi án samkeppni er ekki kapítalismi, heldur arðrán. Þetta eru orð Joe Biden, forseta Bandaríkjanna. Án heilbrigðrar samkeppni kemur ekkert í veg fyrir að verðlag sé keyrt upp og hagsmunir neytenda séu hafðir að engu. Skoðun 12. apríl 2024 08:01
„Þetta stappar nærri spillingu“ Afgreiðsla meirihluta atvinnuveganefndar á búvörulögum stappar nærri spillingu að mati formanns Neytendasamtakanna. Nokkur samtök hafa látið vinna fyrir sig greinargerð um málið, þau útiloka ekki málaferli og segja brotið gegn stjórnarskrá. Innlent 11. apríl 2024 19:10
Kveðjugjöf Katrínar Það er hefð fyrir þvi á vinnustöðum landsins að gefa kveðjugjöf þegar aðili sem staðið hefur vaktina í lengri tíma kveður, hvort sem við taka eftirlaun eða nýjar áskoranir á nýjum vinnustað. Í síðustu viku tilkynnti Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra til rúmlega sex ára og formaður Vinstri Grænna, um framboð sitt til embættis forseta Íslands. Skoðun 11. apríl 2024 17:01
Atvinnurekendur sligi kerfið með kröfum um vottorð Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar segir að í heilbrigðiskerfinu fari allt of mikill tími í skriffinnsku og alltof lítill tími í að sinna sjúklingum. Innlent 11. apríl 2024 12:49
Valfrelsi í eigin sparnaði Íslendingar standa framarlega á mörgum sviðum. Af þeim sviðum þar sem við skörum fram úr má færa rök fyrir því að lífeyriskerfið okkar sé það mikilvægasta. Kerfið er talið það annað besta í heimi, sjónarmun á eftir Hollandi, að mati ráðgjafafyrirtækisins Mercer. Skoðun 11. apríl 2024 12:31
Varhugavert að saka fólk um glæp sem hafi unnið í góðri trú Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir óskynsamlegan kost fyrir fjármálaráðherra að rifta samningi Landsbankans um kaup á TM, þó hann sé pólitískt sammála því að það sé óréttlætanlegt að ríkið sé að auka umsvif sín áfjármálamarkaði með kaupunum. Slíkt þyrfti að gera eftir að lagaleg atriði riftunar samningsins yrðu skoðuð gaumgæfilega. Innlent 11. apríl 2024 12:25
„Sláturhúsin standa tóm svo mánuðum skiptir“ Nýr forsætisráðherra svaraði því ekki beint hvort hann hygðist bregðast við harðri gagnrýni, meðal annars frá matvælaráðuneytinu, á vinnubrögð í tengslum við breytingar á búvörulögum en bætti við að spyrja mætti hvort eðlilegar framfarir hefðu átt sér stað hjá afurðarstöðvunum með gamla fyrirkomulaginu. Innlent 11. apríl 2024 12:11
Þurfti endilega 504.670 vottorð? Það fer of mikill tími í skriffinnsku og of lítill tími í að sinna sjúklingnum. Þetta er lýsing sem við í Samfylkingunni heyrum aftur og aftur þegar við fundum með heilbrigðisstarfsfólki. Skoðun 11. apríl 2024 12:00
Ekki sjálfgefið að framhald yrði á stjórnarsamstarfinu „Ég veit bara það að formaður Sjálfstæðisflokksins var í einum viðræðum, sem var við forystumenn þessara flokka, Framsóknar og Vinstri grænna. Hvað aðrir þingmenn eða aðrir hafa verið að ræða sín á milli um stöðuna bara þekki ég ekki til.“ Innlent 11. apríl 2024 10:52
Trúir þessu einhver? Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar er svolítið eins og hljómsveitin sem enginn klappaði upp en mætir samt sem áður aftur á sviðið og tekur enn eitt lagið. En nú undir formerkjunum að þetta sé ríkisstjórn „hins breiða samhengis“ eins og það var orðað í vikunni. Skoðun 11. apríl 2024 10:30
Bein útsending: Ásgeir svarar fyrir vextina Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika, verða gestir efnahags- og viðskiptanefndar á opnum nefndarfundi sem hefst klukkan 8:30. Viðskipti innlent 11. apríl 2024 08:00
Segir ríkisstjórn Bjarna „nýtt hræðslubandalag“ Stjórnarandstæðingar eru ekki hrifnir af endurnýjuðu stjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og Vinstri grænna. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segist sjá litlar breytingar með endursmíðaðri stjórn sem hann kallar „hræðslubandalag“. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata og fyrrverandi Vinstri grænn, segir þá sem kusu VG hafa keypt köttinn í sekknum. Innlent 10. apríl 2024 20:01
Afmælishátíð í skugga hamfara Alltof margar fjölskyldur í Grindavík eru enn á hrakhólum. Þetta var meðal þess sem kom fram á afmælishátíð bæjarins sem var haldin í skugga hamfara. Forseti Íslands hvetur fólk til að gefast ekki upp og sýna áfram kjark. Innlent 10. apríl 2024 19:01
Skömmuð af matvælaráðuneytinu degi áður en hún tók við Degi áður en Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir tók við sem matvælaráðherra fékk atvinnuveganefnd Alþingis, nefnd sem hún sat í þar til hún tók við ráðuneytinu, bréf frá matvælaráðuneytinu þar sem breytingar og vinnubrögð nefndarinnar voru gagnrýnd. Innlent 10. apríl 2024 16:44
Fyrrverandi þingmaður ráðinn yfirlæknir Ólafur Þór Gunnarsson hefur verið ráðinn yfirlæknir endurhæfingarhluta öldrunarlækninga á Landspítala frá 1. maí 2024. Hann sat á þingi fyrir Vinstri græn á árunum 2013 og 2017 til 2021. Innlent 10. apríl 2024 15:51
„Þetta er sama fólkið með sömu stefnu í nýjum stólum“ Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar var fyrst upp í ræðupúlt eftir að Bjarni Benediktsson nýr forsætisráðherra flutti ávarp sitt á þingi og hún gaf ekki mikið fyrir afrekaskrá ríkisstjórnarinnar. Innlent 10. apríl 2024 15:40
Magga Stína hrópaði að Bjarna af þingpöllunum Margréti Kristínu Blöndal, Möggu Stínu, var vísað af pöllum Alþingis eftir að hún hrópaði að forsætisráðherra Bjarna Benediktssyni á meðan hann flutti yfirlýsingu sína á þingi í dag. Innlent 10. apríl 2024 15:18
Lítið opið „bónbréf“ til forseta Alþingis Kæri Birgir. Það er ekki einfalt að halda uppi skipulagi í mannlegu samfélagi, enda flóran fjölbreytt. Meðan sumir eru eigingjarnir hugsa aðrir um almannahag; meðan sumir eru góðviljaðir ræður hatur för hjá öðrum. Skoðun 10. apríl 2024 14:31
Bein útsending: Yfirlýsing forsætisráðherra og umræður Bjarni Benediktsson forsætisráðherra mun fara með yfirlýsingu fyrir Alþingi klukkan 15. Þetta er fyrsti þingfundur eftir páskafrí og eftir að Katrín Jakobsdóttir sagði af sér sem forsætisráðherra og tilkynnti framboð til embættis forseta. Innlent 10. apríl 2024 14:27
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent