Innlent

Þinglokasamningar í höfn: Lögreglulögin fljúga í gegn með breyttum ör­orku­líf­eyri

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Í þinglokasamningum felst, samkvæmt heimildum fréttastofu, að lögreglulögin verði kláruð ásamt frumvarpi um mannréttindastofnun, það sama gildir um heimild til sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka og breytingar á listamannalaunum. Þá náðist samkomulag um að taka verulegt tillit til breytingartillögu stjórnarandstöðunnar á örorkulífeyrisfrumvarpinu og mun það mál klárast fyrir þinglok.
Í þinglokasamningum felst, samkvæmt heimildum fréttastofu, að lögreglulögin verði kláruð ásamt frumvarpi um mannréttindastofnun, það sama gildir um heimild til sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka og breytingar á listamannalaunum. Þá náðist samkomulag um að taka verulegt tillit til breytingartillögu stjórnarandstöðunnar á örorkulífeyrisfrumvarpinu og mun það mál klárast fyrir þinglok. Vilhelm Gunnarsson

Formenn þingflokkanna náðu rétt fyrir miðnætti í gær saman um afgreiðslumála fyrir frestun funda Alþingis. Stefnt er að þingfrestun á morgun. Samkvæmt upphaflegri starfsáætlun Alþingis átti þingfrestun að vera fyrir viku síðan.

Í samkomulaginu felst, samkvæmt heimildum fréttastofu, að lögreglulögin verði kláruð ásamt frumvarpi um mannréttindastofnun, það sama gildir um heimild til sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka og breytingar á listamannalaunum. Þá náðist samkomulag um að taka verulegt tillit til breytingartillögu stjórnarandstöðunnar á örorkulífeyrisfrumvarpinu og mun það mál klárast fyrir sumarfrí.

Frumvarp um virkjanakosti í vindorku og slit á ÍL-sjóði verða hins vegar ekki afgreidd fyrir þingfrestun. Fyrir fundinn lá fyrir að lagareldisfrumvarpið umfangsmikla kæmist ekki í gegn og ekki heldur frumvarp um þjóðaróperu.

Þingfundur hefst klukkan hálf ellefu en á fundi dagsins verða atkvæði greidd um fjölda mála.


Tengdar fréttir

Bein útsending: Spennandi lokasprettur á Alþingi

Von er á spennandi umræðum á Alþingi og afgreiðslu mála á því sem stefnir í að verða næstsíðasti þingfundur yfirstandandi þings. Beint streymi má sjá að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×