Ísland í dag - Það þarf ekki alltaf að vera vín

Hlynur M Jónsson er fasteignamiðlari og áhrifavaldur sem vakið hefur verðskuldaða athygli fyrir líflegar kynningar sínar á því lúxuslífi sem miðjarðarhafseyjan Kýpur býður upp á. Hlynur hefur marga fjöruna sopið um ævina og talar hispurslaust um þann tíma þegar hann var við það að missa allt vegna stjórnlausrar neyslu sinnar en Hlynur náði að snúa við blaðinu fyrir 10 árum síðan þegar hann hætti að drekka og segir hann að það án nokkurs vafa hafa verið hans besta ákvörðun á lífsleiðinni til þessa.

11900
11:05

Vinsælt í flokknum Ísland í dag