Fótbolti

Sara Björk skoraði tvö í stór­sigri

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Sara Björk Gunnarsdóttir í leik kvöldsins.
Sara Björk Gunnarsdóttir í leik kvöldsins. qadsiahwfc

Sara Björk Gunnarsdóttir skoraði tvennu í 8-0 sigri Al Qadsiah á Al Taraji í efstu deild Sádi-Arabíu.

Landsliðsfyrirliðinn fyrrverandi Sara Björk, sem á að baki 145 A-landsleiki, hefur verið í Sádi-Arabíu frá því í ágúst á síðasta ári. Hún lét til sín taka í kvöld og virðist hafa spilað framar á vellinum en undnafarið þar sem hún var komin í miðvörðinn um tíma.

Mörk Söru Bjarkar komu á 15. og 80. mínútu. Hún spilaði allan leikinn.

Sigurinn var sá þriðji í röð hjá Al Qadsiah sem situr í 3. sæti af 10 liðum með 32 stig að loknum 17 leikjum. Aðeins ein umferð er eftir af deildinni og langt síðan Al Nassr tryggði sér titilinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×