Heimir segir dýrmætt að forðast fall Sindri Sverrisson skrifar 19. mars 2025 14:31 Heimir Hallgrímsson heilsar upp á nýliðann Rocco Vata, 19 ára sóknarmann Watford, á æfingu í Búlgaríu. Getty/Stephen McCarthy Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íra, segir að burtséð frá vangaveltum um möguleika á að komast í lokakeppni EM 2028 þá sé einfaldlega dýrmætt fyrir írska liðið að vinna Búlgaríu og forðast fall niður í C-deild Þjóðadeildarinnar í fótbolta. Heimir er með Íra í svipuðum sporum og Ísland stendur nú í. Á meðan að íslenska liðið reynir að forðast fall úr B-deild með því að vinna einvígi sitt gegn Kósovó (leikið í Kósovó á morgun og á Spáni á sunnudag) þá reyna Írar að forðast fall með sigri gegn Búlgaríu. Það má alveg deila um það hvort sæti í B- eða C-deild gefi meiri möguleika á að komast í lokakeppni EM 2028 en sú keppni fer einmitt fram á Írlandi, í Wales, Skotlandi og Englandi. Búast má við að heimaþjóðirnar fái tvö örugg sæti á mótinu en UEFA hefur ekki tekið ákvörðun um það. Heimir sagði við írska fjölmiðla í dag að burtséð frá öllum EM-pælingum þá væri einfaldlega nauðsynlegt fyrir Íra að halda sér í B-deild og mæta þar mun sterkari liðum en í C-deild. „Þurfum að spila við eins sterk lið og hægt er“ „Skiptir þetta máli? Að mínu mati þá þurfum við að spila við eins sterk lið og hægt er hverju sinni og þróast sem lið. Þess vegna er B-deildin mikilvæg fyrir okkur,“ sagði Heimir. „Það eru skiptar skoðanir og ég virði það en ég tel það mjög mikilvægt að við höldum okkur í B-deildinni og spilum við hærra skrifuð lið,“ sagði Heimir. Tilbúinn að gefa nýliðum tækifæri Hann segir þó ekki loku fyrir það skotið að leikirnir við Búlgaríu verði að einhverju leiti nýttir til að skoða nýja leikmenn. Í írska hópnum eru til að mynda Jimmy Dune, varnarmaður QPR, og Rocco Vata, sóknarmaður Watford, sem vonast eftir sínum fyrsta A-landsleik. „Tilraunir já, við erum með leikmenn sem eiga ekki landsleik og myndum vilja sjá þá spreyta sig. Við kölluðum inn leikmenn sem við teljum tilbúna að spila, þess vegna eru þeir í hópnum. Þetta er um leið tækifæri til að gefa leikmönnum sénsinn því þetta er ekki þannig að við eigum á hættu að fórna öllu í þessum leik,“ sagði Heimir. „En sem hópur þá viljum við halda okkur í B-deildinni og spila við betri lið,“ bætti hann við. Þjóðadeild karla í fótbolta Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Sjá meira
Heimir er með Íra í svipuðum sporum og Ísland stendur nú í. Á meðan að íslenska liðið reynir að forðast fall úr B-deild með því að vinna einvígi sitt gegn Kósovó (leikið í Kósovó á morgun og á Spáni á sunnudag) þá reyna Írar að forðast fall með sigri gegn Búlgaríu. Það má alveg deila um það hvort sæti í B- eða C-deild gefi meiri möguleika á að komast í lokakeppni EM 2028 en sú keppni fer einmitt fram á Írlandi, í Wales, Skotlandi og Englandi. Búast má við að heimaþjóðirnar fái tvö örugg sæti á mótinu en UEFA hefur ekki tekið ákvörðun um það. Heimir sagði við írska fjölmiðla í dag að burtséð frá öllum EM-pælingum þá væri einfaldlega nauðsynlegt fyrir Íra að halda sér í B-deild og mæta þar mun sterkari liðum en í C-deild. „Þurfum að spila við eins sterk lið og hægt er“ „Skiptir þetta máli? Að mínu mati þá þurfum við að spila við eins sterk lið og hægt er hverju sinni og þróast sem lið. Þess vegna er B-deildin mikilvæg fyrir okkur,“ sagði Heimir. „Það eru skiptar skoðanir og ég virði það en ég tel það mjög mikilvægt að við höldum okkur í B-deildinni og spilum við hærra skrifuð lið,“ sagði Heimir. Tilbúinn að gefa nýliðum tækifæri Hann segir þó ekki loku fyrir það skotið að leikirnir við Búlgaríu verði að einhverju leiti nýttir til að skoða nýja leikmenn. Í írska hópnum eru til að mynda Jimmy Dune, varnarmaður QPR, og Rocco Vata, sóknarmaður Watford, sem vonast eftir sínum fyrsta A-landsleik. „Tilraunir já, við erum með leikmenn sem eiga ekki landsleik og myndum vilja sjá þá spreyta sig. Við kölluðum inn leikmenn sem við teljum tilbúna að spila, þess vegna eru þeir í hópnum. Þetta er um leið tækifæri til að gefa leikmönnum sénsinn því þetta er ekki þannig að við eigum á hættu að fórna öllu í þessum leik,“ sagði Heimir. „En sem hópur þá viljum við halda okkur í B-deildinni og spila við betri lið,“ bætti hann við.
Þjóðadeild karla í fótbolta Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Sjá meira