„Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 3. mars 2025 10:28 Grímur Gíslason segist telja að stuðningur í Eyjum við Áslaugu Örnu hafa verið svipaðan og á landsvísu, rétt eins og stuðningur við Guðrúnu Hafsteinsdóttur. Vísir Formaður Sjálfstæðisfélagsins í Eyjum segir það gefa augaleið að það hafi haft áhrif á formannskjör í flokknum að helmingur fulltrúa úr Eyjum hafi setið eftir heima vegna veðurs. Hann segir málið sýna svart á hvítu við hvaða veruleika Eyjamenn búi á veturna. Þrettán manns frá Vestmannaeyjum afboðuðu komu sína á landsfund Sjálfstæðisflokksins um helgina vegna veðurs. Þar var Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður en einungis örfáum atkvæðum munaði á milli hennar og Áslaugar Örnu eða nítján talsins. Guðrún hlaut 932 atkvæði en Áslaug 912. Hefði Guðrún orðið af tveimur atkvæðum hefði þurft að kjósa upp á nýtt þar eð hún hefði þá ekki náð 50 prósenta þröskuldnum. Stuðningur á báða bóga „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið, hvort sem það hefði þýtt að kjör Guðrúnar hefði orðið afdráttarlausara eða þá í hina áttina, auðvitað veit maður það ekki,“ segir Grímur Gíslason formaður Sjálfstæðisfélagsins í Eyjum í samtali við Vísi. Hann segist telja að stuðningi við Guðrúnu og Áslaugu hafi verið nokkuð jafnt skipt í hópi Eyjamanna, rétt eins og á landsfundinum. Hann segir báða frambjóðendur hafa átt sína stuðningsmenn í hans hópi. Rétt rúmlega helmingur Eyjamanna komst þrátt fyrir allt á fundinn. „Og maður veit ekki hvernig það hefði skipst á milli þeirra hjá þeim sem ekki komust en auðvitað gefur það augaleið að þessi hópur hefði getað haft áhrif á úrslitin. Þetta eru þær áhyggjur sem ýmsir höfðu á sínum tíma og þess vegna var rætt um frestun fundarins, sem einhverjum þótti mikil fásinna á sínum tíma.“ Grímur segir þetta sýna vel við hvað Eyjamenn búi í dag. „Það er stóri punkturinn. Eyjamenn búa við þetta allan veturinn að þurfa að eiga von á því að komast ekki um þjóðveginn sinn marga daga í röð, það er náttúrulega algjörlega ótækt.“ Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Guðrún Hafsteinsdóttir, nýr formaður Sjálfstæðisflokksins, segir nauðsynlegt að nýta tímann í stjórnarandstöðu til að líta inn á við. Sjálfstæðisflokkurinn eigi að vera stærri og breiðari fylking. Hún vill koma flokknum „aftur í bílstjórasæti íslenskra stjórnmála“. Ný forysta fái það hlutverk að endurhugsa starf flokksins 3. mars 2025 09:12 „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Óhætt er að segja að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hafi tapað formannskjöri Sjálfstæðisflokksins með reisn. Eftir þakkarræðu Guðrúnar steig Áslaug upp í pontu, þakkaði fyrir sig og grínaðist. 2. mars 2025 13:54 Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Fleiri fréttir „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fær ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Sjá meira
Þrettán manns frá Vestmannaeyjum afboðuðu komu sína á landsfund Sjálfstæðisflokksins um helgina vegna veðurs. Þar var Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður en einungis örfáum atkvæðum munaði á milli hennar og Áslaugar Örnu eða nítján talsins. Guðrún hlaut 932 atkvæði en Áslaug 912. Hefði Guðrún orðið af tveimur atkvæðum hefði þurft að kjósa upp á nýtt þar eð hún hefði þá ekki náð 50 prósenta þröskuldnum. Stuðningur á báða bóga „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið, hvort sem það hefði þýtt að kjör Guðrúnar hefði orðið afdráttarlausara eða þá í hina áttina, auðvitað veit maður það ekki,“ segir Grímur Gíslason formaður Sjálfstæðisfélagsins í Eyjum í samtali við Vísi. Hann segist telja að stuðningi við Guðrúnu og Áslaugu hafi verið nokkuð jafnt skipt í hópi Eyjamanna, rétt eins og á landsfundinum. Hann segir báða frambjóðendur hafa átt sína stuðningsmenn í hans hópi. Rétt rúmlega helmingur Eyjamanna komst þrátt fyrir allt á fundinn. „Og maður veit ekki hvernig það hefði skipst á milli þeirra hjá þeim sem ekki komust en auðvitað gefur það augaleið að þessi hópur hefði getað haft áhrif á úrslitin. Þetta eru þær áhyggjur sem ýmsir höfðu á sínum tíma og þess vegna var rætt um frestun fundarins, sem einhverjum þótti mikil fásinna á sínum tíma.“ Grímur segir þetta sýna vel við hvað Eyjamenn búi í dag. „Það er stóri punkturinn. Eyjamenn búa við þetta allan veturinn að þurfa að eiga von á því að komast ekki um þjóðveginn sinn marga daga í röð, það er náttúrulega algjörlega ótækt.“
Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Guðrún Hafsteinsdóttir, nýr formaður Sjálfstæðisflokksins, segir nauðsynlegt að nýta tímann í stjórnarandstöðu til að líta inn á við. Sjálfstæðisflokkurinn eigi að vera stærri og breiðari fylking. Hún vill koma flokknum „aftur í bílstjórasæti íslenskra stjórnmála“. Ný forysta fái það hlutverk að endurhugsa starf flokksins 3. mars 2025 09:12 „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Óhætt er að segja að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hafi tapað formannskjöri Sjálfstæðisflokksins með reisn. Eftir þakkarræðu Guðrúnar steig Áslaug upp í pontu, þakkaði fyrir sig og grínaðist. 2. mars 2025 13:54 Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Fleiri fréttir „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fær ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Sjá meira
Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Guðrún Hafsteinsdóttir, nýr formaður Sjálfstæðisflokksins, segir nauðsynlegt að nýta tímann í stjórnarandstöðu til að líta inn á við. Sjálfstæðisflokkurinn eigi að vera stærri og breiðari fylking. Hún vill koma flokknum „aftur í bílstjórasæti íslenskra stjórnmála“. Ný forysta fái það hlutverk að endurhugsa starf flokksins 3. mars 2025 09:12
„Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Óhætt er að segja að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hafi tapað formannskjöri Sjálfstæðisflokksins með reisn. Eftir þakkarræðu Guðrúnar steig Áslaug upp í pontu, þakkaði fyrir sig og grínaðist. 2. mars 2025 13:54