Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar 21. febrúar 2025 10:47 Við, undirrituð, skorum á Reykjavíkurborg að semja við menntaða matráða og falla frá þeirri stefnu að kaupa aðkeyptan mat í leik- og grunnskólum landsins. Við viljum leggja áherslu á mikilvægi þess að fagmenntað fólk starfi í eldhúsum leik- og grunnskóla borgarinnar. Í Matarstefnu Reykjavíkurborgar frá 2018-2022 var sett fram markmið um að maturinn væri framleiddur í nærumhverfi neytandans. Mælikvarðinn á árangur var það hlutfall matargesta sem fengi mat sem framleiddur væri á starfsstað þeirra, á vegum Reykjavíkurborgar, og stefnt var á að hækka það hlutfall. Þvert á þetta markmið höfum við orðið þess vör að stefna borgarinnar undanfarin ár sé að ráða ekki fagmenntaða einstaklinga í eldhús leik- og grunnskóla í stað þeirra sem hætta þar störfum, heldur færa framleiðslu matarins yfir í miðlæg eldhús. Þar þarf eðlilega að framleiða matinn mörgum klukkutímum áður en hans er neytt. Þessari þróun höfum við miklar áhyggjur af. Aðkeyptur matur hefur reynst bæði óhentugur og óhagkvæmur. Maturinn er oft gjörunninn, sem hefur áhrif á gæði og næringargildi hans. Yfirleitt er í innihaldi hans umframmagn af ráðlögðum skammti af salti og sykri, auk þess sem hann inniheldur oft á tíðum aukaefni sem geta verið skaðleg heilsu barna. Matur barnanna á að fylgja ráðleggingum Embættis landlæknis um næringu barna, en aðkeyptur matur gerir það ekki, sem glöggt má sjá þegar skoðaðir eru matseðlar þjónustuaðila í þessum geira. Auk þess stuðlar aðkeyptur matur að matarsóun, þar sem börnunum finnst maturinn oft ólystugur og vilja ekki borða hann, loks þegar hann er borin á borð. Matarnýtni er betri þar sem tenging á milli eldhúss og neytenda er meiri og því auðveldara að aðlaga það magn sem eldað er eftir fjölda og nýta afganga betur þar sem eldhús er á staðnum. Bæði er tiltekið í Matarstefnunni 2018-2022 að unnið skuli gegn matarsóun í borginni. Þá er eitt af Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna það að vinna gegn matarsóun, þar sem það hefur í för með sér slæm áhrif á umhverfið, er sóun á auðlindum og kostar fé. Mikilvægi þess að fagþekking sé til staðar í eldhúsum leik- og grunnskóla hefur nýlega sýnt sig í íslensku samfélagi þegar í ljós komu afleiðingar þess að alvarleg mistök áttu sér stað í eldhúsi í leikskóla í borginni, sem meðal annars mátti rekja til skorts á fagmenntun. Það að flytja for eldaðan mat langa vegalengd teljum við ekki til þess fallið að auka matvælaöryggi. Við teljum að besta lausnin sé að ráða fagmenntað starfsfólk í störf í eldhúsum á leik- og grunnskólum, sem eru sérfræðingar í heilnæmum og næringarríkum mat. Það getur tryggt að maturinn sé heilsusamlegur, bragðgóður, stuðli að betri matarmenntun barna og eldaður í réttu magni. En til þess að svo geti orðið þarf að horfa til þeirra launa sem í boði eru fyrir fagfólk í matreiðslu í leik- og grunnskólum, sem eru of lág. Orðrétt kemur fram í áðurnefndri Matarstefnu: „Matur á að vera mikilvægur þáttur í menntun barna og starfsemi skóla í Reykjavík, í gegnum mat er hægt að læra og vel nærð börn eiga þar fyrir utan betur með að læra í hinum hefðbundnu námsgreinum.“ Við, undirrituð, tökum undir það og teljum að farsælast sé að matarmenntun barna sé í höndum þeirra sem hafa fagþekkingu og færni til að útbúa næringarríkan og vandaðan mat. Við skorum á stjórnendur og yfirvöld í Reykjavíkurborg að endurskoða núverandi stefnu og tryggja að leik- og grunnskólar ráði fagmenntað starfsfólk í þessi mikilvægu störf. Þetta er grundvallaratriði til að tryggja að börnin fái staðgóða næringu til að vaxa, þroskast og ná sínum besta árangri bæði í skólanum og í lífinu almennt. Við áréttum að matvælaöryggi, heilsa og vellíðan barna eiga að vera forgangsatriði, og matreiðsla í skólaumhverfi er stórt skref í áttina að betra, umhverfisvænna og heilbrigðara samfélagi. F.h. foreldraráða Brekkuborgar, Funaborgar, Engjaborgar, Klettaborgar, Fífuborgar, Sunnufoldar og ungbarnaleikskólans Ársólar. Höfundur er í foreldraráði Brekkuborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Börn og uppeldi Heilbrigðismál Matur Grunnskólar Mest lesið Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Við, undirrituð, skorum á Reykjavíkurborg að semja við menntaða matráða og falla frá þeirri stefnu að kaupa aðkeyptan mat í leik- og grunnskólum landsins. Við viljum leggja áherslu á mikilvægi þess að fagmenntað fólk starfi í eldhúsum leik- og grunnskóla borgarinnar. Í Matarstefnu Reykjavíkurborgar frá 2018-2022 var sett fram markmið um að maturinn væri framleiddur í nærumhverfi neytandans. Mælikvarðinn á árangur var það hlutfall matargesta sem fengi mat sem framleiddur væri á starfsstað þeirra, á vegum Reykjavíkurborgar, og stefnt var á að hækka það hlutfall. Þvert á þetta markmið höfum við orðið þess vör að stefna borgarinnar undanfarin ár sé að ráða ekki fagmenntaða einstaklinga í eldhús leik- og grunnskóla í stað þeirra sem hætta þar störfum, heldur færa framleiðslu matarins yfir í miðlæg eldhús. Þar þarf eðlilega að framleiða matinn mörgum klukkutímum áður en hans er neytt. Þessari þróun höfum við miklar áhyggjur af. Aðkeyptur matur hefur reynst bæði óhentugur og óhagkvæmur. Maturinn er oft gjörunninn, sem hefur áhrif á gæði og næringargildi hans. Yfirleitt er í innihaldi hans umframmagn af ráðlögðum skammti af salti og sykri, auk þess sem hann inniheldur oft á tíðum aukaefni sem geta verið skaðleg heilsu barna. Matur barnanna á að fylgja ráðleggingum Embættis landlæknis um næringu barna, en aðkeyptur matur gerir það ekki, sem glöggt má sjá þegar skoðaðir eru matseðlar þjónustuaðila í þessum geira. Auk þess stuðlar aðkeyptur matur að matarsóun, þar sem börnunum finnst maturinn oft ólystugur og vilja ekki borða hann, loks þegar hann er borin á borð. Matarnýtni er betri þar sem tenging á milli eldhúss og neytenda er meiri og því auðveldara að aðlaga það magn sem eldað er eftir fjölda og nýta afganga betur þar sem eldhús er á staðnum. Bæði er tiltekið í Matarstefnunni 2018-2022 að unnið skuli gegn matarsóun í borginni. Þá er eitt af Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna það að vinna gegn matarsóun, þar sem það hefur í för með sér slæm áhrif á umhverfið, er sóun á auðlindum og kostar fé. Mikilvægi þess að fagþekking sé til staðar í eldhúsum leik- og grunnskóla hefur nýlega sýnt sig í íslensku samfélagi þegar í ljós komu afleiðingar þess að alvarleg mistök áttu sér stað í eldhúsi í leikskóla í borginni, sem meðal annars mátti rekja til skorts á fagmenntun. Það að flytja for eldaðan mat langa vegalengd teljum við ekki til þess fallið að auka matvælaöryggi. Við teljum að besta lausnin sé að ráða fagmenntað starfsfólk í störf í eldhúsum á leik- og grunnskólum, sem eru sérfræðingar í heilnæmum og næringarríkum mat. Það getur tryggt að maturinn sé heilsusamlegur, bragðgóður, stuðli að betri matarmenntun barna og eldaður í réttu magni. En til þess að svo geti orðið þarf að horfa til þeirra launa sem í boði eru fyrir fagfólk í matreiðslu í leik- og grunnskólum, sem eru of lág. Orðrétt kemur fram í áðurnefndri Matarstefnu: „Matur á að vera mikilvægur þáttur í menntun barna og starfsemi skóla í Reykjavík, í gegnum mat er hægt að læra og vel nærð börn eiga þar fyrir utan betur með að læra í hinum hefðbundnu námsgreinum.“ Við, undirrituð, tökum undir það og teljum að farsælast sé að matarmenntun barna sé í höndum þeirra sem hafa fagþekkingu og færni til að útbúa næringarríkan og vandaðan mat. Við skorum á stjórnendur og yfirvöld í Reykjavíkurborg að endurskoða núverandi stefnu og tryggja að leik- og grunnskólar ráði fagmenntað starfsfólk í þessi mikilvægu störf. Þetta er grundvallaratriði til að tryggja að börnin fái staðgóða næringu til að vaxa, þroskast og ná sínum besta árangri bæði í skólanum og í lífinu almennt. Við áréttum að matvælaöryggi, heilsa og vellíðan barna eiga að vera forgangsatriði, og matreiðsla í skólaumhverfi er stórt skref í áttina að betra, umhverfisvænna og heilbrigðara samfélagi. F.h. foreldraráða Brekkuborgar, Funaborgar, Engjaborgar, Klettaborgar, Fífuborgar, Sunnufoldar og ungbarnaleikskólans Ársólar. Höfundur er í foreldraráði Brekkuborgar.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun