Fótbolti

Dregið í Meistara­deildinni í dag: Gætum fengið svaka­lega nágrannaslagi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kylian Mbappe og félagar í Real Madrid mæta annað hvort Atlético Madrid eða Bayer Leverkusen í sextán liða úrslitunum.
Kylian Mbappe og félagar í Real Madrid mæta annað hvort Atlético Madrid eða Bayer Leverkusen í sextán liða úrslitunum. Getty/Burak Akbulut

Í dag kemur í ljós hvaða lið mætast í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í fótbolta en dregið verður í höfuðstöðvum UEFA.

Nú er nýtt fyrirkomulag í gangi í Meistaradeildinni og það teygir sig inn í sextán liða úrslitin.

Hvert lið hefur því aðeins tvo mögulega mótherja þegar drátturinn fer fram. Allt fer það eftir í hvaða sæti liðinu enduðu í deildarkeppninni fyrr í vetur.

Það verður þannig mjög fróðlegt að fylgjast með því hvort Real Madrid dragist á móti nágrönnunum í Atlético Madrid en það þýddi að sama skapi að þýsku liðin Bayern München og Bayer Leverkusen myndu mætast.

Þarna erum við að tala um tvo svakalega nágrannaslagi. Það gæti líka verið þannig að Real Madrid myndi mæta Leverkusen og Bayern München spilaði við Atlético Madrid.

Arsenal er alltaf á leið til Hollands því liðið lendir annað hvort á móti PSV Eindhoven eða Feyenoord. Internazionale fær það lið sem dregst ekki á móti Arsenal.

Liverpool mætir annað hvort Paris Saint-Germain eða Benifca og Aston Villa spilar við annað hvort Bologna eða Borussia Dortmund. Barcelona mætir liðinu sem dregst ekki á móti Liverpool.

Hákon Arnar Haraldsson og félagar í Lille standa einmitt á móti Aston Villa í töflunni og mæta því annað hvort Bologna eða Borussia Dortmund.

Drátturinn hefst klukkan 11.00 og það verður fylgst með honum hér á Vísi. Það er einnig dregið í Evrópudeildinni klukkan 12.00 og í Sambansdeildinni klukkan 13.00.

UEFA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×