Innlent

Meiri­háttar líkams­á­rás í mið­bænum

Jón Þór Stefánsson skrifar
Myndin er úr safni.
Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm

Einstaklingur var handtekinn eftir meiriháttar líkamsárás í miðbæ Reykjavíkur í gærkvöld eða nótt. Sá grunaði hljóp á brott þegar lögreglu bar að garði en var handtekinn eftir stutta eftirför og vistaður í fangaklefa.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þar segir að málið sé í rannsókn.

Þá var tilkynnt um aðra líkamsárás í hverfi 108 í Reykjavík.

Í dagbókinni segir einnig frá því að lögreglustöð 4, sem sér meðal annars um Grafarvog, Mosfellsbæ og Árbæ, hafi verið tilkynnt um tvo einstaklinga sem voru á sleða í eftirdragi bíls. Þeir munu hafa verið hættir því þegar lögreglan kom á vettvang.

Á Seltjarnarnesi var tilkynnt um tvo geltandi hunda sem héldu vöku fyrir íbúum í hverfinu. Lögreglan veit ekki hverjir eigendur þeirra eru, en þeir eru nú geymdir á lögreglustöð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×