Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 24. janúar 2025 12:02 Málið er til rannsóknar hjá lögreglunni á Vesturlandi og litið mjög alvarlegum augum. vísir/vilhelm Karlmaður á Akranesi, sem varð fyrir hrottalegri líkamsárás af hálfu hóps ungmenna, taldi sig vera að fara að hitta stúlku við fermingaraldur þegar ráðist var á hann. Þetta herma heimildir fréttastofu. Nokkrir hafa verið handteknir og yfirheyrðir vegna málsins. Árásin átti sér stað í desember og er lýst sem hrottalegri. Mbl.is greindi fyrst frá en þar segir að nokkur ungmenni hafi gengið í skrokk á manni sem þau leiddu í gildru með tálbeituaðferð. Ásmundur Kristinn Ásmundsson, yfirlögregluþjónn á Vesturlandi segir að manninum hafi verið veittir alvarlegir áverkar þó hann geti ekki farið nánar út í líðan hans en maðurinn sjálfur tilkynnt atvikið til lögreglu. „Síðan fer myndskeið af þessu á samfélagsmiðla og upptökur þannig það liggur nú fyrir hvað gerðist. Þetta er í rannsókn. Það er búið að handtaka einhverja út af þessu en rannsókn er ekki lokið.“ Árásin til á myndskeiði Og lítur allt út fyrir að árásarmennirnir hafi sjálfir tekið árásina upp á myndskeið í þeim tilgangi að dreifa því á samfélagsmiðlum. Ásmundur segir að mögulega verði fleiri handteknir vegna málsins. Yfirheyrslur hafi staðið yfir og er málið á lokametrum rannsóknar. Samkvæmt heimildum fréttastofu mun karlmaðurinn, sem búsettur er á Akranesi, hafa talið sig vera að fara að hitta stúlku við fermingaraldur þegar ráðist var á hann. Hópurinn stundi tálbeituaðferðir Nútíminn greindi frá því í síðustu viku að hópur ungmenna stundi það að nota tálbeituaðferðir til að lokka til sín meinta barnaníðinga í þeim tilgangi að ganga í skrokk á þeim. Ævar Pálmi Pálmason, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar, sagði svo í kvöldfréttum okkar fyrir viku að nokkuð væri um slíka háttsemi og að hún væri litin grafalvarlegum augum. Ásmundur tekur undir og segir þetta tiltekna mál á Akranesi grafalvarlegt. „Og þegar einhverjir úti í bæ, eins og það er orðað, ákveða eitthvað og telja einhverja seka um eitthvað og lokka þá svona til sín. Þetta er náttúrulega grafalvarlegt, grafalvarlegt í raun.“ Og getur verið stórhættulegt? „Algjörlega. Þessum aðila eru veitt það mikið af höggum að þetta hefði getað farið mjög illa.“ Lögreglumál Kynferðisofbeldi Akranes Ofbeldi barna Börn og uppeldi Samfélagsmiðlar Mest lesið Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent Fleiri fréttir „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Sjá meira
Árásin átti sér stað í desember og er lýst sem hrottalegri. Mbl.is greindi fyrst frá en þar segir að nokkur ungmenni hafi gengið í skrokk á manni sem þau leiddu í gildru með tálbeituaðferð. Ásmundur Kristinn Ásmundsson, yfirlögregluþjónn á Vesturlandi segir að manninum hafi verið veittir alvarlegir áverkar þó hann geti ekki farið nánar út í líðan hans en maðurinn sjálfur tilkynnt atvikið til lögreglu. „Síðan fer myndskeið af þessu á samfélagsmiðla og upptökur þannig það liggur nú fyrir hvað gerðist. Þetta er í rannsókn. Það er búið að handtaka einhverja út af þessu en rannsókn er ekki lokið.“ Árásin til á myndskeiði Og lítur allt út fyrir að árásarmennirnir hafi sjálfir tekið árásina upp á myndskeið í þeim tilgangi að dreifa því á samfélagsmiðlum. Ásmundur segir að mögulega verði fleiri handteknir vegna málsins. Yfirheyrslur hafi staðið yfir og er málið á lokametrum rannsóknar. Samkvæmt heimildum fréttastofu mun karlmaðurinn, sem búsettur er á Akranesi, hafa talið sig vera að fara að hitta stúlku við fermingaraldur þegar ráðist var á hann. Hópurinn stundi tálbeituaðferðir Nútíminn greindi frá því í síðustu viku að hópur ungmenna stundi það að nota tálbeituaðferðir til að lokka til sín meinta barnaníðinga í þeim tilgangi að ganga í skrokk á þeim. Ævar Pálmi Pálmason, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar, sagði svo í kvöldfréttum okkar fyrir viku að nokkuð væri um slíka háttsemi og að hún væri litin grafalvarlegum augum. Ásmundur tekur undir og segir þetta tiltekna mál á Akranesi grafalvarlegt. „Og þegar einhverjir úti í bæ, eins og það er orðað, ákveða eitthvað og telja einhverja seka um eitthvað og lokka þá svona til sín. Þetta er náttúrulega grafalvarlegt, grafalvarlegt í raun.“ Og getur verið stórhættulegt? „Algjörlega. Þessum aðila eru veitt það mikið af höggum að þetta hefði getað farið mjög illa.“
Lögreglumál Kynferðisofbeldi Akranes Ofbeldi barna Börn og uppeldi Samfélagsmiðlar Mest lesið Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent Fleiri fréttir „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Sjá meira