Upp­gjörið: Tinda­stóll - Grinda­vík 72-80 | Mikil­vægur sigur gestanna

Gular unnu góðan sigur á Króknum.
Gular unnu góðan sigur á Króknum. vísir/Diego

Botnlið Grindavíkur vann góðan útisigur á Tindastól í Bónus-deild kvenna í körfubolta. 

Liðin byrjuðu hægt í kvöld, það var mikil barátta um alla bolta og liðin skiptust á að hafa forystuna í upphafi, Tindastóll þó aðeins sterkari. Klara Sólveig Björgvinsdóttir var að finna sig og setti niður þrjár þriggja stiga körfur. 

Hjá Grindavík var það Daisha Bradford sem leiddi sóknina. Hún sá til þess að Grindavík leiddi eftir fyrsta leikhluta, staðan þá 18-20.

Tindastóll var sterkari í upphafi 2. leikhluta. Randi Brown tók við keflinu af Klöru og setti niður körfur í öllum regnbogans litum. Náði Tindastóll átta stiga forystu en gott svar Grindvíkinga undir lok fjórðungsins leiddi til þess að munurinn var aðeins eitt stig í hálfleik, staðan þá 38-37.

Grindavík hélt áfram í seinni hálfleik frá því sem var horfið. Daisha hélt áfram að salla niður skotum á meðan Tindastóll átti erfitt með að koma boltanum ofan í körfuna. Á sama tíma keyrðu Grindvíkingar ítrekað upp völlinn og skoruðu í bakið á þeim. Skoraði Grindavík 15 stig í röð á þessum kafla og náðu mest upp tíu stiga mun.

Tindastóll klóraði aðeins í bakkann áður en leik hlutinn var úti Grindavík leiddi fyrir seinasta fjórðunginn 54-59. Grindavík var áfram sterkari í fjórða leikhluta og juku forystuna aftur upp í 10 stig. Hélst hún út leikinn þó að Tindastóll hafi hótaði að koma til baka en alltaf átti Grindavík svör. Grindavík kláraði leikinn örugglega 71-80.

Atvikið

Tindastóll var búið að minnka muninn niður í sex stig 61-67 þegar Ólöf Rún Óladóttir slökkti flest öll ljós með þriggja stiga körfu og gerði nánast út um leikinn.

Stjörnur

Randi Brown var frábær í liði Tindastóls og skoraði 32 stig. Aðrir leikmenn voru algjörlega fjarverandi.

Daisha Bradford var öflug í liði Grindavíkur og skoraði 27 stig, Það var mikið og gott framlag frá mörgum leikmönnum hjá þeim í kvöld. Sofie, Isabella, Ólöf og Mariana voru mjög öflugar frábær liðssigur staðreynd.

Stemmning og umgjörð

Ótrúlega gott andrúmsloft í Síkinu í kvöld. Mikið af fólki frá báðum liðum. Það mesta sem hefur verið á kvennaleik í vetur.

Dómarar [8]

Þeir leyfðu mikið og voru ekki að flauta að óþörfu. Stóðu sig heilt yfir mjög vel.

Isreal Martin þjálfari Tindastóll var ekki ángæður eftir leikinn.

„Við verðum að byrja að spila eins og við erum að æfa. Við erum í litlum takt núna.. Lið eru betri en við núna því lið eru í betra formi, hlaupa meira og berjast. Við erum samkeppnishæfar núna útaf gæðum, en baráttan og viljinn verður að vera meiri í ákveðnum leikmönnum og sumir leikmenn þurfa að vera betra standi sérstaklega atvinnumennirnir okkar.“

Martin er ánægður með stöðuna í deildinni samt sem áður

„Við erum í efstu 5 sætunum og ef við vinnum einn í viðbót held ég að það sé komið að við endum þar. Það er markmiðið okkar. Í upphafi tímabils snerist þetta um að halda sæti sínu í deildinni. Við erum að byggja upp, Okkar heimaleikmenn eru að fá mikilvægar mínútur. Mikilvægt er að fá alla leikmenn heila fyrir lokasprettinn í deildinni.“

Þorleifur þjálfari Grindavíkur var mjög ánægður að leikslokum.

„Virkilega sáttur. Við erum að vinna leiki og það er það sem við viljum gera. Það er leikhlé í öðrum leikhluta sem ég talaði um að vera grimmari og bíta frá okkur, hlaupa á þær. Ekki bíða eftir að þetta gerðist fyrir okkur heldur láta það gerast. Fannst restin af leiknum keyrðum við á fullu og berjast.“

Þorleifur vildi keyra á lið Tindastóls og Grindavík gerði það.

„Við töluðum um það að við ætluðum að hlaupa á þér. Þær eru með lúmskt gott lið. Þær eru með reynslubolta og þær eru hægar. Ég tel okkur hraðari og við ætluðum að nýta okkur það. Þær eru hörkulið Israel er að gera góða hluti með þær, þær eru í efri hlutanum að ástæðu. Þannig ég er gríðarlega sáttur.“

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira