Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. janúar 2025 22:40 Hetja Atlético Madríd í kvöld. EPA-EFE/SERGIO PEREZ Atlético Madríd tók á móti Bayer Leverkusen í einum af stórleikjum 7. umferðar Meistaradeildar Evrópu. Þrátt fyrir að vera manni færri lengi vel þá unnu heimamenn frábæran 2-1 sigur. Bolonga kom þá til baka gegn Borussia Dortmund og Juventus gerði enn eitt jafnteflið. Í Madríd urðu heimamenn fyrir miklu áfalli um miðbik fyrri hálfleiks þegar hinn 21 árs gamli Pablo Barrios fékk beint rautt spjald fyrir grófan leik og heimamenn manni færri það sem eftir lifði leiks. Það nýttu gestirnir sér og kom Piero Hincapie þeim yfir í uppbótartíma fyrri hálfleiks eftir undirbúning Nordi Mukiele. Það verður hins vegar ekki sagt að Atl. Madríd sé þekkt fyrir að gefast upp. Julián Alvarez jafnaði metin eftir undirbúning Antoine Griezmann snemma í síðari hálfleik. Staðan var enn jöfn þegar Hincapie fékk sitt annað gula spjald þegar stundarfjórðungur lifði leiks og allt í einu var jafnt í liðum. Það var svo á lokamínútu venjulegs leiktíma sem Ángel Correa potaði boltanum inn fyrir vörn Leverkusen á Alvarez sem var nægilega yfirvegaður til að taka boltann til hliðar þegar Lukas Hradecky, markvörður gestanna, kom fljúgandi út. Þó færið væri orðið afskaplega þröngt tókst Alvarez að renna boltanum í netið og tryggja Atl. Madríd magnaðan 2-1 sigur. Alvarez inspires Atleti comeback 😤#UCL pic.twitter.com/bmaPtZAyNO— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) January 21, 2025 Sigurliðið er nú með 15 sig í 3. sæti þegar aðeins ein umferð er eftir af deildarkeppninni. Á sama tíma er Leverkusen í 6. sæti með 13 stig. Dortmund sótti Bologna heim og kom Serhou Guirassy gestunum yfir með marki úr vítaspyrnu þegar stundarfjórðungur var liðinn. Heimamenn sneru dæminu hins vegar við á tveggja mínútna kafla í síðari hálfleik. Thijs Dallinga jafnaði metin á 71. mínútu og örskömmu síðar tryggði Samuel Iling Junior heimaliðinu 2-1 sigur. Þá gerði Juventus markalaust jafntefli við Club Brugge á útivelli. Draw in Bruges.#UCL pic.twitter.com/OicAhl6gHc— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) January 21, 2025 Dortmund og Juventus er með 12 stig í 13. og 14. sæti á meðan Brugger með 11 stig í 17. sæti. Bologna er í 27. sæti með fimm stig. Aðeins ein umferð er eftir af hefðbundinni deildarkeppni Meistaradeildarinnar. Þá fara efstu átta liðin beint í 16-liða úrslit meðan liðin í 9. til 24. sæti fara í umspil um sæti í 16-liða úrslitum. Önnur úrslit Slovan Bratislava 1-3 Stuttgart Rauða Stjarnan 2-3 PSV Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Enski boltinn Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Fótbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í París og Solskjær mætir til leiks í Tyrklandi Sport Fleiri fréttir Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Sjá meira
Í Madríd urðu heimamenn fyrir miklu áfalli um miðbik fyrri hálfleiks þegar hinn 21 árs gamli Pablo Barrios fékk beint rautt spjald fyrir grófan leik og heimamenn manni færri það sem eftir lifði leiks. Það nýttu gestirnir sér og kom Piero Hincapie þeim yfir í uppbótartíma fyrri hálfleiks eftir undirbúning Nordi Mukiele. Það verður hins vegar ekki sagt að Atl. Madríd sé þekkt fyrir að gefast upp. Julián Alvarez jafnaði metin eftir undirbúning Antoine Griezmann snemma í síðari hálfleik. Staðan var enn jöfn þegar Hincapie fékk sitt annað gula spjald þegar stundarfjórðungur lifði leiks og allt í einu var jafnt í liðum. Það var svo á lokamínútu venjulegs leiktíma sem Ángel Correa potaði boltanum inn fyrir vörn Leverkusen á Alvarez sem var nægilega yfirvegaður til að taka boltann til hliðar þegar Lukas Hradecky, markvörður gestanna, kom fljúgandi út. Þó færið væri orðið afskaplega þröngt tókst Alvarez að renna boltanum í netið og tryggja Atl. Madríd magnaðan 2-1 sigur. Alvarez inspires Atleti comeback 😤#UCL pic.twitter.com/bmaPtZAyNO— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) January 21, 2025 Sigurliðið er nú með 15 sig í 3. sæti þegar aðeins ein umferð er eftir af deildarkeppninni. Á sama tíma er Leverkusen í 6. sæti með 13 stig. Dortmund sótti Bologna heim og kom Serhou Guirassy gestunum yfir með marki úr vítaspyrnu þegar stundarfjórðungur var liðinn. Heimamenn sneru dæminu hins vegar við á tveggja mínútna kafla í síðari hálfleik. Thijs Dallinga jafnaði metin á 71. mínútu og örskömmu síðar tryggði Samuel Iling Junior heimaliðinu 2-1 sigur. Þá gerði Juventus markalaust jafntefli við Club Brugge á útivelli. Draw in Bruges.#UCL pic.twitter.com/OicAhl6gHc— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) January 21, 2025 Dortmund og Juventus er með 12 stig í 13. og 14. sæti á meðan Brugger með 11 stig í 17. sæti. Bologna er í 27. sæti með fimm stig. Aðeins ein umferð er eftir af hefðbundinni deildarkeppni Meistaradeildarinnar. Þá fara efstu átta liðin beint í 16-liða úrslit meðan liðin í 9. til 24. sæti fara í umspil um sæti í 16-liða úrslitum. Önnur úrslit Slovan Bratislava 1-3 Stuttgart Rauða Stjarnan 2-3 PSV
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Enski boltinn Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Fótbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í París og Solskjær mætir til leiks í Tyrklandi Sport Fleiri fréttir Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Sjá meira
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti