Handbolti

Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hampus Wanne hefur skorað átta mörk í fyrstu tveimur leikjum Svía á HM.
Hampus Wanne hefur skorað átta mörk í fyrstu tveimur leikjum Svía á HM. epa/Beate Oma Dahle

Hampus Wanne, sem þykir einn besti vinstri hornamaður heims, yfirgefur Evrópumeistara Barcelona eftir tímabilið og fer til Danmerkur. Hann hefur samið við Høj Elite.

Félagaskiptin koma nokkuð á óvart enda leikur Høj Elite í dönsku B-deildinni. Liðið er reyndar með fullt hús stiga á toppi hennar og að öllum líkindum á leið upp í úrvalsdeildina.

Forráðamenn Høj Elite eru mjög metnaðarfullir og stefna á að koma liðinu í fremstu röð. Þekktasti leikmaður Høj Elite er hægri hornamaðurinn Hans Lindberg.

Wanne gekk í raðir Barcelona 2022 eftir að hafa leikið með Flensburg í níu ár. Hann hefur unnið Meistaradeild Evrópu með báðum liðum.

Wanne og félagar hans í sænska landsliðinu unnu Síle, 30-42, í G-riðli heimsmeistaramótsins í gær. Svíar mæta Spánverjum í úrslitaleik um efsta sætið í riðlinum á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×