Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 6. janúar 2025 16:00 Allir nema dómstjóri og dómritari tóku þátt í gegnum fjarfundarbúnað. VÍSIR/JÓHANNK Maðurinn sem ákærður er fyrir að bana hjónum í Neskaupstað neitaði sök. Málið var þingfest í dag í Héraðsdómi Austurlands. Maðurinn, sem er Norðfirðingur á fimmtugsaldri, er ákærður fyrir að hafa banað eldri hjónum í Neskaupstað í ágúst síðastliðnum. Við þingsetningu málsins neitaði hann sök. Austurfrétt greinir frá þingsetningunni. Í ákærunni kemur fram að maðurinn hafi slegið hjónin endurtekið með hamri, þar á meðal í höfuðið. Hjónin hafi hlotið alvarlega áverka, meðal annars ítrekuð brot á höfuðkúpum og áverka á heila. Hjónin létust bæði vegna höfuðáverkanna. Aðeins dómstjóri og dómritari voru á staðnum en sækjandi, lögmaður barna hjónanna, sá ákærði og verjandi hans tóku öll þátt í gegnum fjarfundarbúnað. Maðurinn var handtekinn af sérsveit ríkislögreglustjóra en hann hafði keyrt bíl hjónanna frá Neskaupstað til Reykjavíkur. Hann fannst með storknað blóð á fatnaði sínum og ýmsar eigur hjónanna, svo sem bankakort. Samkvæmt heimildum fréttastofu þekkti maðurinn hjónin vel. Í úrskurði Landsréttar kemur fram að dómkvaddur matsmaður sagði manninn þjást af alvarlegu geðrofi og væri hættulegur öðrum. Ástandið hefði verið langvarandi frá árinu 2015. Samkvæmt fréttastofu RÚV verður þinghald næst þann 16. janúar. Aðalmeðferðin málsins gæti þá verið eftir nokkrar vikur. Maðurinn var einnig ákærður fyrir vopnalagabrot fyrir að hafa verið með fimmtán sentimetra langan hníf meðferðis þann 12. maí 2024. Hann játaði sök en samkvæmt Austurfrétt fór fram á að honum yrði ekki refsað fyrir brotið. Rannsókn á andláti hjóna í Neskaupstað Dómsmál Lögreglumál Fjarðabyggð Tengdar fréttir Tvennt látið í Neskaupstað og einn handtekinn Lögreglan á Austurlandi rannsakar nú alvarlegt atvik í heimahúsi í Norðfirði. Eldri hjón voru úrskurðuð látin og einn handtekinn í tengslum við rannsókn málsins. 22. ágúst 2024 15:23 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Fleiri fréttir „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Sjá meira
Maðurinn, sem er Norðfirðingur á fimmtugsaldri, er ákærður fyrir að hafa banað eldri hjónum í Neskaupstað í ágúst síðastliðnum. Við þingsetningu málsins neitaði hann sök. Austurfrétt greinir frá þingsetningunni. Í ákærunni kemur fram að maðurinn hafi slegið hjónin endurtekið með hamri, þar á meðal í höfuðið. Hjónin hafi hlotið alvarlega áverka, meðal annars ítrekuð brot á höfuðkúpum og áverka á heila. Hjónin létust bæði vegna höfuðáverkanna. Aðeins dómstjóri og dómritari voru á staðnum en sækjandi, lögmaður barna hjónanna, sá ákærði og verjandi hans tóku öll þátt í gegnum fjarfundarbúnað. Maðurinn var handtekinn af sérsveit ríkislögreglustjóra en hann hafði keyrt bíl hjónanna frá Neskaupstað til Reykjavíkur. Hann fannst með storknað blóð á fatnaði sínum og ýmsar eigur hjónanna, svo sem bankakort. Samkvæmt heimildum fréttastofu þekkti maðurinn hjónin vel. Í úrskurði Landsréttar kemur fram að dómkvaddur matsmaður sagði manninn þjást af alvarlegu geðrofi og væri hættulegur öðrum. Ástandið hefði verið langvarandi frá árinu 2015. Samkvæmt fréttastofu RÚV verður þinghald næst þann 16. janúar. Aðalmeðferðin málsins gæti þá verið eftir nokkrar vikur. Maðurinn var einnig ákærður fyrir vopnalagabrot fyrir að hafa verið með fimmtán sentimetra langan hníf meðferðis þann 12. maí 2024. Hann játaði sök en samkvæmt Austurfrétt fór fram á að honum yrði ekki refsað fyrir brotið.
Rannsókn á andláti hjóna í Neskaupstað Dómsmál Lögreglumál Fjarðabyggð Tengdar fréttir Tvennt látið í Neskaupstað og einn handtekinn Lögreglan á Austurlandi rannsakar nú alvarlegt atvik í heimahúsi í Norðfirði. Eldri hjón voru úrskurðuð látin og einn handtekinn í tengslum við rannsókn málsins. 22. ágúst 2024 15:23 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Fleiri fréttir „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Sjá meira
Tvennt látið í Neskaupstað og einn handtekinn Lögreglan á Austurlandi rannsakar nú alvarlegt atvik í heimahúsi í Norðfirði. Eldri hjón voru úrskurðuð látin og einn handtekinn í tengslum við rannsókn málsins. 22. ágúst 2024 15:23