Sveindísi enn á ný skellt á bekkinn þrátt fyrir fernuna Sindri Sverrisson skrifar 14. desember 2024 14:59 Sveindís Jane Jónsdóttir hefur ítrekað þurft að sætta sig við að vera utan byrjunarliðs Wolfsburg á þessari leiktíð. Getty/Inaki Esnaola Sveindís Jane Jónsdóttir hefur aðeins byrjað tvo deildarleiki fyrir Wolfsburg í Þýskalandi í vetur og það breyttist ekki í dag, þrátt fyrir fernuna sem hún skoraði gegn Roma á metttíma í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í vikunni. Líkt og gegn Roma og svo oft á þessari leiktíð þá kom Sveindís inn á sem varamaður gegn Werder Bremen í dag. Staðan var þá 2-1 Wolfsburg í vil, eftir tvennu frá Hollendingnum Lineth Beerensteyn, og Jule Brand bætti svo við þriðja marki Wolfsburg sem vann 3-1 útisigur. Wolfsburg er því með 28 stig, stigi á eftir toppliðum Frankfurt og Leverkusen, eftir 12 leiki. Sú staðreynd að Sveindís sé ítrekað á varamannabekk Wolfsburg gæti ýtt undir það að hún yfirgefi félagið þegar samningur hennar við það rennur út næsta sumar. Hún spurð út í framtíð sína hjá félaginu, eftir sigurinn gegn Roma á miðvikudag, en gaf lítið uppi: „Ég hef ekkert verið að hugsa um þetta, heldur bara að gera mitt besta fyrir Wolfsburg og fá eins margar mínútur og ég get. Vonandi munum við í náinni framtíð vita hvað ég geri en ég er mjög ánægð hjá Wolfsburg svo það er allt enn opið,“ sagði Sveindís. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir kom inn á sem varamaður hjá Leverkusen fyrr í dag þegar liðið jafnaði Frankfurt á toppi deildarinnar með 2-0 sigri gegn Freiburg. Karólína kom inn á þegar um hálftími var eftir, í stöðunni 1-0, en Leverkusen innsiglaði sigurinn með marki seint í uppbótartíma. Hin tvítuga Sofie Zdebel og hin 18 ára Delice Boboy skoruðu mörk Leverkusen. Þetta var fimmti sigur Leverkusen í röð í deildinni og eins og fyrr segir eru Leverkusen og Frankfurt jöfn á toppnum með 29 stig eftir 12 leiki. Glódís Perla Viggósdóttir og samherjar í Bayern eru svo þremur stigum neðar, með leik við Potsdam á morgun til góða. Amanda ekki með Twente Amanda Andradóttir, sem skoraði um síðustu helgi í 4-0 sigri gegn Heerenveen, var ekki í leikmannahópi Twente í hollensku úrvalsdeildinni í dag. Liðið tapaði 2-1 gegn Zwolle og er í 4. sæti hollensku deildarinnar með 17 stig eftir níu leiki. Hildur tekinn af velli eftir fyrri hálfleik Á Spáni var fjórða landsliðskonan, Hildur Antonsdóttir, í byrjunarliði Madrid CFF sem tapaði á útivelli gegn Granada, 1-0. Hildur var önnur tveggja leikmanna Madridarliðsins sem skipt var af velli eftir fyrri hálfleikinn, en staðan var 1-0 að honum loknum. Eftir sigurinn er Granada þremur stigum fyrir ofan Madrid sem situr í 10. sæti af 16 liðum og er með 16 stig eftir 13 leiki. Þýski boltinn Hollenski boltinn Spænski boltinn Tengdar fréttir Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Sveindís Jane Jónsdóttir varð í kvöld fyrsti íslenski leikmaðurinn í sögunni sem nær að skora fernu í aðalkeppni Meistaradeildarinnar. 11. desember 2024 23:02 Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði fernu í Meistaradeildinni í kvöld þegar Wolfsburg vann 6-1 sigur á Roma og tryggði sér sæti í útsláttarkeppni keppninnar. 11. desember 2024 22:43 Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Fleiri fréttir Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Emelíu sýnt mikið traust og samningurinn framlengdur: „Við sáum gæðin í sumar“ Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Meiðslalistinn lengist í Mílanó Tvö mörk skoruð fyrstu tvær mínúturnar í sigri Bayern Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“ „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Ísak Bergmann skoraði í slæmu tapi Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Sjá meira
Líkt og gegn Roma og svo oft á þessari leiktíð þá kom Sveindís inn á sem varamaður gegn Werder Bremen í dag. Staðan var þá 2-1 Wolfsburg í vil, eftir tvennu frá Hollendingnum Lineth Beerensteyn, og Jule Brand bætti svo við þriðja marki Wolfsburg sem vann 3-1 útisigur. Wolfsburg er því með 28 stig, stigi á eftir toppliðum Frankfurt og Leverkusen, eftir 12 leiki. Sú staðreynd að Sveindís sé ítrekað á varamannabekk Wolfsburg gæti ýtt undir það að hún yfirgefi félagið þegar samningur hennar við það rennur út næsta sumar. Hún spurð út í framtíð sína hjá félaginu, eftir sigurinn gegn Roma á miðvikudag, en gaf lítið uppi: „Ég hef ekkert verið að hugsa um þetta, heldur bara að gera mitt besta fyrir Wolfsburg og fá eins margar mínútur og ég get. Vonandi munum við í náinni framtíð vita hvað ég geri en ég er mjög ánægð hjá Wolfsburg svo það er allt enn opið,“ sagði Sveindís. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir kom inn á sem varamaður hjá Leverkusen fyrr í dag þegar liðið jafnaði Frankfurt á toppi deildarinnar með 2-0 sigri gegn Freiburg. Karólína kom inn á þegar um hálftími var eftir, í stöðunni 1-0, en Leverkusen innsiglaði sigurinn með marki seint í uppbótartíma. Hin tvítuga Sofie Zdebel og hin 18 ára Delice Boboy skoruðu mörk Leverkusen. Þetta var fimmti sigur Leverkusen í röð í deildinni og eins og fyrr segir eru Leverkusen og Frankfurt jöfn á toppnum með 29 stig eftir 12 leiki. Glódís Perla Viggósdóttir og samherjar í Bayern eru svo þremur stigum neðar, með leik við Potsdam á morgun til góða. Amanda ekki með Twente Amanda Andradóttir, sem skoraði um síðustu helgi í 4-0 sigri gegn Heerenveen, var ekki í leikmannahópi Twente í hollensku úrvalsdeildinni í dag. Liðið tapaði 2-1 gegn Zwolle og er í 4. sæti hollensku deildarinnar með 17 stig eftir níu leiki. Hildur tekinn af velli eftir fyrri hálfleik Á Spáni var fjórða landsliðskonan, Hildur Antonsdóttir, í byrjunarliði Madrid CFF sem tapaði á útivelli gegn Granada, 1-0. Hildur var önnur tveggja leikmanna Madridarliðsins sem skipt var af velli eftir fyrri hálfleikinn, en staðan var 1-0 að honum loknum. Eftir sigurinn er Granada þremur stigum fyrir ofan Madrid sem situr í 10. sæti af 16 liðum og er með 16 stig eftir 13 leiki.
Þýski boltinn Hollenski boltinn Spænski boltinn Tengdar fréttir Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Sveindís Jane Jónsdóttir varð í kvöld fyrsti íslenski leikmaðurinn í sögunni sem nær að skora fernu í aðalkeppni Meistaradeildarinnar. 11. desember 2024 23:02 Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði fernu í Meistaradeildinni í kvöld þegar Wolfsburg vann 6-1 sigur á Roma og tryggði sér sæti í útsláttarkeppni keppninnar. 11. desember 2024 22:43 Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Fleiri fréttir Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Emelíu sýnt mikið traust og samningurinn framlengdur: „Við sáum gæðin í sumar“ Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Meiðslalistinn lengist í Mílanó Tvö mörk skoruð fyrstu tvær mínúturnar í sigri Bayern Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“ „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Ísak Bergmann skoraði í slæmu tapi Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Sjá meira
Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Sveindís Jane Jónsdóttir varð í kvöld fyrsti íslenski leikmaðurinn í sögunni sem nær að skora fernu í aðalkeppni Meistaradeildarinnar. 11. desember 2024 23:02
Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði fernu í Meistaradeildinni í kvöld þegar Wolfsburg vann 6-1 sigur á Roma og tryggði sér sæti í útsláttarkeppni keppninnar. 11. desember 2024 22:43
Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“