„Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 1. desember 2024 21:41 Berglind Þorsteinsdóttir átti stóran þátt í fyrsta stórmótasigri Íslands. Vísir/Viktor Freyr „Vá. Geggjað að vera partur af þessu og ótrúlega gaman að klára þetta,“ sagði Berglind Þorsteinsdóttir innt eftir viðbrögðum við fyrsta stórmótasigri íslenska kvennalandsliðsins í handbolta. Varnarvinna hennar spilaði stóran þátt í 27-24 sigri gegn Úkraínu á Evrópumótinu. „Við horfðum algjörlega á þennan leik fyrir mót og ætluðum alltaf að taka hann. Og eftir frábæran síðasta leik vorum við alveg klárar á því að við gætum þetta. Lögðum bara allt í þetta,“ hélt hún svo áfram. Erfitt að spila heilan hálfleik sex á sjö Ísland var með mikla yfirburði í fyrri hálfleik og útlit var fyrir stórsigur en Úkraínu veitti meiri mótspyrnu í seinni hálfleik, án þess þó að komast alveg upp að íslenska liðinu. „Seinni hálfleikur var aðeins of spennandi, svolítið erfitt að spila sjö á móti sex í heilan hálfleik. Það var smá kúnst en við náðum að klára þetta vel. Þó þetta hafi alveg verið smá óþægilegt.“ Gaman í vörninni Berglind hafði mikið að gera allan leikinn og þurfti að glíma við gríðarlega stóra og sterka leikmenn. „Þær eru lúmskar. Sérstaklega línumaðurinn, hún er alveg nautsterk.“ Hún hafði einnig það hlutverk, þegar Ísland fór í 5—1 vörn, að stíga upp og trufla sendingarleiðirnar. „Mér finnst það ótrúlega gaman. Maður er svona aðeins að stríða þeim en má samt ekki brjóta. Maður er svona að veiða þær í færin sem maður vill fá þær í. Mér finnst það mjög gaman en það er svolítið öðruvísi að vera þar, veit stundum ekki alveg hvar ég á að standa.“ Geta alveg staðið í Þjóðverjum Framundan er úrslitaleikur um sæti í milliriðli gegn Þýskalandi á þriðjudag og Berglind er bjartsýn. „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum. Já, ég hef fulla trú á okkur í þeim leik,“ sagði hún að lokum. Klippa: Berglind Þorsteinsdóttir eftir fyrsta stórmótasigur Íslands Viðtalið við Berglindi, sem Valur Páll Eiríksson tók, má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Sjá meira
„Við horfðum algjörlega á þennan leik fyrir mót og ætluðum alltaf að taka hann. Og eftir frábæran síðasta leik vorum við alveg klárar á því að við gætum þetta. Lögðum bara allt í þetta,“ hélt hún svo áfram. Erfitt að spila heilan hálfleik sex á sjö Ísland var með mikla yfirburði í fyrri hálfleik og útlit var fyrir stórsigur en Úkraínu veitti meiri mótspyrnu í seinni hálfleik, án þess þó að komast alveg upp að íslenska liðinu. „Seinni hálfleikur var aðeins of spennandi, svolítið erfitt að spila sjö á móti sex í heilan hálfleik. Það var smá kúnst en við náðum að klára þetta vel. Þó þetta hafi alveg verið smá óþægilegt.“ Gaman í vörninni Berglind hafði mikið að gera allan leikinn og þurfti að glíma við gríðarlega stóra og sterka leikmenn. „Þær eru lúmskar. Sérstaklega línumaðurinn, hún er alveg nautsterk.“ Hún hafði einnig það hlutverk, þegar Ísland fór í 5—1 vörn, að stíga upp og trufla sendingarleiðirnar. „Mér finnst það ótrúlega gaman. Maður er svona aðeins að stríða þeim en má samt ekki brjóta. Maður er svona að veiða þær í færin sem maður vill fá þær í. Mér finnst það mjög gaman en það er svolítið öðruvísi að vera þar, veit stundum ekki alveg hvar ég á að standa.“ Geta alveg staðið í Þjóðverjum Framundan er úrslitaleikur um sæti í milliriðli gegn Þýskalandi á þriðjudag og Berglind er bjartsýn. „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum. Já, ég hef fulla trú á okkur í þeim leik,“ sagði hún að lokum. Klippa: Berglind Þorsteinsdóttir eftir fyrsta stórmótasigur Íslands Viðtalið við Berglindi, sem Valur Páll Eiríksson tók, má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Sjá meira