„Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 1. desember 2024 21:44 Hættulegt er að fara of nálægt íshrönnunum á og við Ölfusá. Ísinn er óstöðugur og getur brotnað fari maður ofan á hann. LÖGREGLAN Vatn er farið að flæða yfir göngustíga við Ölfusá vegna ís- og krapamyndunar og er fólk beðið að sýna varúð. Lögreglan fer í reglulegar eftirlitsferðir um svæðið til að fylgjast með þróuninni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurlandi á Facebook. Þar er fólk í nágrenni svæðisins beðið um að vera á varðbergi og tilkynna til lögreglunnar telji það ís eða vatn farið að nálgast garða eða húsnæði. Þau sem eru með kjallara undir húsum sínum eru einnig beðin um að fylgjast með ástandinu í þeim. Von á veðrabrigðum „Enn er farvegur Ölfusár fullur af ís frá ósum og allt upp fyrir Ölfusárbrú. Einstaka íslausar vakir eru á ánni. Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís við Básinn og upp fyrir brú, að Jóruklett,“ segir í færslu frá Eldfjalla- og náttúruvárhópi Suðurlands fyrr í kvöld. Magnað er að sjá ísmagnið sem nú er á Ölfusá.ENSU Þar kemur einnig fram að vatnshæðarmælirinn hafi farið upp í 4,99 metra um klukkan 15 í dag en hafi lækkað um einhverja tugi sentímetra síðan þá. Þetta hafi leitt til þess að vatn tók að renna utan við brúarstöpulinn á austanverðu og einnig yfir malbikaðan göngustíg neðan við Bakkahverfið á Selfossi. Þetta sé hæsta vatnsstaða sem mælst hefur í ánni við Selfoss í mörg ár. „Von er á veðrabrigðum seinni partinn á morgun og fylgir þeim skammvinn hlýindi. Það verður fróðlegt að sjá hvort að áin nái að ryðja af sér einhverjum ís í kjölfar þess,“ segir einnig í færslunni. Íshrannirnar hafi laðað að heimamenn og fleiri og er bent á að það sé stórhættulegt að ganga upp á ísinn. Aðstæður við árbakkann geti einnig breyst mjög hratt og því mikilvægt að vera ekki upp við hrannirnar. Það er býsna fallegt við Ölfusána þegar hún er svona þakin ís.ENSU Árborg Lögreglumál Slysavarnir Veður Ölfus Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Innlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Reykjavík ekki ljót borg Innlent Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Innlent Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurlandi á Facebook. Þar er fólk í nágrenni svæðisins beðið um að vera á varðbergi og tilkynna til lögreglunnar telji það ís eða vatn farið að nálgast garða eða húsnæði. Þau sem eru með kjallara undir húsum sínum eru einnig beðin um að fylgjast með ástandinu í þeim. Von á veðrabrigðum „Enn er farvegur Ölfusár fullur af ís frá ósum og allt upp fyrir Ölfusárbrú. Einstaka íslausar vakir eru á ánni. Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís við Básinn og upp fyrir brú, að Jóruklett,“ segir í færslu frá Eldfjalla- og náttúruvárhópi Suðurlands fyrr í kvöld. Magnað er að sjá ísmagnið sem nú er á Ölfusá.ENSU Þar kemur einnig fram að vatnshæðarmælirinn hafi farið upp í 4,99 metra um klukkan 15 í dag en hafi lækkað um einhverja tugi sentímetra síðan þá. Þetta hafi leitt til þess að vatn tók að renna utan við brúarstöpulinn á austanverðu og einnig yfir malbikaðan göngustíg neðan við Bakkahverfið á Selfossi. Þetta sé hæsta vatnsstaða sem mælst hefur í ánni við Selfoss í mörg ár. „Von er á veðrabrigðum seinni partinn á morgun og fylgir þeim skammvinn hlýindi. Það verður fróðlegt að sjá hvort að áin nái að ryðja af sér einhverjum ís í kjölfar þess,“ segir einnig í færslunni. Íshrannirnar hafi laðað að heimamenn og fleiri og er bent á að það sé stórhættulegt að ganga upp á ísinn. Aðstæður við árbakkann geti einnig breyst mjög hratt og því mikilvægt að vera ekki upp við hrannirnar. Það er býsna fallegt við Ölfusána þegar hún er svona þakin ís.ENSU
Árborg Lögreglumál Slysavarnir Veður Ölfus Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Innlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Reykjavík ekki ljót borg Innlent Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Innlent Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Sjá meira