„Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 29. nóvember 2024 19:28 Elín Klara var að spila sinn fyrsta leik á stórmóti með A-landsliðinu. Vísir/Anton Brink „Mjög svekkjandi, að hafa ekki náð að klára leikinn,“ sagði Elín Klara Þorkelsdóttir, leikmaður íslenska landsliðsins í handbolta, eftir 27-25 tap gegn Hollandi í fyrsta leik Evrópumótsins. Það hrellti íslenska liðið á heimsmeistaramótinu í fyrra hvað liðið byrjaði leiki illa. Elín var vissulega ekki í leikmannahópnum þá en gat tekið undir að um framfaraskref væri að ræða. „Klárlega. Við mættum bara á fullu í þetta og ætluðum að keyra vel á þær. Vörnin bara flott og mér fannst sóknin mjög fín. Náðum að sundurspila þær og sömuleiðis hlupum alltaf til baka. Svo í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar. Þær keyrðu á okkur og við vorum að elta aðeins of lengi.“ Sem er erfitt fyrir öll lið og krefst mikillar orku, að lenda undir og þurfa að elta andstæðinginn. „Það getur verið erfitt, við lendum fjórum mörkum undir en náum að jafna, sem var mjög flott. Geggjað hugarfar hjá leikmönnum og liðsheildin mjög góð, en það þurfti aðeins meira til.“ Fyrsti leikurinn á stórmóti Elín var utan leikmannahópsins á HM í fyrra og þetta var því fyrsti leikur hennar á stórmóti með landsliðinu. „Þetta var geggjuð tilfinning. Stúkan æðisleg og þetta er ótrúlega gaman.“ Flautumarkið magnaða Leiknum lauk með flautumarki Elínar. Skot langt utan af velli sem flestir héldu að færi í hávörnina, en þrumuskotið flaug í gegn og small af slánni á leið sinni í markið. „Æ, já,“ sagði Elín og hló vandræðalega, hún vildi eðlilega ekki gera mikið úr þessu marki og sagði svekkjandi tap vera sér efst í huga. Respect to 🇮🇸 for their great performance against the Dutch powerhouse 👏👏 pic.twitter.com/6cXJElmOJi— EHF EURO (@EHFEURO) November 29, 2024 Frammistaða sem hægt er að byggja á Frammistaðan er þó eitthvað sem liðið getur byggt á fyrir næstu leiki gegn Úkraínu og Þýskalandi. „Klárlega. Við notum þetta bara sem kraft inn í næstu leiki. Tökum góða endurhæfingu á morgun og mætum svo á fullu í næsta leik.“ Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn „Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Sport „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ Enski boltinn „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Sjá meira
Það hrellti íslenska liðið á heimsmeistaramótinu í fyrra hvað liðið byrjaði leiki illa. Elín var vissulega ekki í leikmannahópnum þá en gat tekið undir að um framfaraskref væri að ræða. „Klárlega. Við mættum bara á fullu í þetta og ætluðum að keyra vel á þær. Vörnin bara flott og mér fannst sóknin mjög fín. Náðum að sundurspila þær og sömuleiðis hlupum alltaf til baka. Svo í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar. Þær keyrðu á okkur og við vorum að elta aðeins of lengi.“ Sem er erfitt fyrir öll lið og krefst mikillar orku, að lenda undir og þurfa að elta andstæðinginn. „Það getur verið erfitt, við lendum fjórum mörkum undir en náum að jafna, sem var mjög flott. Geggjað hugarfar hjá leikmönnum og liðsheildin mjög góð, en það þurfti aðeins meira til.“ Fyrsti leikurinn á stórmóti Elín var utan leikmannahópsins á HM í fyrra og þetta var því fyrsti leikur hennar á stórmóti með landsliðinu. „Þetta var geggjuð tilfinning. Stúkan æðisleg og þetta er ótrúlega gaman.“ Flautumarkið magnaða Leiknum lauk með flautumarki Elínar. Skot langt utan af velli sem flestir héldu að færi í hávörnina, en þrumuskotið flaug í gegn og small af slánni á leið sinni í markið. „Æ, já,“ sagði Elín og hló vandræðalega, hún vildi eðlilega ekki gera mikið úr þessu marki og sagði svekkjandi tap vera sér efst í huga. Respect to 🇮🇸 for their great performance against the Dutch powerhouse 👏👏 pic.twitter.com/6cXJElmOJi— EHF EURO (@EHFEURO) November 29, 2024 Frammistaða sem hægt er að byggja á Frammistaðan er þó eitthvað sem liðið getur byggt á fyrir næstu leiki gegn Úkraínu og Þýskalandi. „Klárlega. Við notum þetta bara sem kraft inn í næstu leiki. Tökum góða endurhæfingu á morgun og mætum svo á fullu í næsta leik.“
Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn „Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Sport „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ Enski boltinn „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Sjá meira