Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Hinrik Wöhler skrifar 23. febrúar 2025 19:00 Valskonur eru tryggðu sér farseðilinn í undanúrslit Evrópubikarkeppni kvenna í handbolta með jafntefli í N1-höllinni í dag. Vísir/Pawel Cieslikiewicz Valskonur eru komnar alla leið í undanúrslit EHF-bikarsins í handknattleik eftir að hafa gert jafntefli gegn Slavia Prag í seinni leik liðanna í 8-liða úrslitum í dag. Valur sigraði tékkneska liðið með sjö mörkum í fyrri leiknum í gær og voru í kjörstöðu fyrir leikinn í dag. Þær tékknesku voru staðráðnar að keyra upp hraðann og vinna upp sjö marka forskot Vals hratt og örugglega. Valskonum gekk ágætlega í sókninni á upphafsmínútum leiksins en þegar leið á fyrri hálfleik fór að síga á ógæfuhliðina. Valskonum var fyrirmunað að skora um miðbik fyrri hálfleiks og Tékkarnir refsuðu hinum megin með mörkum úr hraðaupphlaupum eða seinni bylgju. Tékkneski markvörðurinn, Michaela Malá, reyndist Valskonum erfið viðureignar.Vísir/Pawel Cieslikiewicz Þegar leið á fyrri hálfleik var staðan orðin 12-6, Slavia Prag í vil, og samanlagt forskot Vals úr einvíginu aðeins orðið að einu marki. Tékkneski markvörðurinn, Michaela Malá, varði eins og berserkur á þessum tímapunkti en hún endaði fyrri hálfleikinn með 47% markvörslu. Valur náði aðeins betri takti undir lok fyrri hálfleiks og var sóknarleikurinn beittari. Það munaði fimm mörkum á liðunum þegar leikmenn gengu til búningsherbergja í hálfleik og ljóst var að allt gæti gerst í einvíginu. Lovísa Thompson reynir skot að marki.Vísir/Pawel Cieslikiewicz Valskonur komu agaðri til leiks í seinni hálfleik. Þær náðu að þétta varnarleikinn og markvarslan datt inn. Sömuleiðis fór skotnýtingin batnandi á hinum enda vallarins. Þegar tíu mínútur voru liðnar af seinni hálfleik var staðan 17-14 fyrir tékkneska liðinu og Valskonur með fjögurra marka forskot í einvíginu. Í kjölfarið kom kafli þar sem Hafdís Renötudóttir varði allt sem á markið kom og Valur kom sér hægt og rólega inn í leikinn. Hafdís Renötudóttir var með rúmlega 50% markvörslu í seinni hálfleik.Vísir/Pawel Cieslikiewicz Þegar fimm mínútur voru eftir náði Elín Rósa Magnúsdóttir loks að jafna leikinn í 21-21 og ljóst var að farseðillinn í undanúrslit var gott sem tryggður. Leikurinn endaði með jafntefli 22-22 og sigruðu Valskonur einvígið samtals 50-43. Þær etja kappi við Iuventa Michalovce frá Slóvakíu í undanúrslitum og fara leikirnir fram í lok mars. Atvik leiksins Eftir ansi brösótta byrjun var leikmönnum og stuðningsmönnum létt þegar Valskonur náðu að koma sér aftur inn í leikinn. Elín Rósa Magnúsdóttir jafnaði loks leikinn þegar fimm mínútur voru eftir við fögnuð viðstaddra og kórónaði endurkomu Vals og sigurinn í einvíginu. Elín Rósa Magnúsdóttir skoraði fjögur mörk í dag úr tíu skotum.Vísir/Pawel Cieslikiewicz Stjörnur og skúrkar Það var allt annað sjá Val í seinni hálfleik í dag og skoruðu Tékkarnir aðeins átta mörk í seinni hálfleik. Hafdís Renötudóttir, markvörður Vals, varði rúmlega 50% af þeim skotum sem kom á markið í seinni hálfleik og lagði grunninn að jafnteflinu í dag. Hildigunnur Einarsdóttir og Hildur Björnsdóttir voru öflugar í hjarta varnarinnar og héldu Tékkunum í skefjum. Hildigunnur Einarsdóttir var baráttuglöð í vörninni.Vísir/Pawel Cieslikiewicz Líkt og í leiknum í gær var Þórey Anna Ásgeirsdóttir markahæst með átta mörk úr jafnmörgum tilraunum og var einstaklega örugg á vítalínunni og í hægra horninu. Tékkneski markvörðurinn, Michaela Malá, reyndist Valskonum erfið en skotnýtingin hefur sannarlega verið betri hjá máttarstólpum liðsins. Dómarar Franska dómaraparið, Mathilde Cournil og Loriane Lamour, dæmdu báða leikina í einvíginu. Mathilde Cournil og Loriane Lamour voru með fín tök á báðum leikjunum í einvíginu.Vísir/Pawel Cieslikiewicz Dómararnir stóðu sig ágætlega en Valskonur voru ekki sérlega sáttar með dómara leiksins í fyrri hálfleik en Valskonur fengu fjórar tveggja mínútna brottvísanir með stuttu millibili og oft fyrir litlar sakir. Stemning og umgjörð Valsarar opnuðu húsið 90 mínútum fyrir leik og buðu upp á góða dagskrá fyrir stuðningsmenn og var umgjörðin til fyrirmyndar. Stuðningsmenn Vals fögnuðu jafnteflinu vel og innilega.Vísir/Pawel Cieslikiewicz Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, óskaði eftir því í viðtali eftir fyrri leik liðanna í gær að fá tæplega þúsund manns í höllina en varð þó ekki að ósk sinni í dag. Viðtöl Ágúst: „Við náðum að stilla saman strengi í hálfleik“ Leikurinn var kaflaskiptur og var ljóst að einvígið gat brugðið til beggja vona á tímapunkti. Ágúst Jóhannssyni, þjálfara Vals, var létt í leikslok. Var þetta rússíbanareið? „Það má eiginlega segja það. Við vorum ekki sjálfum okkur lík í fyrri hálfleik og gerðum okkur seka að fara rosalega illa með upplögð marktækifæri, ansi mörg. Við vorum að skjóta á fyrsta tempói í markmanninn úr góðum færum. Það greip um sig smá hræðsla að geta tapað einvíginu,“ sagði Ágúst skömmu eftir leik. Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, segir að leikmenn hafi orðið smeykir á tímapunkti í leiknum.Vísir/Pawel Cieslikiewicz Hann segir að liðið hafi náð sér á jörðina í hálfleik og útkoman var allt önnur og betri frammistaða. „Við náðum að stilla saman strengi í hálfleik og ég æsti mig aðeins. Við fengum leikmenn til að núllstilla sig og fá hugarfarsbreytingu inn í seinni hálfleikinn, sem og við gerðum. Við skildum eftir þennan bakpoka og hræðslu að geta tapað eftir inn í klefa og fórum afslappaðri inn í seinni hálfleik.“ „Við breyttum um áherslu í sókninni sem kom vel út og opnuðum þær. Við fengum línumennina undir bakverðina og náðum að opna þær betur og spiluðum frábærlega í seinni hálfleik,“ sagði þjálfarinn um áherslubreytingarnar í seinni hálfleik. Ágúst segir að hann hafi skynjað hræðslu meðal leikmanna þegar Tékkarnir gengu á lagið í fyrri hálfleik og minnkuðu muninn í einvíginu. „Ég skynjaði það alveg og maður hefur oft lent í þessu, að liðið var orðið smeykt að tapa. Það er þá okkar að reyna að róa mannskapinn en það þurfti aðeins að ýta við þeim. Auðvitað vissi ég að þetta einvígi gæti farið í allar áttir. Þetta er mjög gott lið, mjög rútínað með líkamlega sterkar skyttur. Ég er mjög stoltur og ánægður með liðið í seinni hálfleik,“ sagði Ágúst. Næsti mótherji er lið frá Slóvakíu, Iuventa Michalovce, og segir Ágúst að það sé afar sterkt lið með reynslumikla leikmenn. „Við fáum lið frá Slóvakíu og byrjum á útivelli. Það er mjög reynslumikið lið og hefur farið mjög langt í þessar keppni áður. Sterkt lið en ekkert þannig að við eigum ekki möguleika.“ EHF-bikarinn Valur
Valskonur eru komnar alla leið í undanúrslit EHF-bikarsins í handknattleik eftir að hafa gert jafntefli gegn Slavia Prag í seinni leik liðanna í 8-liða úrslitum í dag. Valur sigraði tékkneska liðið með sjö mörkum í fyrri leiknum í gær og voru í kjörstöðu fyrir leikinn í dag. Þær tékknesku voru staðráðnar að keyra upp hraðann og vinna upp sjö marka forskot Vals hratt og örugglega. Valskonum gekk ágætlega í sókninni á upphafsmínútum leiksins en þegar leið á fyrri hálfleik fór að síga á ógæfuhliðina. Valskonum var fyrirmunað að skora um miðbik fyrri hálfleiks og Tékkarnir refsuðu hinum megin með mörkum úr hraðaupphlaupum eða seinni bylgju. Tékkneski markvörðurinn, Michaela Malá, reyndist Valskonum erfið viðureignar.Vísir/Pawel Cieslikiewicz Þegar leið á fyrri hálfleik var staðan orðin 12-6, Slavia Prag í vil, og samanlagt forskot Vals úr einvíginu aðeins orðið að einu marki. Tékkneski markvörðurinn, Michaela Malá, varði eins og berserkur á þessum tímapunkti en hún endaði fyrri hálfleikinn með 47% markvörslu. Valur náði aðeins betri takti undir lok fyrri hálfleiks og var sóknarleikurinn beittari. Það munaði fimm mörkum á liðunum þegar leikmenn gengu til búningsherbergja í hálfleik og ljóst var að allt gæti gerst í einvíginu. Lovísa Thompson reynir skot að marki.Vísir/Pawel Cieslikiewicz Valskonur komu agaðri til leiks í seinni hálfleik. Þær náðu að þétta varnarleikinn og markvarslan datt inn. Sömuleiðis fór skotnýtingin batnandi á hinum enda vallarins. Þegar tíu mínútur voru liðnar af seinni hálfleik var staðan 17-14 fyrir tékkneska liðinu og Valskonur með fjögurra marka forskot í einvíginu. Í kjölfarið kom kafli þar sem Hafdís Renötudóttir varði allt sem á markið kom og Valur kom sér hægt og rólega inn í leikinn. Hafdís Renötudóttir var með rúmlega 50% markvörslu í seinni hálfleik.Vísir/Pawel Cieslikiewicz Þegar fimm mínútur voru eftir náði Elín Rósa Magnúsdóttir loks að jafna leikinn í 21-21 og ljóst var að farseðillinn í undanúrslit var gott sem tryggður. Leikurinn endaði með jafntefli 22-22 og sigruðu Valskonur einvígið samtals 50-43. Þær etja kappi við Iuventa Michalovce frá Slóvakíu í undanúrslitum og fara leikirnir fram í lok mars. Atvik leiksins Eftir ansi brösótta byrjun var leikmönnum og stuðningsmönnum létt þegar Valskonur náðu að koma sér aftur inn í leikinn. Elín Rósa Magnúsdóttir jafnaði loks leikinn þegar fimm mínútur voru eftir við fögnuð viðstaddra og kórónaði endurkomu Vals og sigurinn í einvíginu. Elín Rósa Magnúsdóttir skoraði fjögur mörk í dag úr tíu skotum.Vísir/Pawel Cieslikiewicz Stjörnur og skúrkar Það var allt annað sjá Val í seinni hálfleik í dag og skoruðu Tékkarnir aðeins átta mörk í seinni hálfleik. Hafdís Renötudóttir, markvörður Vals, varði rúmlega 50% af þeim skotum sem kom á markið í seinni hálfleik og lagði grunninn að jafnteflinu í dag. Hildigunnur Einarsdóttir og Hildur Björnsdóttir voru öflugar í hjarta varnarinnar og héldu Tékkunum í skefjum. Hildigunnur Einarsdóttir var baráttuglöð í vörninni.Vísir/Pawel Cieslikiewicz Líkt og í leiknum í gær var Þórey Anna Ásgeirsdóttir markahæst með átta mörk úr jafnmörgum tilraunum og var einstaklega örugg á vítalínunni og í hægra horninu. Tékkneski markvörðurinn, Michaela Malá, reyndist Valskonum erfið en skotnýtingin hefur sannarlega verið betri hjá máttarstólpum liðsins. Dómarar Franska dómaraparið, Mathilde Cournil og Loriane Lamour, dæmdu báða leikina í einvíginu. Mathilde Cournil og Loriane Lamour voru með fín tök á báðum leikjunum í einvíginu.Vísir/Pawel Cieslikiewicz Dómararnir stóðu sig ágætlega en Valskonur voru ekki sérlega sáttar með dómara leiksins í fyrri hálfleik en Valskonur fengu fjórar tveggja mínútna brottvísanir með stuttu millibili og oft fyrir litlar sakir. Stemning og umgjörð Valsarar opnuðu húsið 90 mínútum fyrir leik og buðu upp á góða dagskrá fyrir stuðningsmenn og var umgjörðin til fyrirmyndar. Stuðningsmenn Vals fögnuðu jafnteflinu vel og innilega.Vísir/Pawel Cieslikiewicz Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, óskaði eftir því í viðtali eftir fyrri leik liðanna í gær að fá tæplega þúsund manns í höllina en varð þó ekki að ósk sinni í dag. Viðtöl Ágúst: „Við náðum að stilla saman strengi í hálfleik“ Leikurinn var kaflaskiptur og var ljóst að einvígið gat brugðið til beggja vona á tímapunkti. Ágúst Jóhannssyni, þjálfara Vals, var létt í leikslok. Var þetta rússíbanareið? „Það má eiginlega segja það. Við vorum ekki sjálfum okkur lík í fyrri hálfleik og gerðum okkur seka að fara rosalega illa með upplögð marktækifæri, ansi mörg. Við vorum að skjóta á fyrsta tempói í markmanninn úr góðum færum. Það greip um sig smá hræðsla að geta tapað einvíginu,“ sagði Ágúst skömmu eftir leik. Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, segir að leikmenn hafi orðið smeykir á tímapunkti í leiknum.Vísir/Pawel Cieslikiewicz Hann segir að liðið hafi náð sér á jörðina í hálfleik og útkoman var allt önnur og betri frammistaða. „Við náðum að stilla saman strengi í hálfleik og ég æsti mig aðeins. Við fengum leikmenn til að núllstilla sig og fá hugarfarsbreytingu inn í seinni hálfleikinn, sem og við gerðum. Við skildum eftir þennan bakpoka og hræðslu að geta tapað eftir inn í klefa og fórum afslappaðri inn í seinni hálfleik.“ „Við breyttum um áherslu í sókninni sem kom vel út og opnuðum þær. Við fengum línumennina undir bakverðina og náðum að opna þær betur og spiluðum frábærlega í seinni hálfleik,“ sagði þjálfarinn um áherslubreytingarnar í seinni hálfleik. Ágúst segir að hann hafi skynjað hræðslu meðal leikmanna þegar Tékkarnir gengu á lagið í fyrri hálfleik og minnkuðu muninn í einvíginu. „Ég skynjaði það alveg og maður hefur oft lent í þessu, að liðið var orðið smeykt að tapa. Það er þá okkar að reyna að róa mannskapinn en það þurfti aðeins að ýta við þeim. Auðvitað vissi ég að þetta einvígi gæti farið í allar áttir. Þetta er mjög gott lið, mjög rútínað með líkamlega sterkar skyttur. Ég er mjög stoltur og ánægður með liðið í seinni hálfleik,“ sagði Ágúst. Næsti mótherji er lið frá Slóvakíu, Iuventa Michalovce, og segir Ágúst að það sé afar sterkt lið með reynslumikla leikmenn. „Við fáum lið frá Slóvakíu og byrjum á útivelli. Það er mjög reynslumikið lið og hefur farið mjög langt í þessar keppni áður. Sterkt lið en ekkert þannig að við eigum ekki möguleika.“