„Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Hinrik Wöhler skrifar 22. febrúar 2025 18:30 Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, óskar eftir því að stuðningsmenn fjölmenni í N1-höllina á morgun. vísir / anton brink Valur sigraði tékkneska liðið Slavia Prag með sjö mörkum í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Evrópubikarkeppni kvenna í handbolta.Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, segir að sjö marka sigur hafi komið á óvart og var í skýjunum með varnarleik liðsins í dag. „Ég skal viðurkenna að ég bjóst ekki við þessu. Mér fannst við spila frábærlega, varnarleikur var frábær hjá okkur og hrikalega góð vinnsla á allri línunni, að halda þessu liði í 21 einu marki er mjög sterkt. Við hlupum vel til baka og vorum ekki að fá mikið af hraðaupphlaupum á okkur þannig þetta var sanngjarn og góður sigur,“ sagði þjálfarinn eftir leikinn í dag. Valskonur áttu stórbrotinn leik frá upphafi til enda fyrir utan stuttan kafla í byrjun seinni hálfleiks. Þær fóru illa með góð færi og hefði Ágúst viljað sjá betri nýtingu í upphafi seinni hálfleiks. „Í upphafi seinni hálfleiks fórum við illa með færi, kannski fjögur eða fimm færi af línu og hefðum getað komið okkur í betri stöðu. Heilt yfir er ég gríðarlega sáttur með frammistöðuna og er ánægður með sjö marka sigur.“ Ágúst hélt áfram að ræða um byrjun seinni hálfleiks og segir að þetta hafi verið endurtekið stef hjá þeim á tímabilinu. „Það voru fyrstu sjö eða átta mínúturnar. Þetta hefur aðeins verið of oft hjá okkur að við byrjum seinni hálfleikinn eins og við erum að hita okkur upp fyrstu fimm mínúturnar. Það er eitthvað sem við þurfum að skoða en heilt yfir var frammistaða á alþjóðamælikvarða.“ Vilja standa fyrir sterkri liðsheild Thea Imani Sturludóttir var næstmarkahæst í leiknum með sjö mörk en hún fór gríðarlega vel af stað í dag og skoraði sex mörk í fyrri hálfleik. „Thea steig upp og átti í smá brasi og meiðslum en hún var góð. Margar voru að leggja í púkkið og það er það sem við viljum standa fyrir, sterka og góða liðsheild,“ sagði Ágúst. Varnarleikur Vals var gott sem upp á tíu og áttu tékknesku skytturnar í miklum erfiðleikum með að koma boltanum fram hjá hávörn Vals. Ágúst segir að leikplan sitt hafi gengið upp í vörninni. „Þær eru bara með rétthenda leikmenn og við viljum beina þeim til baka og náðum að koma í veg fyrir þær hreyfingar sem þær vilja fara í. Vörnin var algjörlega frábær en við þurfum við halda því til að klára þetta einvígi.“ „Þetta er reynslumikið og gott lið og geta komið til baka á morgun þannig við þurfum að halda rétt á spilunum á morgun,“ sagði Ágúst um síðari leik liðanna sem er á morgun á Hlíðarenda. Vill sjá 700 til 800 manns í stúkunni Valsarar eru vanir að halda stóra Evrópuleiki í N1-höllinni og var öllu tjaldað til fyrir leikinn í dag. Þjálfarinn hvetur stuðningsmenn að fjölmenna á seinni leik liðanna á morgun. „Við þurfum að spila af fullum krafti til að loka þessu einvígi og koma okkur í undanúrslit. Það er markmiðið en til þess þurfum að fá enn þá betri mætingu en við fengum í dag. Ég var fyrir vonbrigðum með mætinguna. Ég vona að fólk mæti á morgun og styðji við liðið og hjálpi stelpunum að komast í undanúrslit sem væri stórkostlegt afrek.“ „Ég vil fá 700 til 800 manns á morgun klukkan fjögur, umgjörðin er upp á tíu og það er frábær dagskrá. Ég vil sjá fólk fjölmenna á leikinn og tryggja liðinu sæti í undanúrslitum,“ sagði Ágúst og kom skilaboðum áleiðis til stuðningsmanna. Valur EHF-bikarinn Mest lesið Fjölskyldu Arnórs hótað Fótbolti Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Tiger og Trump staðfesta sambandið Golf Fimm ára fangelsi fyrir að reyna að myrða meintan barnaníðing Sport Ingebrigtsen fer fyrir dóm: Faðirinn neitar en börnin munu bera vitni Sport Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Enski boltinn Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Enski boltinn Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ Íslenski boltinn „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Fótbolti Undraskot Curry fór ekki ofan í eftir allt saman Körfubolti Fleiri fréttir Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Aldís með níu mörk í naumum sigri Andrea og stöllur í góðri stöðu eftir fyrri leikinn Valskonur taka tveggja marka tap með sér heim á Hlíðarenda Uppgjör og viðtal: Haukar - Izvidac 30-27 | Haukar fara með naumt forskot til Bosníu Marta hetja Eyjakvenna Grótta vann gríðarmikilvægan sigur gegn Stjörnunni Gísli fór mikinn í fyrsta leiknum eftir meiðsli Fram tryggði annað sætið með sigri gegn ÍR Íslendingalið mætast í úrslitakeppninni Donni markahæstur meðan Guðmundur skoraði eitt gegn Ágústi Íslendingar í riðli með Færeyingum „Verður hörkueinvígi, þeir eru drullugóðir“ Spennan gríðarleg þegar ein umferð er eftir Andrea allt í öllu og Aldís Ásta deildarmeistari Uppgjörið: Fram - ÍBV 43-36 | Fín fyrirheit fyrir Fram „Það er bara einn titill eftir“ Komnar með ógeð af því að tapa: „Ógeðsleg tilfinning“ Uppgjörið: Valur - Haukar 29-23 | Deildarmeistaratitillinn í augsýn „Ég er ofurmenni, það á ekkert að geta komið fyrir mig“ Einar kveður Guðmund og fer í „stærstu og bestu deild heims“ Danir furða sig á að Nielsen sé sniðgenginn Aron tekur við landsliði Kúveits Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Strákarnir hans Dags völtuðu yfir Tékka Mikilvægur sigur Eyjakvenna Færeyingar unnu í Hollandi og eru á toppnum í riðlinum ÍR-konur upp fyrir Selfoss eftir sigur á Selfossi Sjá meira
„Ég skal viðurkenna að ég bjóst ekki við þessu. Mér fannst við spila frábærlega, varnarleikur var frábær hjá okkur og hrikalega góð vinnsla á allri línunni, að halda þessu liði í 21 einu marki er mjög sterkt. Við hlupum vel til baka og vorum ekki að fá mikið af hraðaupphlaupum á okkur þannig þetta var sanngjarn og góður sigur,“ sagði þjálfarinn eftir leikinn í dag. Valskonur áttu stórbrotinn leik frá upphafi til enda fyrir utan stuttan kafla í byrjun seinni hálfleiks. Þær fóru illa með góð færi og hefði Ágúst viljað sjá betri nýtingu í upphafi seinni hálfleiks. „Í upphafi seinni hálfleiks fórum við illa með færi, kannski fjögur eða fimm færi af línu og hefðum getað komið okkur í betri stöðu. Heilt yfir er ég gríðarlega sáttur með frammistöðuna og er ánægður með sjö marka sigur.“ Ágúst hélt áfram að ræða um byrjun seinni hálfleiks og segir að þetta hafi verið endurtekið stef hjá þeim á tímabilinu. „Það voru fyrstu sjö eða átta mínúturnar. Þetta hefur aðeins verið of oft hjá okkur að við byrjum seinni hálfleikinn eins og við erum að hita okkur upp fyrstu fimm mínúturnar. Það er eitthvað sem við þurfum að skoða en heilt yfir var frammistaða á alþjóðamælikvarða.“ Vilja standa fyrir sterkri liðsheild Thea Imani Sturludóttir var næstmarkahæst í leiknum með sjö mörk en hún fór gríðarlega vel af stað í dag og skoraði sex mörk í fyrri hálfleik. „Thea steig upp og átti í smá brasi og meiðslum en hún var góð. Margar voru að leggja í púkkið og það er það sem við viljum standa fyrir, sterka og góða liðsheild,“ sagði Ágúst. Varnarleikur Vals var gott sem upp á tíu og áttu tékknesku skytturnar í miklum erfiðleikum með að koma boltanum fram hjá hávörn Vals. Ágúst segir að leikplan sitt hafi gengið upp í vörninni. „Þær eru bara með rétthenda leikmenn og við viljum beina þeim til baka og náðum að koma í veg fyrir þær hreyfingar sem þær vilja fara í. Vörnin var algjörlega frábær en við þurfum við halda því til að klára þetta einvígi.“ „Þetta er reynslumikið og gott lið og geta komið til baka á morgun þannig við þurfum að halda rétt á spilunum á morgun,“ sagði Ágúst um síðari leik liðanna sem er á morgun á Hlíðarenda. Vill sjá 700 til 800 manns í stúkunni Valsarar eru vanir að halda stóra Evrópuleiki í N1-höllinni og var öllu tjaldað til fyrir leikinn í dag. Þjálfarinn hvetur stuðningsmenn að fjölmenna á seinni leik liðanna á morgun. „Við þurfum að spila af fullum krafti til að loka þessu einvígi og koma okkur í undanúrslit. Það er markmiðið en til þess þurfum að fá enn þá betri mætingu en við fengum í dag. Ég var fyrir vonbrigðum með mætinguna. Ég vona að fólk mæti á morgun og styðji við liðið og hjálpi stelpunum að komast í undanúrslit sem væri stórkostlegt afrek.“ „Ég vil fá 700 til 800 manns á morgun klukkan fjögur, umgjörðin er upp á tíu og það er frábær dagskrá. Ég vil sjá fólk fjölmenna á leikinn og tryggja liðinu sæti í undanúrslitum,“ sagði Ágúst og kom skilaboðum áleiðis til stuðningsmanna.
Valur EHF-bikarinn Mest lesið Fjölskyldu Arnórs hótað Fótbolti Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Tiger og Trump staðfesta sambandið Golf Fimm ára fangelsi fyrir að reyna að myrða meintan barnaníðing Sport Ingebrigtsen fer fyrir dóm: Faðirinn neitar en börnin munu bera vitni Sport Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Enski boltinn Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Enski boltinn Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ Íslenski boltinn „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Fótbolti Undraskot Curry fór ekki ofan í eftir allt saman Körfubolti Fleiri fréttir Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Aldís með níu mörk í naumum sigri Andrea og stöllur í góðri stöðu eftir fyrri leikinn Valskonur taka tveggja marka tap með sér heim á Hlíðarenda Uppgjör og viðtal: Haukar - Izvidac 30-27 | Haukar fara með naumt forskot til Bosníu Marta hetja Eyjakvenna Grótta vann gríðarmikilvægan sigur gegn Stjörnunni Gísli fór mikinn í fyrsta leiknum eftir meiðsli Fram tryggði annað sætið með sigri gegn ÍR Íslendingalið mætast í úrslitakeppninni Donni markahæstur meðan Guðmundur skoraði eitt gegn Ágústi Íslendingar í riðli með Færeyingum „Verður hörkueinvígi, þeir eru drullugóðir“ Spennan gríðarleg þegar ein umferð er eftir Andrea allt í öllu og Aldís Ásta deildarmeistari Uppgjörið: Fram - ÍBV 43-36 | Fín fyrirheit fyrir Fram „Það er bara einn titill eftir“ Komnar með ógeð af því að tapa: „Ógeðsleg tilfinning“ Uppgjörið: Valur - Haukar 29-23 | Deildarmeistaratitillinn í augsýn „Ég er ofurmenni, það á ekkert að geta komið fyrir mig“ Einar kveður Guðmund og fer í „stærstu og bestu deild heims“ Danir furða sig á að Nielsen sé sniðgenginn Aron tekur við landsliði Kúveits Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Strákarnir hans Dags völtuðu yfir Tékka Mikilvægur sigur Eyjakvenna Færeyingar unnu í Hollandi og eru á toppnum í riðlinum ÍR-konur upp fyrir Selfoss eftir sigur á Selfossi Sjá meira