Íslenski boltinn

Eiður Aron á­fram á Ísa­firði

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Eiður Aron verður áfram fyrir vestan.
Eiður Aron verður áfram fyrir vestan. Vísir/Hulda Margrét

Miðvörðurinn Eiður Aron Sigurbjörnsson hefur skrifað undir nýjan samning við Vestra og mun því leika með liðinu í Bestu deild karla í fótbolta á næstu leiktíð.

Hinn 34 ára gamli Eiður Aron gekk í raðir Vestra fyrir síðasta tímabil eftir að samningi hans við uppeldisfélagið ÍBV var rift. Hann reyndist Vestra svo sannarlega vel, hjálpaði nýliðunum að halda sæti sínu í Bestu deildinni og var valinn leikmaður tímabilsins hjá félaginu að því loknu.

Eftir tímabilið nýtti miðvörðurinn uppsagnarákvæði í samningi sínum en nú hefur Vestri hins vegar tilkynnt að Eiður Aron verði áfram á Ísafirði.

Gleðifréttir fyrir Vestra sem þarf svo sannarlega að vera virkt á leikmannamarkaðnum á komandi vikum og mánuðum enda fjölmargir leikmenn liðsins horfnir á brott eftir góðan árangur á síðustu leiktíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×