Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Sindri Sverrisson skrifar 23. nóvember 2024 17:04 Fjólubláir Úlfar fögnuðu frábærum sigri í Lundúnum í dag. Getty/Richard Heathcote Aston Villa hefur nú leikið sex leiki í röð, í öllum keppnum, án sigurs eftir að liðið gerði 2-2 jafntefli á heimavelli við Crystal Palace í ensku úrvalsdelidinni. Fimm leikjum var að ljúka. Ismaila Sarr kom Palace yfir snemma gegn Villa en Ollie Watkins jafnaði metin á 36. mínútu. Yoeri Tielemans fékk svo kjörið tækifæri til að koma Villa yfir en Dean Henderson varði vítaspyrnu hans, og strax í næstu sókn komst Palace í 2-1 með marki Justin Devenny, rétt fyrir hálfleik. Ross Barkley jafnaði metin í 2-2 á 77. mínútu en þannig lauk leiknum og er Villa því með 19 stig líkt og Nottingham Forest í 6.-7. sæti. Palace er nú í þriðja neðsta sæti, fallsæti, með 8 stig. Cunha með tvennu gegn Fulham Matheus Cunha skoraði tvö marka Wolves og Joao Gomes og Goncalo Guedes eitt hvor, þegar liðið vann góðan 4-1 útisigur gegn Fulham. Alex Iwobi kom Fulham yfir á 20. mínútu en Cunha jafnaði metin fyrir hálfleik. Fulham er því með 18 stig í 9. sæti en Úlfarnir komu sér úr fallsæti og eru með níu stig, eftir að hafa unnið sinn fyrsta sigur í síðasta leik fyrir landsleikjahléið sem var nú að ljúka. Everton nýtti ekki liðsmuninn Everton og Brentford gerðu markalaust jafntefli í Liverpool-borg. Heimamönnum tókst ekki að nýta sér það að vera manni fleiri allan seinni hálfleikinn, eftir að Daninn Christian Nörgaard var rekinn af velli á 41. mínútu. Everton er nú með 11 stig í 15. sæti en Brentford í 10. sæti með 17 stig. Arsenal vann góðan 3-0 sigur gegn Nottingham Forest sem lesa má um hér að neðan. Brighton í toppbaráttunni Loks vann Brighton 2-1 útisigur gegn Bournemouth en Joao Pedro kom Brighton yfir og lagði svo upp mark fyrir Kaoru Mitoma. David Brooks minnkaði muninn í uppbótartíma. Brighton er eftir sigurinn komið upp fyrir Forest í 3.-5. sæti deildarinnar, og er með 22 stig líkt og Chelsea og Arsenal, sex stigum á eftir toppliði Liverpool sem á leik til góða. Manchester City er með 23 stig í 2. sæti fyrir leikinn við Tottenham sem er að hefjast. Enski boltinn Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Fleiri fréttir Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Sjá meira
Ismaila Sarr kom Palace yfir snemma gegn Villa en Ollie Watkins jafnaði metin á 36. mínútu. Yoeri Tielemans fékk svo kjörið tækifæri til að koma Villa yfir en Dean Henderson varði vítaspyrnu hans, og strax í næstu sókn komst Palace í 2-1 með marki Justin Devenny, rétt fyrir hálfleik. Ross Barkley jafnaði metin í 2-2 á 77. mínútu en þannig lauk leiknum og er Villa því með 19 stig líkt og Nottingham Forest í 6.-7. sæti. Palace er nú í þriðja neðsta sæti, fallsæti, með 8 stig. Cunha með tvennu gegn Fulham Matheus Cunha skoraði tvö marka Wolves og Joao Gomes og Goncalo Guedes eitt hvor, þegar liðið vann góðan 4-1 útisigur gegn Fulham. Alex Iwobi kom Fulham yfir á 20. mínútu en Cunha jafnaði metin fyrir hálfleik. Fulham er því með 18 stig í 9. sæti en Úlfarnir komu sér úr fallsæti og eru með níu stig, eftir að hafa unnið sinn fyrsta sigur í síðasta leik fyrir landsleikjahléið sem var nú að ljúka. Everton nýtti ekki liðsmuninn Everton og Brentford gerðu markalaust jafntefli í Liverpool-borg. Heimamönnum tókst ekki að nýta sér það að vera manni fleiri allan seinni hálfleikinn, eftir að Daninn Christian Nörgaard var rekinn af velli á 41. mínútu. Everton er nú með 11 stig í 15. sæti en Brentford í 10. sæti með 17 stig. Arsenal vann góðan 3-0 sigur gegn Nottingham Forest sem lesa má um hér að neðan. Brighton í toppbaráttunni Loks vann Brighton 2-1 útisigur gegn Bournemouth en Joao Pedro kom Brighton yfir og lagði svo upp mark fyrir Kaoru Mitoma. David Brooks minnkaði muninn í uppbótartíma. Brighton er eftir sigurinn komið upp fyrir Forest í 3.-5. sæti deildarinnar, og er með 22 stig líkt og Chelsea og Arsenal, sex stigum á eftir toppliði Liverpool sem á leik til góða. Manchester City er með 23 stig í 2. sæti fyrir leikinn við Tottenham sem er að hefjast.
Enski boltinn Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Fleiri fréttir Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Sjá meira